Enn einn hlekkurinn í keðju skynsamlegra ákvarðana - Seinfeld

Ef niðurhal væri löglegt hefði ég verið að ná í alla Seinfeld þættina. 9 seríur, 180 þættir, hver þeirra rúmlega 20 mín þannig að þetta eru á milli 60 og 70 klukkutímar. Það eitt og sér er ekki sérlega merkilegt, reyndar ekki hitt heldur að ég ætla að horfa á þá á næstu vikunni eða svo. Er að vinna á föstudagskvöldið og tek síðan til við þetta. Minime verður í bústaðnum með mömmu og pabba og ég ætlaði að chilla um helgina þannig að þetta er líklegra ekki verra en hvað annað. Ég held að ég sé búinn að sjá flesta þættina en sé hvernig verður að sjá þetta allt í röð, hef einhvern tímann gert þetta við Friends þættina og þar sem að ég er afar ófrumlegur þegar kemur að því að drepa tímann þá datt mér þetta einna helst í hug.

Liver er reyndar að spila um helgina og ég ætla eðlilega að horfa á Torresgengið spila. Var að horfa á Chelski leikinn með Degi og Minime þannig að ég sleppti leikjadagbók en ætla að skrifa leikjadagbækur um leiki helgarinnar, Jón Bjarni verður þá ekki jafn ráðvilltur þessa helgi.

Ætla að skrifa það sem mér dettur í hug um alla Seinfeld þættina, svona þáttaskýringu, ég veit að þessir 4 sem lesa síðuna mína og ekki eru ættingjar mínir eru afar spenntir. Þið getið þá dundað ykkur við að refresh-a síðuna um helgina til að sjá hvað er að gerast í Seinfeld. Spennustig á við þetta hefur líklega ekki komið upp síðan ég var í Svíþjóð og var reglulega að segja Pétri hvað var að gerast í massalangri Tom Clancy bók sem ég var að lesa ásamt því að segja honum hvað var að gerast hjá mér í manager, Pétur Hafliði er lífsglaður maður en ég held að hann hafi verið kominn hættulega nálægt því að skera af sér eyrun þann mánuðinn. Allavega eitthvað sem þið getið hlakkað til.

Ef niðurhal væri löglegt hefði ég líka verið að ná í Bourne Ultimatum og væri að horfa á hana á meðan ég skrifa þetta. Mér þætti þetta þá vera ágætis mynd, allavega væri hún að byrja ágætlega.

Ég gæti reyndar eytt helginni í að undirbúa veturinn með því að lesa eins og eina bók en það myndi meika allt of mikið sens. Áhugasamir eru velkomnir í Jórsali um helgina en þeim hinum sömu er þá bent að taka með sér eitthvað ætilegt því ekki verður eldað hér, það tæki tíma frá Torresgenginu, Seinfeld, Kramer, Elaine og George   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband