Stórmót ÍR

er í fyrramálið, Minime er óvænt að fara að keppa með 7.flokki á móti hjá ÍR í fyrramálið, það ætti að verða skemmtilegt þó varla sé hann tilbúinn að keppa flokk upp fyrir sig ennþá. Eftir það tekur meiri fótbolti við, horfum á 2-3 leiki á morgun og 3 á sunnudaginn. Stórleikurinn er eðlilega Liver-Chelski, Terry með þannig að Crouch verður hvíldur, ágætt að sjá Kuyt og Torres saman aftur. Held að þetta fari 4-1 fyrir Liver og Torres skori 4, það myndi reyndar henta vel fyrir draumaliðið mitt líka.

Litli maðurinn var dáldið spenntur áðan og tilkynnti rúmlega 7 að hann ætlaði að fara að sofa til að vera vel undirbúinn fyrir mótið, sýndi mér síðan 3 trix sem hann ætlar að taka á morgun. Klukkan er núna að verða hálf níu og hann er reyndar við það að sofna, ætti að verða skemmtilegur dagur allavega á morgun.

Friends eru í sjónvarpinu, svo mikil snilld. Kominn tími til að sækja þá aftur, líklega komin þrjú ár síðan ég horfði á þá síðast. Bara svo að það sé á hreinu þá er gæðaröð karakteranna eftirfarandi: Joey, Phoebe, Chandler, Monica og Rachel. Ross er svo dáldið langt á eftir.

Ef heppnin er með okkur þá losnum við leikina hjá Gaupa/Arnari/Þorsteini á morgun. Sé til hvað ég tek margar leikjadagbækur fyrir Jón, yfir/undir á það núna er 2,5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband