Vonandi

verður hún forsetaframbjóðandi Demókrata, það er kominn tími til að kona fari í alvöru framboð þarna. Er reyndar að vona ða Obama verði varaforsetaefni líka, þó ekki væri nema til að heyra Chris Rock svara fyrir komment úr einu af standup-unum sínum þar sem hann sagði að það gæti aldrei orðið svartur varaforseti því þá myndi einhver svartur maður drepa forsetann bara til að koma svarta manninum að, hann sagðist reyndar ætla að gera það sjálfur Wink

Hann hefur reyndar baunað slatta á Hillary, sagði líka að Lewinsky vesenið hefði aldrei átt að koma upp því Hillary hefði átt að vera löngu komin itl að sinna Bill.

Hún er annars langbesti kosturinn hjá Demókrötum og ég vona að hún verði næsti forseti, veit ekki hvort heimurinn þoli annan Repúblikana, jafnvel þó það yrði Guiliani.

Er búinn að leita að sketsinum með Chris Rock þar sem hann er að tala um svarta varaforsetann en finn hann ekki í fljótu bragði, ef einhver þessara 7 sem lesa bloggið mitt reglulega finnur hann þá megið þið gjarnan senda mér linkinn, ég get þá smellt vídjóinu hérna inn.


mbl.is Hillary Clinton sætir vaxandi gagnrýni keppinauta sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband