Góð helgi

Fór með MiniMe á fótboltamót um helgina. Landsbankamót Aftureldingar. Vonaðist til að sjá markmann meistaraflokks þar en kjúklingurinn sá var veikur heima. Spilaðir 5 leikir sem unnust allir. Aron Freyr skoraði 2 mörk og tilkynnti eftir mótið að hann hefði verið bestur, hógvær eins og pabbinn. Fórum síðan á Valur-Cork um kvöldið. Valur tapaði 2-0 og Kjartan vinur minn átti ekki sinn besta leik, hann er hins vegar mikið karlmenni og rífur sig eldsnöggt uppúr því. Gleymi annars seint leiknum í Póllandi þegar við slógum Pogon út, get varla ímyndað mér að markmaður geti spilað betur en Kjartan í þeim leik. Hann er jafnframt einn skemmtilegasti bloggari sem ég veit um, verst að kúrbítssíðan hans er í pásu.

Leikurinn var annars ekki búinn fyrr en að verða 10 og MiniMe var orðinn þreyttur eftir langan dag. Ekki sáttur við úrslitin heldur þannig að hann kvaddi Laugardalsvöll með tárin í augunum, þó viss um að Valur gæti alveg unnið 3-0 á Írlandi.

Vöknuðum snemma Gasp á sunnudagsmorgun og ræddum saman um fótbolta til hádegis. Fórum þá í heimsókn til langafa og langömmu, honum fannst það ekki slæmt enda þar komið nýtt fólk sem hægt var að segja frá fótboltamótinu. Fótboltanámskeið hjá Víkingi beið á mánudagsmorgun þannig að hann sofnaði á skikkanlegum tíma hjá afa og ömmu, ég var að vinna.

Vikuplanið er annars undirlagt í prófanir, verð að vona að Murphygengið finni ekki fleiri villur, prufukeyrslan þarf að ganga vel þessa vikuna til að við getum byrjað af krafti eftir helgi.

Stórmót nr. 2 hjá Vodagolf á miðvikudag í Þorlákshöfn, nokkuð viss um að ég vinni það, smá möguleiki á að Sir Makan vinni með nýja drævernum en Finnur á allavega ekki séns.

Ég myndi halda áfram með Traveler ef niðurhal væri löglegt en klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag

(When footballers still had long hair and dirt across the face er sennilega uppáhalds popplínan mín)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband