Nóvember smóvember

Plebbamánuður.

Dáldið eins og annar hringurinn í golfmóti eða umferð 7-10 á Íslandsmótinu í fótbolta. Það gerist lítið sem ekkert en samt er einhvern vegin slatti sem maður þarf að gera. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé jafn slæmt og febrúar eða mánudagur en samt.

Nóvember er dáldið eins og þriðja prófið af tíu eða eins og að eiga fjóra tíma eftir af niðurhali en vita að maður þurfi að fara að sofa eftir tvo, þ.e ef niðurhal væri löglegt.

Í þessum mánuði er samt reunion þrjár helgar í röð hjá mér. Grunnskólinn var um síðustu helgi, kennó næstu og Menntaskólinn þar á eftir, ég ætla reyndar bara á eitt þeirra en skondið að þetta hitti á þrjár helgar í röð.

Nóvember er dáldið eins og sunnudagur í útilegu, helgina fyrir versló.

Desember er hins vegar snilld, skemmtilegasti mánuður ársins, allt á iði og fólk virðist vera stressað en er miklu frekar spennt. Desember verður væntanlega skemmtilegur hjá mér, allavega ýmislegt á dagskránni sem gæti orðið afar skemmtilegt, nú er bara að hanga og bíða á meðan þessi blessaði nóvember klárast.

Nóvember er hörmulegur mánuður fyrir skólafólk, endalaust af verkefnum sem allt í einu eru alveg að komast á deadline en samt ekki nægilega langt komin til að maður sjái endann. Eina  leiðin í gegnum hann er sennilega bara loka sig inni og rumpa því af sem maður veit að þarf að klára. Ekki sérlega skemmtilegt en óhjákvæmilegt.

Desember er framundan, það er fínasta gulrót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband