Kosningar

á laugardag og ég er búinn að velta því fyrir mér um hvað við eigum að kjósa. Hvað þá hverja við eigum að kjósa. Hef orðið vonsvikinn, pirraður, vonlítill, reiður, fúll, dapur, brjálaður, yfirvegaður og umfram allt hugsi.

Komst að því að kosningarnar snúast fyrir mig bara um tvennt, að sótt verði um aðild að ESB og þjóðin fái síðan að ákveða hvort við við förum síðan þangað inn. Hitt er að einhverjar alvöru aðgerðir hefjist strax til að hjálpa heimilinum.

Þetta rugl með greiðsluaðlögun, einstaklingsbundnar aðgerðir og slíkt er ekki nærri því nóg. Landið verður farið endanlega í rugl ef ekkert drastískt er gert á næstu mánuðum.

Sú stjórn sem nú situr lofaði slatta en gerði lítið, var reyndar ánægður með að þau losuðu okkur við Davíð úr Seðlabankanum, það var löngu tímabært. Úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar var fínt útspil en þessi skjaldborg um heimilin varð ekkert meira en tjaldborg eins og einhverjir ágætir gárungar sögðu.

Sjálfstæðisflokkurinn kom ekki til greina, ekki síst eftir þetta rugl með Geir, Guðlaug og styrkina. Hefði sennilega ekki kosið þá hvort eð er. Vintri grænir vilja ekki ESB og ekki hafa þeir komið með neinar aðgerðir til að forða heimilum frá gjaldþrotum.

Endaði því á að gleðja Ellu Þóru vinkonu mína rétt áðan, sagði henni að eini flokkurinn sem ætlar að sækja um aðild að ESB og láta þjóðina kjósa um það ásamt því að koma með einhverja leið til að redda heimilunum fái mitt atkvæði. Ætla að kjósa Framsókn, x-b sem sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Held að það sé sjálfsmark að kjósa X-B...

Við verðum að hafa það í huga að þeir 2 flokkar sem nú stjórna landinu hafa aðeins haft um 2 mánuði til þess og ekki haft mikinn vinnufrið fyrir skemmdarstarfssemi  Sjálfstæðisflokksins... samt hafa þeir gert miklu meira enn fyrr stjórn... hef túr á að Jóhanna komu okkur út úr krísunni...

Brattur, 20.4.2009 kl. 22:27

2 identicon

Mitt stóra framsóknarhjarta var einstaklega ánægt að heyra þetta áðan frá þér Pétur.

Brattur þeir hafa haft 2 mánuði til að koma með einhverjar tillögur. Því miður fyrir okkur landsmenn hefur núverandi ríkisstjórn ekki komið með neitt nema plástra en engar lausnir.

Ella (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Vona að það sé rétt hjá þér, þ.e. að Jóhann komi okkur útúr krísunni. Samfylking verður í stjórn og hún þarf að leiða stjórnina. Það verður hins vegar að koma með eitthvað raunverulegt fyrir heimili landsins og Framsókn eru þeir einu sem hafa komið með eitthvað, win by default næstum því

Pétur Björn Jónsson, 20.4.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Brattur

Það er allavega allt betra en Sjálfstæðisflokkurinn...

Brattur, 20.4.2009 kl. 22:35

5 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

það má vel útfæra þessi 20% þannig að það sé þak á upphæðum Ægir, ef einhver betri tillaga væri komin fram þá væri ég hugsanlega á leið að kjósa eitthvað annað. Við fljótum sofandi að feigðarósi eins og staðan er í dag, það er ekki ásættanlegt fyrir mína parta, endaði því einhvern veginn í x-b

Pétur Björn Jónsson, 20.4.2009 kl. 22:49

6 identicon

Hah, þannig að þú ætlar að kjósa flokkin sem lofar alltaf öllu en gerir svo ekkert annað en að hlýða hinum flokknum sem hann er með í stjórn í einu og öllu. Ég gef allavega lítið fyrir loforð hans, og annarra flokka.

Nema þú sért að hugsa þetta sem skársta kostin af mörgum slæmum.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:18

7 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

rétt hugsað dómari :)

Pétur Björn Jónsson, 20.4.2009 kl. 23:23

8 identicon

Sammála... búin að mindfokka með þetta í margar vikur, þetta er eina í stöðunni, x-B... því miður

Dagmar (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:42

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Framherji góður!

Svo öllu sé nú til skila haldið, þá er þessi Framsóknarútgáfa af 20% niðurfellingunni í raun ekkert þeirra,heldur nánast afritun af hugmynd eins manns held ég í þessum samtökum um Hagsmuni heimilanna. Marinó heitir hann minnir mig og er ekki svo ég viti í B!

Þetta sem þú svo lýsir með ESB ferlið, er nú í raun það sem Samfó vill, en bara eins og flest eða með allt hjá B, opið í báða enda!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.4.2009 kl. 00:42

10 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

mgg, góður punktur með Marínó, vissi reyndar að hugmyndin kom allavega að hluta til frá hh, þaðer þá fínt að einhver flokkur greip þessa hugmynd og tileinkaði sér hana. samfó var hinn flokkurinn sem kom til greina en þau hafa enga stefnu til að redda heimilum landsins þannig að framsókn vinnur.

Pétur Björn Jónsson, 21.4.2009 kl. 09:09

11 identicon

en ef ég redda þér FL Group styrk - ertu þá tilbúinn að kjósa D ???

Pókerdude (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:46

12 identicon

Sæll vinur!

Ef kosningarnar snúast fyrir þig aðallega um að sótt verði um aðild að ESB þá finnst mér "já, já/nei, kannski, nei stefna" XB ekki alveg vera málið... þeir eiga eftir að spá í að fara í aðildarviðræður næstu 50 árin. Manstu hverjir voru við völd 1995-2007 og komu okkur meðal annarra í þessa stöðu? Í heil 12 ár!! Lofuðu t.d. 90% lánum fyrir kosningarnar 2003 - koma svo nú með einhverja svipaða gagnslausa brellu.  Það eru kröfuhafar á bakvið allar skuldir og hvernig á að borga þessa 20% niðurfellingu?? Væntanlega með sköttum, skertum lífeyrisréttindum og/eða lægri launum, þá fá þeir væntanlega að borga jafn mikið sem alls ekki eiga það skilið, þ.e. þeir sem ekki tóku þátt í sukkinu og skulda ekkert!! Mín skoðun er að þessi hugmynd þeirra (sem þeir n.b. munu aldrei ná fram með öðrum flokki) muni skila þjóðinni enn meiri vandræðum eins og svo oft áður hjá blessuðum Framsóknarflokknum. Þeir verða að fara að átta sig á að það þarf að borga líka lánin og skuldirnar hverfa bara ekki, af hverju fella þeir þá ekki bara niður 50% af skuldunum?? Alltof dýr aðgerð og bitnar á þeim sem síst skyldi.

Mæli með að þú skoðir stefnu Borgarahreyfingarinnar, þeir eru á svipuðum nótum en þó aðeins raunsærri en Framsókn...

X-P?, X-B?, eða bara X-PBJ ;)

Bóndinn í Glaðheimum (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:42

13 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

sæll vinur minn

er búinn að skoða borgarahreyfinguna, þráinn býr til skemmtilegar bíómyndir sem skemmir ekki fyrir víst hann er í mínu kjördæmi. Er hvorki búinn að gleyma því hverjir voru í stjórn 95-07 né því að þetta eru mögulega sömu jólasveinarnir og voru í flokknum áður. x-o eru ekki með skýr svör við því hvenær þeir ætla að sækja um aðild að esb, það fyrir mér er atriði nr 1, hugmyndir þeirra um aðgerðir til að bjarga heimilinum eru góðar, í raun ekki síðri en tillögur framsóknar. d/v/s koma ekki til greina þar sem þau hafa ekki einu sinni nennt að setja fram tillögur til að redda heimilum, það myndi í raun þýða að fasteignamarkaður hrynur endanlega. er reyndar alls ekki viss um að x-o komist yfir höfuð á þing en mín vegna mega þau gjarnan komast að. Mig langar ekki neitt að kjósa framsókn en finnst það vera eini kosturinn sem meikar eitthvað sens.

x-dfi væri gæfulegasti valkosturinn en hann er víst ekki í boði :)

Pétur Björn Jónsson, 22.4.2009 kl. 18:12

14 identicon

...Borgarahreyfingin er víst X-O    var greinilega ekki búinn að kynna mér þann flokk betur en svo!  Enda tel ég einu drastísku leiðina í íslenskum stjórnmálum í dag að hunskast þráðbeint inní Evrópusambandið til að fá hér nothæfan gjaldmiðil, lægri vexti og afnám verðtryggingar, svo fátt eitt sé nefnt

Bóndinn í Glaðheimum (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:13

15 identicon

sælir gamli,

Sem fyrrum skaksnillingur ertu alltof greindur til að kjósa flokkinn sem stal búbbanum og gerði finn ingolfs að billjóner ásamt því að koma 90%lánum af stað sem ruglaði öllum fasteignamarkaðnum hérna um ókomna framtíð.

 borgarahreyfingin væri þá betri enda veit ég sjálfur ekki hvað skal kjósa satt að segja...

pokerdude (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband