Golfmót nr. 2

Stórmót í Vodagolfi í Þorlákshöfn í kvöld. Við Finnur fórum í Mosó í gær og spiluðum. Frábært veður nema 300 vindstig. Gekk frábærlega nema með öllu öðru en dræver. Reynar ágætis hreyfing í þessu, sérstaklega þegar maður gengur allar brautir þvers og kruss, 300 metra braut er svona 500 metra labb.

Kaddíinn er klár í kvöld. Afar mikilvægt enda á leikmaður í mínum gæðaflokki ekki að þurfa að bera kylfurnar sjálfur. Það er álíka fáránlegt og ef ég hefði þurft að bursta fótboltaskóna sjálfur. Þarf nú bara að klára þetta og sannfæra einhvern um að þvo og taka til hjá mér. Ætli það standi til að vera með mánaðarleg Allt í drasli innlit? Svona hvar eru þeir nú?

Kveð ykkur að sinni með languppáhaldsIdolsöngkonunni minni.

Paris í morgunsárið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pétur minn gamli vinur, "hreyfingin" í golfi felst í því að bera kylfurnar af því að það er það eina sem menn reyna hugsanlega eitthvað á sig við. Þannig að ég mæli með því að þú sjáir um þá hreyfingu sjálfur

En annars vona ég að þér gangi nú vel

Kv. Birna sem finnst golf vera hreyfing fyrir aldraða

Birna Kristín (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband