Eins og köttur

Ég var í Pilates áðan, annar tíminn minn á rétt um viku. Þetta er annars frekar skondið, ég er sem sagt ekki sérlega liðugur að eðlisfari, kannski að fótbolti í nokkur ár hafi eitthvað með það að gera. Ég var reyndar hellings liðugur þegar ég ar svona 15 enda var ég þá búinn að vera eitthvað í marki í handbolta en ég varð síðan eiginlega stirðari með hverju árinu.

Veit reyndar ekki alveg af hverju mér finnst það eftirsóknarvert að verða liðugur, tengist því ef til vill að ég set eitthvað samansemmerki á milli þess og að komast í eitthvað form aftur. Líður allavega alveg bærilega eftir þessa 2 tíma, ágætt að reyna aðeins á sig eftir all langt hlé.

Ætla því að halda áfram að pimpa systur mína, þessir sjö sem lesa bloggið mitt reglulega geta því hringt í 8672727 ef þið hafið áhuga á þessu. Síðasta Pilates færsla er hér ,þar er meira að segja mynd af henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átta Pétur, átta.

Smart að vera kattliðugur, ég hef aðra dygð frá köttum, letina Pétur, letina.  Letin er dygð.

Spurning um að vera kattliðugur letingi?

Ég húxa málið.

Njóttu dagsins.

Hafdís föðursystir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband