Nammidagur 5.7.2008

Aron er að horfa á barnaefnið hérna í Naustabryggju. Hann er heldur nefmæltur, sagði við mig um daginn í símann "Pabbi, ég er með fðnjókodnaoðnæmi" Það er heldur þreytandi kvilli að vera með en minime höndlar það vel. "1973 and here I go again" söng hann allt í einu við morgunverðarborðið áðan, er sem sagt farinn að hlusta á James Blunt og Damien Rice, algott.

Veit ekki alveg hvað vakir fyrir Rafa. Liver eru búnir að fá tvo bakverði, Degan frítt og svo var Dossena keyptur á 7 eða 8 mills, ég er ekki viss um að þeir séu góðir. Mér finnst eiginlega bakvörður þurfa að vera góður svona ef maður borgar 8 mills fyrir hann.

18 mills eru heldur í hærri kantinum fyrir Barry en kannski í lagi ef við fáum svipað fyrir Xabi, er annars einhver sem vill Voronin? skulum láta boltapoka og ársbirgðir af teipi fylgja með ef einhver er til í að taka hann.

Talandi um teip, Agger er víst kominn í lag og klár í undirbúningstímabilið.

Liver er víst á leiðinni að kaupa brassa, mér finnst samt einhvern veginn eins og Liver vanti meira en tvo nobody-bakverði og brasilískan markmann.

Er að fara með minime í Bása á eftir, ætlum síðan að sjá Kollu stökkva útúr flugvél. Viðar er að opna málverkasýningu kl 3 sem við minime ætlum síðan á.

Ég er með 31.2 í forgjöf, er búinn að ná 2 fuglum á síðustu vikunni og ætla að keppa í 4. flokki á meistaramóti GR eftir rúma viku.

Best að enda þetta á Blunt, 1973.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mátti til með að skella þessum inn.. Bara fyrir þig elsku bró..

Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. „Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína,' hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.
„Ég er enginn ræningi,' urraði maðurinn hneykslaður. „Ég er nauðgari!'
„Guði sé lof,' sagði Sigfús og andaði léttar. „Þrúða mín, þetta er til þín!'

Kolla (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:14

2 identicon

Hvernig er það annars, á ekki að fara að auglýsa fantasy premier league og setja jafnvel upp deild. Átt harma að hefna.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband