Leikjadagbók Liverpool-Portsmouth 22.12.2007

Naustabryggja 29, sérlegur gestur fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson ásamt Sigfríði Þormar en hún er reyndar inní herbergi, sjáum til hvort hún kemur og ryksugar eða neglir eitthvað á eftir.

Liðið er eins og á móti ManU, af hverju ætli Babel fái ekki að byrja.

15.00 Arnar Björnsson er einn að lýsa, æ það er hálf dapurt, hann malar stöðugt um einhverja gamla tölfræði, verst að hann fer fljótlega að tala um fótbolta, sem hann veit lítið um

15.01 Hemmi fór í skallabolta við Yossi og vann. Arnar er byrjaður að bulla, nú var hann að segja hvað það væri slæmt að Riise hefði strax fengið spjald en hann fékk bara tiltal, getur einhver farið til Arnars og slökkt á míkrafóninum.

15.03 Þá datt myndin út, það er akkúrat þar sem vantar, engin mynd en Arnar að blaðra um ekki neitt

15.05 Best að tékka á því hvað er að gerast annars staðar, Jón P á fjarstýringunni, það eru svona 11 sekúndur á hverjum leik. Arnar er svona textavarp núna, hann er að tala um stöðuna í öllum leikjum, það er hins vegar ekkert að gerast

15.06 Þá er skárra að fylgjast með á soccernet.com, allavega enginn Arnar þar að mala

15.07 Fulham-Wigan er orðinn aðalleikurinn á sýn2, það er dáldið eins og að kaupa bens en fá afhenta gamla inniskó í staðinn

15.10 Lítið annað að gera en taka hlé, ég nenni klárlega ekki að tala um fulham-wigan, sé til hvað gerist á soccernet.com

15.17 Yossi búinn að skora eftir sendingu frá Harry, það er þá annar hvor þeirra sem hefði ekki átt að vera inná til að koma Babel fyrir

15.18 Komið 2-0 fyrir Liver, sjálfsmark hjá Distin, fáránlega klaufalega gert hjá honum, eða réttara sagt ég ætla að halda því fram að það hafi veirð, myndin er nefnilega ekki komin en ég sá þetta á soccernet

15.22 Get hins vegar glatt ykkur með því að ég var rekinn frá Liver eftir þetta 7-0 tap g er tekinn við Eastleigh í Blue Square South, neðrideildarmanager verður það þá þessa helgina

15.26 Myndin komin aftur þá, Liver er í rauðum búningum en portsmouth bláum, var að testa hvernig það væri að vera arnar, gaupi eða þorsteinn, sem sagt henda bara fram pointless upplýsingum sem flestir eiga að vita, í þeim töluðu orðum hélt arnar áfram að kasta fram pointless tölfræði

15.28 mér þætti ágætt ef stjórnendur útsendingar á anfield myndu sýna mörkin svona víst ða það hefur verið vesen með útsendinguna eiginlega frá byrjun

15.29 Nennir einhver að segja þeim á anfield að það er meira að segja hægt að sýna þetta með svona mynd í mynd

15.30 Hermann hreiðarsson veit ekki af manni fyrir aftan sig, það sagði arnar allavega, þetta var samt nico crancjar, þeir eru bara ekkert líkir

15.32 Gerri að reyna að klobba einn án þess að snerta boltann, það gekk ekki, var eiginlega dáldið spes trix

15.35 Torres að reyna ýtaframhjáoghlaupatrixið á tvo, gekk ekki en Hemmi fékk gult án þess að það væri auki, veit ekkert fyrir hvað hann fékk gult

15.36 Yossi fékk fínan séns til að gefa fyrir en ákvað að hlaupa eitthvað og skjóta, slappt hjá honum

15.38 Gerri með fáránlega hæltilraun, hefði meira að segja verið lélegt þó það hefði tekist, sem segir slatta

15.39 Fyrrum landsliðsfyrirliði Jón´Pétursson með´ágætis komment, Rafa hefur eiginlega bara keypt einn góðan leikmann frá því hann kom, hinir eru flestir svona ágætir eða þokkalegir. Kuyt með furðulegt skot, fékk boltann til hliðar við teiginn en í staðinn fyrir að gefa fyrir ákvað hann að taka beina rist og negla framhjá, honum leiðist reyndar ekki að taka beina rist en þetta var algjör þvæla, þarf einfaldlega að gefa fyrir.

15.42 Riise greinilega of latur að lesa bloggið mitt, tók auka núna sem hann ákvað að sjá hvort færi í gegnum fremsta varnarmann, sko, John Arne, þetta virkar ekki, ég lofa, bara að koma þessu yfir fyrsta varnarmann

15.44 Kuyt með afar ljótt látannfaragegnumklofiðtrix sem virkaði reyndar, þetta var svona eins og eineygður maður í verpaeggi boltaleik við vegg, lyfta öðrum fæti sérkennilega hátt, eiginlega bara ljótt trix

15.46 Hálfleikur, 2-0 verður fínt að sjá mörkin öðruvísi en á soccernet textalýsingunni

15.57 ágæt mörk bæði, lítið sem Distin gat gert í þessu sjálfsmarki, Torres að þ´vælast í kringum bæði mörkin, samt engin stig í draumaliðsleiknum

16.16 Seinni löngu byrjaður, erfitt að vera með reglulegar uppfærslur þegar netið er í veseni, portsmouth var að skora, 1-2 sem sagt, Benjani var það, fyrstu 10 gerðist það helst að Mascherano reyndi að gefa á torres og gerra í sömu sendingunni, það fór á milli þeirra og á einhvern í bláum búning, 58 búnar og þá um 9 mínútur í að Babel komi inná fyrir Harry

16.19 Lítð að gerast hjá Liver en auki á Hemma útvið endalínu, Gerri að fara í að gefa fyrir, yfir fyrsta varnarmann Gerri

16.20 Sami með skalla eftir aukann, James varði með því að slá boltann með báðum höndum í magann á sér og svo í hnén, ekki margir sem kunna það

16.24 Nei, hver þremillinn, Babel inná fyrir Yossi á 64 mínútu, það er eiginlega rétt skipting á eðlilegum tíma, gott mál

16.25 Ágætt skot hjá Harry en aðeins yfir, hann hefði samt þurft að reyna þetta skot svona 50 sinnum til að skora þaðan

16.26 Hinn gullfallegi Fernando Torres með fína afgreiðslu, 3-1, Babel að skapa hættu og Torres fékk færið uppúr því. Babel var að fá stungusendingu sem bjó þetta til, að segja að Babel sé fljótari en Yossi er svipað og að segja að hann sé dekkri, það sést 

16.31 Babel fékk boltann upp hægri kantinn en gat náttúrulega ekki gefið fyrir í fyrsta, hann þarf aðeins að klappa boltanum, góður samt, fljótur og sterkur, það er eiginlega eins og Yossi, hann er lítill og ljótur

16.34 Arnar veit það mikið um fótbolta að það gæfulegasta sem hann gat sagt síðustu 5 mínúturnar var að nú væri Portsmouth að tína afríkumennina af velli, hmm, hann getur þá fengið vinnu í just4kids geri ég ráð fyrir

16.37 Allt í lagi, ég skal spyrja. Ef Wigan og Birmingham falla, fær þá Bruce kredit fyrir að fella bæði lið?

16.40 Það er erfitt að nota bara ristina í fótbolta en Kuyt er að reyna, var núna að reyna 10 metra þversendingu og ákvað að nota beina rist, það fór til Hermanns

16.42 Svona tíu eftir, Liver með stjórn á leiknum, væri í lagi ef Gerri skoraði eitt eða legði upp, hann er nefnilega fyrirliði í draumaliðinu þessa vikuna

16.43 Aurelio er ekki ómyndarlegur, ágætis spyrnumaður líka. Torres er frekar fljótur, hann var að stinga svartan mann af. Í þeim töluðu orðum skallaði Gerri til Torres sem skoraði með vinstri, það er haugur af stigum í draumaliðsleiknum, fínt þegar það tekur þá ekki nema mínútu að lesa bloggið mitt og fara eftir því

16.47 Það eru nokkrar mínútur eftir og þetta er safe, ég ætla að einbeita mér að leiknum hjá Eastleigh, eigum leik við Yate núna í Blue Square South deildinni, aftur eftir smá

16.52 hjúkk, var við það að detta út fyrir yate í 2. undanumferð fa. bikarkeppninnar, þeir eru ekki í neinni deild, á allt öðrum nótum þá vann Liver fínan sigur á Portsmouth, 4-1, Torres með 2, Yossi 1 og Distin með sjálfsmark, komnir á beinu brautina aftur. Varaliðsleikur við Derby á miðvikudag, það fer væntanlega svona 6-0. Ágætur dagur og nú þarf ég að einbeita mér að Eastleigh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband