Klapp klapp

fyrir 3 stigum í leik þar sem við vorum varla betri aðilinn

Klapp klapp fyrir frammistöðu Ragnars Sigurðssonar. Sterkur, fljótur og góður ungur hafsent, maður leiksins að mínu mati.

Klapp klapp fyrir áhorfendum sem létu ágætlega í sér heyra, það er gaman að landsleikjum og gaman að láta aðeins í sér heyra

Klapp klapp fyrir skiptingunum þegar þær loksins komu, mér fannst reyndar bæði Ólafur Ingi og sérstaklega Ásgeir Gunnar koma allt of seint inná en þetta reddaðist fyrir horn. Sérstaklega hefði Eyjólfur átt að bjarga Kára miklu fyrr, þetta var einn af þessum dögum hjá honum, einföldustu sendingar klikkuðu og honum leið held ég ekki vel þarna inná í seinni hálfleik. Í raun ekki við hann að sakast, það hafa allir fótboltamenn átt leiki þar sem það er eins og að maður sé að spila með plastbolta, hann fer einfaldlega ekki þangað sem maður vill að hann fari.

Klapp klapp var reyndar ákveðið vandamál eftir að Eiður kom inná, ekki að hann væri að klappa boltanum en Gunnar Heiðar og sérstaklega Emil klöppuðu boltanum of mikið þegar Eiður var að hlaupa í eyður. Þgar þeir gáfu boltann þá var það yfirleitt í vitlausu tempói, einu klapp of seint.

Klapp klapp fyrir dómara sem leyfði leiknum að ganga þegar senterar og hafsentar voru að fara í skallabolta, yfirleitt fá dómarar þá furðulegu hugmynd að dæma á það þegar menn eru að kljást aðeins um skallabolta úti á velli og dæma þá gjarnan til skiptis á hafsenta og sentera.

Klapp klapp fyrir íslensku landsliði sem hélt áfram að hlaupa og berjast þrátt fyrir að þeim gengi í raun ekki sérlega vel að byggja upp spil. Kristján er alltaf fínn í svona leiki, hann tæklar.

Klapp klapp fyrir 4 stigum í 2 leikjum sem ég hef séð með fyrrum landsliðsfyrirliða Jóni Péturssyni og verðandi leikmanni Barcelona, Aroni Frey


mbl.is Ísland sigraði Norður-Írland 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KLAPP KLAPP

Karl (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 00:20

2 identicon

Klapp fyrir þér.

En ég verð nú að segja að mér fannst dómarinn nú ekkert upp á marga fiska. en hann var nú samt næst bestur á vellinum fyrir utan Keith Gillespie sem fær MoM hjá í mínum bókum.

Hjörtur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband