Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

(Kóða)sumarið búið

Mér hefur yfirleitt þótt verslunarmannhelgin vera endirinn á sumrinu, daginn er tekið að stytta og samfélagið fer að fara í gang eftir sumarfrí. Vissulega stundum ágætis vetur en engu að síður er haustið handan við hornið. Það er reyndar ekki alslæmt enda sumarið stundum dáldið furðulegur tími á Íslandi, það má varla sjást sól þá er hálf þjóðin komin í bæinn á stuttbuxur að fá sér ís.

Þetta sumar hefur verið frekar rólegt hjá mér. Ekki mikið um ferðalög og ég hef eytt nokkrum tíma með kóðanum. Hefur satt að segja verið alveg ágætt og umfram allt athyglisvert. Kóðinn er ekki alveg eins og fólk er flest, hefur skemmtilega sýn á lífið og það er alltaf gaman að kynnast slíku. Nú er verslunarmannahelgina hins vegar liðin og veturinn og hversdagsleikinn framundan. Lífið fer aftur í hefðbundið horf og kóðasamskiptum lokið.

Er með fimm bækur á borðinu sem ég kem til með að lesa í vetur, reyndar búinn að lesa þrjár þeirra að hluta en hlakka til að klára þær og lesa þessar tvær

history of development

Þessi er eftir Gilbert Rist of fjallar um sögu þróunarsamvinnu

 

 

 

 

 

 

finn tarp

 

Bók eftir Finn Tarp sem fjallar um svipað efni

 

 

 

 

 

Tek tvo kúrsa í haust og tvo næsta vor. Eftir það er það rannsókn á fullorðinsfræðslu á vegum íslenskra stjórnvalda í Afríku. Skemmtilegt stöff sem ég hlakka til að takast á við. Á eflaust eftir að leita slatta til Fjólu, hún er klók stelpa(reyndar að verða dáldið gömul) og afbragðs yfirlesari.

Ætli ég reyni ekki að setja verkefni vetrarins hérna inn, ekki það að þau verði skemmtileg en kannski einhver hafi áhuga á að lesa. Er annars mættur í vinnuna þannig að ég hætti í bili og fer að tala við fólk sem situr í umferðarteppu á leiðinni til borgarinnar. Í tilefni þess set ég inn 2 lög með Ugly Kid Joe sem við Sindri vorum með á ferðaspólunni og hlustuðum u.þ.b óteljandi sinnum á sumarið ´93

Cats in the cradle

Everything about you


Smá lúr

Ég kom heim úr vinnunni áðan og var með alls konar plön fyrir kvöldið. Hafði upphaflega ætlað í bjór með SGÓ og manninum hennar Ólafar en frestaði því meira að segja af því að ég ætlaði í heimsókn. Kom heim heim rétt fyrir hálf sjö og var á leiðinni í sturtu. Fór aðeins í lazyboy-inn og hallaði mér aftur yfir tv. Var sem sagt að vakna nú kl hálf tíu. Er eiginlega orðinn of seinn í heimsókn og er svo myglaður að ég nenni ekki í safa, sjit hvað ég er orðinn gamall. Mætti halda að ég hefði verið í gleði í gær en ég sofnaði um miðnætti yfir tv og vaknaði hálf tíu þannig að ég var útsofinn.

Ef niðurhal væri löglegt væri ég búinn að ná í Simpson myndina og væri að kveikja á henni núna, ef niðurhal væri löglegt þá væri þetta fáránlega þægilegt.

Samt dáldið fúll að komast ekki í safann með SGÓ og manninum hennar Ólafar, það er orðið allt of langt síðan við ræddum heimsins mál saman. Talaði aðeins við Maju áðan, hún er á leiðinni heim frá Köben, sem er gott. Verst að hún fer væntanlega beint aftur í sveitina þannig að ekki hitti ég hana mikið.

Minime er í Svíþjóð með ömmu sinni og Unni Maríu frænku sinni, hefur það afskaplega fínt en er kominn með nokkra furðulega takta. Er greinilega að tékka á því hversu langt hann kemst þannig að hann er farinn að prófa sig áfram með orð seme eru ekkert sérlega sniðug, hann er venjulega kurteis þannig að hann lærir fljótlega að þetta er ekkert spes. Reyndar í þessum tilraunum hans kemur öðru hvoru upp hitt og þetta sem er skemmtilega skondið, áðan voru mamma og Eva að vaska upp og mamma spurði hann hvort hann ætlaði ekki að hjálpa þeim. Hann leit víst frekar hneykslaður á þær og sagðist ekki vera stelpaSmile, ágætt að ég var ekki á staðnum, hefði sennilega sprungið úr hlátri.

Best að drösla sér í korter í ellefu til að finna eitthvað snarl, aldrei þessu vant tómlegur ísskápurinn hérna


Verslóvæl

Ég verð sem sagt í vinnunni um helgina. Ætlaði í bústaðinn hjá mömmu og pabba, nú eftir að þau áttuðu sig á því að það er árið 2007 og tengdu rafmagn þangað Smile

Það var svo sem ekki alveg ákveðið hvenær ég færi en ákvað svo að vinna bara í staðinn. Ætti að verða ok, allavega smá bolti til að horfa á á sunnudaginn(skrýtið einhvern veginn að skrifa 2 á í röð, minnir mig alltaf á uppáhaldssetninguna mína sem er: Bóndinn á Á á á á fjalli) but anywho, verð hérna og er að pæla í að fara og tékka á Caruso á sunnudag, Justin Newman félagi minn er að spila þar á sunnudaginn og fer heim á mánudagsmorgun þannig að ég þarf eiginlega að ná að hlusta á hann einu sinni áður en hann fer. Veit ekki hvort ég tek kaldan í kvöld, stefnir eiginlega í að ég verði að vinna til 11 og fari síðan heim að horfa á ekki allt og ekki neitt.

Stefni á bústað einhvern tímann í ágúst, verður nóg að gera eftir það, skólinn að byrja, hellingur að gera í vinnunni og svo er ég víst búinn að ákveða að vera hjá Kollu í Pilates tvisvar í viku í vetur, finnst það finnst það reyndar frekar fyndið en þarf líklega að gera eitthvað reglulega því ef ég myndi sofna á einhverri strönd núna þá myndi ég sennilega vakna við það að Greenpeace væri að vökva mig


Ágúst

er vinur minn sem gjarnan er nefndur maðurinn hennar Ólafar. Hann er geðprúður með eindæmum, sérstaklega á knattspyrnuvelli. Hann er mikill dansari og átti eitt kvöldið gólfið á besta skemmtistað í heimi, Global í Ljubljana

er mánuðurinn sem enski byrjar, spái 6 mörkum hjá Torres í mánuðinum. Ég þoli ekki bið, 10 dagar í fyrstu leiki


Skemmtileg vika að baki - ekki alslæm helgi framundan

Eftir mikla ferðaviku fórum við á Silfur á föstudagskvöldið. Pétur HM, Kolla, Ollý, herra og frú Flogman, Bruno, Brynja, Jón bróðir hennar og Elli vinur hans. Snilldarmatur hjá Einari og afskaplega skemmtilegt kvöld, fórum á B5 sem venjulega er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá mér en var ágætt, hitti svo Sverka, Gunna, Kanu og Kúrbítinn á Óliver, ekki slæmt kvöld það. Hélt heim á leið um 3 leytið, afar skemmtilegt í alla staði.

Laugardagurinn var rólegur, við Bruno vorum heima mestallan daginn, ég reyndar sótti bílinn og fór í Kolaportið þar sem að ég fann nokkrar Harry Potter bækur fyrir Aron. Sunnudagurinn var reyndar líka rólegur, Nina og Jensa fóru á hestbak í rigningunni, ekki mikið fyrir mig og ég pikkaði þau upp eftir það og við borðuðum síðan í Naustabryggju um kvöldið. Þau hjónin fóru í gærmorgun og eftir að ég fór í vinnuna í nokkra tíma fórum við Bruno að skoða bæinn aðeins í rigningunni, við borðuðum fisk hjá mömmu og pabba um kvöldið og hann átti flug seint í gærkvöldi.

Snilldarheimsókn sem ég fékk þarna, alltaf gaman að hitta þau aftur, Peter er kominn með Losing a friend á heilann Smile. Maður fær ekki mörg tækifæri til að skoða landið þannig að það er gaman að ferðast aðeins um það þó ég mæli almennt ekki með því að keyra rúma 900 kílómetra á einum degi.

Fer í bústaðinn með Ollý og Þróttaranum um helgina, tek með mér nokkrar bækur, verður róleg og þægileg helgi. Gott að slaka aðeins á fyrir haustið, verður hellingur að gera í vinnu og skóla, byrja aftur í Hólmaseli í lok ágúst, gaman að vera með frá byrjun þennan veturinn. Hlakka líka til að hitta Guddu aftur, hún er skemmtileg týpa.

Þar sem að ég hef svo lítið að gera í vetur þá ætla ég að reyna að ná öllum deildarleikjum Liver í vetur. Snilld að þetta sé komið á Sýn, þeir eru líklegir itl að ráða einhverja til að lýsa leikjunum, leiðinlegra að þurfa að mute-a þá ef Gaupi færi nú að lýsa leikjum. Veit ekki alveg hvað fólk er að væla með kostnaðinn vegna Sýnar2. Kostar innan við 5000kall á mánuði að fá alla leikinu í ensku deildinni, það er svipað og miði á 2 leiki í svona sæmilegum sætum. Það sem fólk eðlilega gerir er að segja upp Stöð2 enda ekkert þar sem ekki væri hægt að nálgast á netinu, þ.e.a.s ef niðurhal væri löglegt.

Ætla a reyna að kommenta eitthvað smá á alla leiki, svona til að Jón Bjarni læri nú kannski eitthvað smá um fótbolta, hann verður á Bifröst og því get ég ekki miðlað af visku minni nema með því að blogga um það.

Minime á leið til Svíþjóðar í fyrramálið, eyjan, lestin og að mala Niclas í fótbolta, ekki leiðinlegir dagar það hjá litla manninum.  


Það var nú ofsalega fínt

að Kef-Skaginn hafi náð sáttum. Sáttum um hvað annars? Að Kef séu fúlir yfir markinu eða að þeir hafi reynt að ráðast á Bjarna. Það hefði annars verið best ef hann hefði ekki hlaupið inn í klefa, hvað ætluðu Keflvíkingarnir að gera þá, 16 manns að reyna að berja Bjarna uppá Skaga? hefði skilið að þeir hefðu reynt þetta á barnum í Kef en varla á vellinum uppá Akranesi. Heimskulegt mál í flesta staði og það þarf enginn að segja mér að allir séu sérstaklega sáttir, líklega best að hafa eitthvað fólk í kringum Bjarna þegar þeir spila í Kef.

Fór annars á Fram-Valur með Daisy Hill, Minime og Þróttaranum. Ágætur leikur og valsarinn söng hástöfum með öllum stuðningsmannalögunum. Gummi Ben skoraði með skalla sem var næstum jafn fyndið og að sjá Eymus vanda sig við að spjalda með hægri en síðan braust Gylfi Orra fram í honum og hann notaði vinstri þegar hann rak gaukinn útaf. Síðan er alltaf gaman að því að sjá hann spjalda Reyni fyrir kjaft, annað skiptið í sumar í þremur leikjum Smile.

Minime hjá mér þessa vikuna, byrjuðum að lesa fyrstu Harry Potter bókina í gær, skemmtileg bók og ég hlakka til að lesa þær allar með honum á næstu mánuðum. Við sofnuðum reyndar um 6 leytið og sváfum til að verða 9 Errm, það var heldur erfitt fyrir litla manninn að sofna aftur í gærkvöldi. Hann fór hins vegar í vinnuna í morgun, þ.e. í Nóa, nefnilega sumarfrí þar og amma þurfti hjálp frá honum , annars hefði Nói þurft að hætta að framleiða nammi í smá tíma. Golfkeppni hjá honum við afa á morgun og hestamannamót um helgina. Veit ekki alveg hvernig helgin verður hjá mér en allavega hellingur að gerast í næstu viku, Nina og Flogman mæta og við ferðumst eitthvað um landið. Styttist í skólann líka. Ágætt að ég tók ekki leskúrsinn í sumar, hefði sennilega ekki nennt því.

Fór reyndar að pæla aðeins í leiguverði á Bifröst eftir fréttir í síðustu viku. Hvernig getur kostað 95þús að leigja nokkurn skapaðan hlut þar. Þetta er útí sveit og að það sé dýrara að leigja þar en í Rvík er djók en þetta er einkaskóli og þeirra hlutverk er að græða, magnað að það sé hægt að græða á leigumarkaði útí sveit. Ætli það sé tekið sem dæmi í viðskiptafræðikúrsum þarna, arðsemi einkaskóla.


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbrúðkaupsveislan

Föstudagskvöldið var gott, strákakvöld eiginlega. Vindmyllan bauð heim til sín í Fifa og bjór. Algott þó ég sökki reyndar í fifa. Fórum á hressó en ég stoppaði stutt við, hélt heim á leið fyrir 3, ekki síst til að verða frískur í boðinu á laugardag. Vaknaði í hádeginu og kom við í pasta á sólon áður en ég fór í veisluna. Fór nefniega þangað með Jóni Bjarna nýlega og pastað var mjög gott þá en núna var það ekki mikið meira en sæmilegt. Mætti rétt fyrir 3 á Grenimel í garðveislu, enda snilldarveður. Það kom slatti af Kr-ingum en þeir stoppuðu stutt enda leikur í kvöld á móti Kef, talandi um það, Pétur á bekknum sem er afskaplega furðulegt en þjálfarinn virðist greinilega halda að það leysi vandann að setja hann úr liðinu, hefur sennilega verið ánægður með að þeir voru mjög nálægt því að detta ekki útúr bikarnum Errm.

Þarna var líka mikið af öðru skemmtilegu fólki, Gísli, Vala, Rúnar, Selma, Siggi og síðast en ekki síst listamaðurinn Viðar, Hannes Hólmsteinn var þarna að fræða fólk um skatta og Jazzgaukar að spila. Þetta var nálægt því fullkomið en því miður komst Gauti Laxdal ekki þannig að þetta varð ekki nema svona rúmlega sæmilegt. Veðrið snilld og fólkið skemmtilegt, ég var ekki alveg viss um hvert þetta stefndi þannig að ég hélt mig við Topp en eftir að ég var kominn hættulega nálægt því að fá Lime-eitrun af Toppnum þá ákvað ég að færa mig í bjórinn. Talaði við kóðann og hún ætlaði að kíkja í bæinn með okkur Viðari. Þetta breyttist síðan í það að Pétur, Unnur, Viðar, Gísli, Vala og ég fórum að borða á Silfur, afskaplega góður matur og skemmtilegt kvöld með góðum vinum, sem reyndar voru ekki allir fullklæddir. Kóðinn kom síðan og hitti okkur og fór með okkur Viðari á Oliver/Næstabar/B5/Thorvaldsen.

Skemmtilegur náungi Viðar, áhugaverður spjallfélagi sem alltaf hefur eitthvað skemmtilegt til málanna að leggja, reynar hefði verið gaman að hafa Gauta með okkur þarna en við þrjú höðum það mjög gott. Haldið heim á leið á skikkanlegum tíma eftir virkilega gott kvöld.

Svaf til hádegis í dag og fór með Aron áðan í garðkaffi til Unnar og Péturs. Hann var að fara í leikinn en við urðum reikna út smá breytingu á undirbúningsmataræðinu til að hámarka árangurinn á þeim 15-25 mínútum sem hann spilar líklega uppúr kl 20.30. Vinnuvika framundan og kóðinn á leið í hlutleysið í viku. Styttist í Nínu/Flogman og vonandi Bruno.  


Justin Newman

Þetta er félagi minn sem hefur verið slatta að spila á Íslandi. Fékk plötuna hans þegar hann var hérna síðast. Nokkur af lögunum á henni eru hérna. Hann spilar yfirleitt slatta af Damein Rice lögum þegar hann er hérna og tekur þau sennilega betur en Rice. Hann ætlaði að koma aftur síðasta vor en eitthvað klikkaði, það verður gaman að hlusta á kallinn þegar hann mætir.

Ég mun að sjálfsögðu tilkynna þeim 7 sem lesa síðuna mína reglulega þegar hann heldur tónleika


Styttist í það

Sumarfríið mitt verður vikuna 23-27.7 eða réttara sagt 25-27(verð hálfan daginn 24 í vinnunni). Ætti að verða skemmtileg vika og gæti orðið frábær. Endurheimti kóðann frá útlöndum og vinir mínir Jensa og frúin hans Nina ásamt vonandi Peter "Bruno" Berggren.

Vikan er einhvern veginn á þá leið að það er golfmót á Hellu í hádeginu 25. og síðan leikur hjá KR um kvöldið. Á fimmtudeginum er mikill bíltúr, skoðum Suðurland, alla leið að Jökulsárlóni, tekin handbremsubeygja þar og gullfoss/geysir teknir í bakaleiðinni. Reyndar að spá í það hvort gaman væri að vera í tjaldi í Skaftafelli á fimmtudagskvöldið en það er sennilega pointless. Reikna síðan með því að við förum í eitthvað matartrix á föstudagskvöldið, væntanlega hjá Einari vini mínum á Silfri. Skemmtilegur staður það, alls konar skemmtilegar matartýpur og eina drekkanlega hvítvínið í heiminum, Cloudy Bay, Sauvignon Blanc, já ég lofa að þetta verður í fyrsta og eins skiptið sem ég mæli með víni hér, allavega svona léttvínsdóti. Kúrbíturinn vinur minn veit allt um rauðvín og því eðlilegt að láta sérfræðingana um þetta.

Hlakka til þessarar viku, þangað til ætla ég að taka til á hverjum degi, þrífa bílinn, fara út að hlaupa daglega, borða hollan mat. Já eða horfa á dáldið TV


Líður einhvern veginn svona í dag

Carrie

Blake


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband