Vegna fjölda áskorana er ég ekki byrjaður

á Seinfeld ennþá. Eins og sést á kommentunum þá er að verða fullbókað í Seinfeld um helgina, gæti verið eitt laust pláss þannig að það fer hver að verða síðastur að eyða helgi í að horfa á allt of mikið TV. Ef niðurhal væri löglegt þá hefði ég verið að ná í Earl, þátt 2 af Californication og mynd sem heitir School for Scoundrels með Billy Bob Thornton. Ég væri þá búinn að horfa á þættina og væri að horfa á þessa mynd í þessum skrifuðu orðum. Mikil tímaeyðsla enda ekkert að gerast í henni, snilld því þá breytir litlu þó ég missi af slatta við að skrifa þetta.

Maja vinkona mín er að fara á Bifröst og það án þess að heimsækja mig, dapurt verð ég að segja. Sérstaklega þar sem að allt stefnir í að ég verði ekki með henni um áramótin, höfum nefnilega unnið saman síðustu 3 áramót, good times. Fjóla vinkona okkar beggja er síðan flutt á varnarliðssvæðið, ágætt að það er hægt að senda henni tölvupósta til yfirlestrar en ég á eftir að sakna hennar úr tímum, þó hún hafi skrópað ótrúlega oft síðasta vetur.

Minime byrjar í skólanum á morgun. Hörðuvallaskóli heitir nýi skólinn hans og mér líst afar vel á hann. Skólastjórinn er klár náungi og stefna skólans áhugaverð.

Best að kveðja að þessu sinni með Eminem, þeim mikla snillingi.

Stan, Lose Yourself, Toy Soldiers, Mosh og Mockingbird


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta verða skrýtin áramót... en ég þarf allavega ekki að horfa á fokkinn one night in may. sem ég þurfti svo að horfa á meiraðsegja aftur (hvað er það)

þú verður eiginlega að taka bara úttekt úr hverjum þætti um helgina og henda hérna inná svo maður geti lesið á meðan maður tekur uppúr kössunum og svona. :D 

majae (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband