Skýrslan góða-1

Er byrjaður að lesa þessa ágætu skýrslu, er búinn með bls 125. Hún er afar vel skrifuð.

Gagnrýnin eins og ég vonaðist eftir. 

Það sem af er ber helst að nefna að einkavæðing bankanna var verulega spes, þ.e. í aðdraganda einkavæðingarinnar var  talið mikilvægt að um dreifða eignaraðild væri að ræða en síðan valin sama leið og mistókst í Mexíkó 10 árum áður(bls.112).

Sérstakt líka að lesa á bls 124 að stjórnvöld vissu af hættunni við að hækka útlán íbúðalánasjóðs en hafi metið það sem ásættanlegan fórnarkostnað til að halda völdum.

Sjálfstæðisflokkur og framsókn sem sagt það sem af er. 

Rétt að þakka rannsóknarnefndinni fyrir að gera skýrsluna læsilega(já og að skrifa hana yfirleitt)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband