Leikjadagbók Manchester United-Liverpool 23.3.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari Dagur Freyr

Dagur er reyndar útí sjoppu að kaupa kók, minime er á skíðum með mömmu sinni.

13.13 Liðin eru tilbúin. Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Aurelio, Xabi, Alonso, Gerri, Kuyt, Babel og hinn gullfallegi Fernando Torres. Liðið hjá ManU er Saar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Carrick, Scholes, Anderson, Ronni, Giggs og Shrek, Quasimodo á bekknum, gaman að sjá hvað Rúdolf rauðnefur ætlar að láta ManU sækja á heimavelli.

13.17 Það er eitthvað pickles á hljóðinu, sennilega HD vesen. HD virkar sem sagt þannig að myndin verður voða tær og fín, það er hins vegar alltaf eitthvað bras á hljóðinu þegar ég reyni að horfa á HD á st2sp2

13.20 Mynd af Torres þar sem hann var að koma á völlinn, hann er með afar fínt hár í dag, Dagur mættur með kókið, reyndar appelsín líka

13.26 SGÓ að hringja frá Sauðárkróki, hann ætlar að horfa á leikinn þar á leiðinni frá skíðaferð á Akureyri.

13.27 Arnar og Heimir Guðjónsson að lýsa, það er dáldil sóun að vera ekki með Gumma í leiknum og Arnar í stað þess í settinu með Guðna Bergs. Heimir er þó allavega góður, vonandi sér hann um þetta að mestu leyti, Ronni er reyndar með dáldið fínt hár í dag líka

13.30 Dagur spáir 0-0 í tilþrifalitlum leik, ég spái þá 1-5 í tilþrifamiklm leik

13.31 Liver eru búnir að tapa færri leikjum en ManU en tilraun þeirra til að bæta jafnteflismetið þýðir hins vegar að við erum 1700 stigum á eftir þeim, eitt árið enn

13.32 Liver byrjaði með boltann, það skiptir máli

13.33 Arnar va rað segja okkur að Paul Scholes héti Paul Aaron Scholes, það er nýtt, samt ekki jafn merkilegt og að pabbi Gary og Phil Neville heitir Neville Neville

13.34 Dæmt á Giggs fyrir lítið, léleg fyrirgjöf frá Arbeloa eftir að hann vann boltann vel af Giggs, dæmt á Torres

13.36 Van der Sar er í albláum samfesting, ekkert spes

13.41 Shrek fékk gott færi áðan, Carra fór í hann er sennilega ekki nóg, Reina varði allavega, Shrek fékk síðan næstum færi og fór í Reina. Mascherano fékk nú gult fyrir Ninjastökk á Scholes. Arnar er nú að bulla enn einu sinni, heldur því fram að Mascherano hafi fengið spjaldið fyrir að vanvirða dómarann, sem er tómt rugl, dómarinn hélt á spjaldinu allan tímann. Heimir er búinn að leiðrétta hann tvisvar. Ef einhver er þarna nálægt, getiði þá slökkt á míkrafóninum hans Arnars.

13.45 Aurelio í gott fyrirgjafafæri eftir horn, ákvað þá að negla langt framhjá, spes

13.46 Ronni að henda sér niður í annað skiptið, hann fór þá eðlilega að væla af því að ekkert var dæmt, það var heldur ekkert á þetta

13.47 Mascherano að rökræða meira við dómarann, nú af því að Anderson var að sparka í Gerra

13.48 Óli King vinur minn er nú líklega vælandi yfir því hvað allir eru vondir við Ronna, þetta væri trúanlegra ef hann henti sér ekki niður 10 sinnum í leik til viðbótar við þau skipti þar sem raunverulega er brotið er á honum.

13.50 Eldri Neville systirin situr við hliðina á Ole Gunnar, Gary er búinn að vera ansi lengi frá

13.51 Carra að reyna 30 metra innanfótarsendingu, verst að á miðri leið var Mascherano þannig að boltinn fór beint í bakið á honum, hættan er sú að Ronni verði fljótlega eins og Stoichkov á HM ´94, finnist eiginlega best að fá sem flestar aukaspyrnur

13.53 Reina kominn 20 metra útúr teig, reddaðist, Gerri með aðra lélega sendingu, Scholes me dapurt skt af 35 metrum, kom þó allavega skot

13.55 Dæmt á Mascherano, hann þarf að fara varlega víst hann er kominn með spjald, Ronni í gott færi eftir aukann, fór í stöngina, Arnar var hins vegar sá eini sem tók ekki eftir því og fór að hrósa Reina fyrir markvörslu, það er smá basl á sóknarleiknum hjá Liver þessar mínúturnar

13.57 Torres að pressa Rio, tæpt að hann næði boltanum, Gerri í góðu skotfæri, fór í varnarmann og rétt yfir, góð sókn og horn

13.59 Shrek að takann niður í teignum, bjó næstum til færi fyrir Carra

14.00 Ágætt breik hjá ManU, fyrirgjöf frá Wes sem Arbeloa skallaði í horn, Liver á í smá veseni með þessi föstu leikatriði en svona reddaðist að þessu sinni

14.01 Mascherano hljóp hringinn í kringum völlinn, var að pressa boltann, það er dáldið fyndið að sjá hann hlaupa, hann er svona örfættur, þarf mörg skref í fáa metra

14.02 Hálftími búinn, staðan 0-0

14.03 Torres vildi fá horn, átti líka að vera horn því Carrick sparkaði útaf

14.04 Breik hjá ManU, Giggs í hálffæri, breik hjá Liver og þeir fengu horn, ManU í breik uppúr horninu og Wes Brown að skora eftir lélegt úthlaup hjá Reina, þetta er svona nokkurn veginn par fyrir þessa leiki, O´Shea skoraði í fyrra ef ég man rétt og Rio hefur skorað tvisvar. Allavega er staðan 1-0 og 35 mínútur búnar, ekki sérlega fallegt mark en það telur eins og hin.

14.08 Crouch og Riise að hita upp, þetta er anna mark Wes Brown, hitt skoraði hann fyrir tveimur árum, hann er þá akkúrat jafn mikill markaskorari og Jermaine Pennant. Veit ekki af hverju Crouch og Riise eru að hita upp núna þegar Rafa skiptir aldrei fyrr en á 63. mínútu í fyrsta lagi

14.14 Styttist í hálfleik, 2-3 eftir, Torres að fá spjald fyrir tuð, nú rak hann Mascherano útaf fyrir nöldur. Það kom akkúrat ekket á óvart. Arnar er nú að missa legvatnið yfir því að Mascherano fái langt keppnisbann, þetta var samt bara annað gult, hann fær þá 2-3 leiki í bann.

14.18 Það er ekki séns að þetta verði síðasta spjaldið í leiknum, Torres er afar pirraður þessar mínúturnar, flautað til hálfleiks. Þessi seinni gæti nú orðið eitthvað spes held ég

14.30 Það var verið að endursýna þegar Torres fékk spjald, furðulegt verð ég að segja, Torres var ekki æstur heldur var að tala við dómarann. Dómarinn virkaði hins vegar eitthvað trekktur, ekki mikið hægt að segja við spjaldinu hjá Mascherano aðallega af því að hann var búinn að tuða svo mikið í fyrri en dómarinner samt eitthvað trekktur, það var þá það sem Rúdolf rauðnefur vildi hvort eð er.

14.36 Seinni byrjaður, Ronni fékk dauðafæri eftir múnútu en Reina varði vel, Scholes með skemmtilegt vipp á hann, Gerri með skot stuttu seinna sem Edwin tók frekar auðveldlega

14.38 Rétt hjá Heimi, þetta verður erfitt hjá Liver.

14.39 Ef það er einhver kostur við þetta þá er hann líklega sá að Mascherano verður þá líklegast frískur í Arsenal leikjunum í meistaradeildinni, fínt að hann verði þar að hnoðast í Fabregas

14.41 Liver eru lagstir aftar, eðlilega. Þeir verjast venjulega frekar vel þegar þeir leggjast aftarlega, væri þó heldur skárra ef þeir væru ekki undir líka.

14.42 Arbeloa togar í Anderson, auki og gult. Ronni getur þá allavega skotið, hann gerir það vel. Reyndar virðist hann sjaldnast gera mikið á móti Liver, aukinn annars framhjá

14.44 Liver eru í smá vandræðum með að finna menn í fæturna, það er nú eiginlega eina leiðin til að spila sig útúr svona taktík, finna einhvern til að halda boltanum aðeins. Shrek í dauðafæri en Reina varði vel, furðulegt hvernig 60 metra bolti frá markmanni getur farið svona auðveldlega innfyrir vörnina, það hefur verið vesen eiginlega allan leikinn

14.47 Ronni að væla af því að hann fékk ekki auka, að var togað en hann vældi aðallega af því að boltinn fór útaf

14.49 Ég á nokkra skrýtna vini sem þurfa að kommenta dáldið mikið, ein heitir Ella Þóra. Nú fékk Rio gult fyrir að sparka boltanum í burtu, lélegur auki hjá Gerra

14.51 Þokkalegt skot hjá Anderson en létt fyrir Reina, dáldið mikið síðan sparkað bara langt fram, við erum ekki 3 færri þannig að það ætti nú að vera hægt að gefa eins og á einn eða tvo samherja einhvern tímann, já og ef þið eruð að leita að kommentinu frá Ellu þá er búið að eyða þvi, kosturinn við að þetta er mitt blogg, gleðilega páska samt :)

14.54 Torres að pressa Vidic, þeir vildi fá rautt, það er nú varla hægt að spjalda á öll brot

14.54 Ronni að henda sér niður, Gerri að láta dómarann heyra það, Babel á leið útaf fyrir Yossi, fyrir þá sem ekki vita þá eru nú liðnar 65 mínútur, það er hefðbundin skiptingatími hjá Rafa, þess vegna var óþarfi fyrir Riise og Crouch að hita snemma

14.57 Liver með auka til hliðar við teiginn, dáldið fyrir utan. Torres fékk færi eftir þetta en fattaði ekki að hann var með boltann. Torres vann síðan boltann stuttu seinna og kom sér næstum í færi

14.59 Alonso vantaði ekki nea svona 20 metra að koma 50 metra auka inní, það er dáldið dapurt, allavega svona í meistaraflokki

15.01 Ágætis moment hjá Liver þessar mínúturnar, Ella poppaði núna upp á msn til að halda áfram, blokkuð þar þá líka núna fram á kvöld, hún hefur sennilega bara gleymt vopnahléinu okkar :)

15.02 Nani og Quasimodo inná fyrir Giggs og Anderson, þar versnaði heldur í því fyrir Liver, þeir eru sprækir. Quasimodo í dauðfæri eftir klafs, Reina varði vel

15.05 Ég ætla að horfa á Arsenal leikina með Sverka the great swedish player. Sparkað í Torres, hann meiddi sig eitthvað held ég, það er ekki bara slæmt, það er afleitt.

15.07 Torres aðeins haltur, það er tæpt korter eftir og Rafa að bíða eftir einhverju, sko, Rafa, deilldin er búin, af hverju tekurðu ekki Torres útaf til að hann hlaupi ekki um haltur

15.09 Ronni að skora eftir horn, Xabi ekki mikið að deka, Nani svo að skora eftir breik, ætli Rafa með kleinuhringjaskeggið fáist þá til að taka Torres útaf. Ég nenni þá augljóslega ekki að horfa meira á þennan leik, þetta var búið þegar Mascherano lét reka sig heimskulega útaf.


mbl.is Man. Utd með 6 stiga forystu eftir 3:0 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar eru 2 gul alltaf bara einn leikur. Aftur á móti gæti hann fengið 3 leiki aukalega fyrir að neita að yfirgefa v0llin.

Þrátt fyrir það reyndar að Bennett hafi ekki verið góður hingað til, enda lítið samræmi í aðgerðum hjá honum, þá er þetta hálfvitaskapur af hæstu gráðu hjá Mascherano. Mig hefur langað til að vita hvað menn halda að þeir hafi uppúr svona tuði, enda breytast dómar aldrei, sama hve mikið er tuðað.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:35

2 identicon

hehehe

Verð aðeins að pota í þig elskan þar sem mínir menn eru yfir:)

Þetta verður mjög erfitt fyrir þína menn eftir að Makkarónan aka Mascherano lét reka sig af velli fyrir tuð. Hann er ansi tæpur þessi leikmaður..

Held að mínir menn eigi bara eftir að bæta við mörkum ef eitthvað er...

Já og Gleðilega Páska hehehe

Ella Þóra (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:48

3 identicon

Þarna, í brotinu hjá Scholes á Alonso, sást ósamræmi Bennett í hnotskurn. Arbeloa fékk gult spjald fyrir það er hann togaði í Evra, þrátt fyrir það að Evra hefði bara verið að fara setja pressu á Carragher. Þal getur Arbeloa fengið spajld fyrir að stöðva efnilega sókn. Aftur á móti er vel hægt að spjalda hann fyrir peystogið eitt og sér. Ef hann gerir það þá gengur það ekki upp að sleppa Scholes þarna.

Að sama skapi þá sleppir hann Anderson við sitt spjald þegar hann togaði í Torres, þegar Torres fékk gult og Mascherano sitt seinna. Og í því tilviki, þá stöðvar hann Torres, sem að skv áhersluatriðum frá Fifa, er jafn alvarlegt og togið hjá Arbeloa.

Þetta er því en sem komið er virkilega slakur leikur hjá Bennett og þetta sem ég hef talið hér að ofan bara eitt af mörgum dæmum sem ég gæti nefnt. Ég myndi gefa ýmislegt til að komast í eftirlitsskýrsluna úr þessum leik.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Það er af því að Bennett er hálfviti, merkilegt hvað dómarar geta stundum verið miklar gungur, þetta á ekki að vera mjög flókið, dæma eins á bæði lið og vera ekki með stór eyru en lítil augu

Pétur Björn Jónsson, 23.3.2008 kl. 15:14

5 identicon

Núna er maður orðinn vel reiður. Maður er orðinn svo skuggalega þreyttur á því að vera tapandi fyrir United í leik eftir leik. Með Houllier vorum við allavega í 4 sæti og vinnandi  United en núna er við í 4. sæti tapandi fyrir United.

Og hvaða djöfulsins skiptingar eru þetta. Mér er skitsama þó að við töpum 5-0 eða 1-0, að tapa fyrir United er alltaf að tapa fyrir United kemur alltaf útá eitt. Eina skipting fyrir 80 mín er Benayoun inná fyrir Babel, næsta þar á eftir er að taka Torres útaf fyrir Riise, sem er bakvörður. Ekki heldur Benitez að Liverpool vinni leik með Kuyt einan frammi? Ég er nokkuð viss um að meira að segja Pennant muni skora áður en Kuyt skori þrennu. Hvað um átta sig á því að maður er einum færi og að reyna allavega að tapa ekki.

Og hvern andskotan á það að þýða að Ronaldo sé ekki með spjald. Þriðja dýfan í leiknum. Skil ekki þetta andskotan væl í Ferguson um að vernda Ronaldo meira, hann er einhver mest verndaði maðurinn í enska, enda virðast dómarar ekki þora að koma nálægt honum, sama hversu mikið hann hendir sér niður.´

Ég er brjálaður akkúrat núna.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Það er þess vegna sem Ferguson er stöðugt að væla útaf dómurum, ef hann gerði það ekki þá tækju þeir á þessu og spjölduðu hann í hverjum einasta leik fyrir leikaraskap

Pétur Björn Jónsson, 23.3.2008 kl. 15:21

7 identicon

þið eruð eikkað heftir greyin mín, bitrir hahahahahahahah

maggi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:45

8 identicon

Aaalltaf jafn gaman að vinna Liverpool :D:D  svo margir liverpool fans alltaf með einhvern kjaft !

Bryndís (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:41

9 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hehe, gott að sjá að það er hiti í mönnum, nokkrir punktar....

tapið var ekki dómaranum að kenna og  mascherano átti skilið að fara útaf, ég fattaði samt ekki alveg af hverju torres fékk spjald, ManU voru betri áður en mascherano fór útaf.

Það er eiginlega alltaf þannig í leikjum liver og manu að bestu leikmennirnir hverfa, gerri, torres og ronni gátu eiginlega ekki neitt, rooney var að vísu ágætur en það var held ég aðallega af því að liver virtist ekki geta varist löngum beinum boltum, spes.

gerri er nú ekki alveg á sama level-i og ronni

Pétur Björn Jónsson, 23.3.2008 kl. 20:34

10 identicon

Torres bað um að sá sem braut á honum fengi spjald. Regla sem er ekki farið mikið eftir á Englandi. Gerrard á að láta fyrirliðabandið frá sér eftir þennan leik,  ömurlegri hef ég ekki séð hann og er ég ekki einu sinni púlari

Guðjón (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:46

11 Smámynd: Ólafur Tryggvason

BWAHAHAHAHAHAHAHAH frábært að horfa á ykkur engjast um eftir þessa aumingjaframmistöðu - þið eruð að reyna skella einhverri skuld á Bennet sem stóð sig gríðarlega vel og nákvæmlega EKKERT við hans frammistöðu að athuga.

Hvað er aftur langt síðan Lúserpúl vann MAN UTD í deildinni ?

Ólafur Tryggvason, 24.3.2008 kl. 16:50

12 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Liver vann síðast deildarleik við ManU í kringum 1960 held ég, annað hvort það eða þegar eldri Neville systirin fór í blak og Danny Murphy skoraði úr aukanum, það var samt í kringum 1960 held ég.

Pétur Björn Jónsson, 25.3.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband