Hrollvekjudagbók 14.11.2007

Best að taka til við toppmyndirnar, eins og glöggir lesendur síðunnar(lesist:áttmenningarnir, yfirleitt kallaðir G8) vita þá sleppi ég Shining að þessu sinni en tek inn Poltergeist sem varamynd, eftir meðmæli frá hrollvekjuMaju.

17.27 Poltergeist fyrst, ekkert blogg á meðan myndinni stendur en eðlilega komment að henni lokinni, búið að slökkva ljósin, here we go

19.27 Þetta var dáldið hressandi, fannst myndin alveg þokkaleg framan af en síðasti hálftíminn var frekar góður, held svei mér þá að hún fari á toppinn, þetta var allavega fyrsta skiptið sem mér brá eitthvað af viti. 1.Poltergeist 2.Omen 3.Texas Chainsaw 4.Hostel 5.Nightmare on Elm Street 6.Ringu 7.Hellraiser 35.It

19.30 Tvær eftir, reyndar bíða Denny Crane og Alan Shore eftir mér, miðvikudagur skiljiði en best að sýna aga for once og taka til við Halloween, Michael Myers og Jamie Lee Curtis, sem vel á minnst er eitt fyrsta milfið sem ég man eftir frá því að ég var yngri

19.50 Tafðist aðeins, er að byrja á Halloween. by the way, hvenær ætli nýjasta tölublað Vikunnar komi út

21.48 allt að gerast, Halloween var eiginlega betri en poltergeist þrátt fyrir að það hafi farið dáldið í taugarnar á mér hvað Jamie Lee var mikið majones við að ganga frá bróður sínum. Engu að síður þá var þessi mynd í gangi allan tímann, það var lítið um óþarfa stöff. Besta myndin so far og Exorcist eftir, ekki slæmt það.

Staðan að loknum níu myndum af tíu er því 1.Halloween 2.Poltergeist 3.Omen 4.Texas Chainsaw Massacre 5.Hostel 6.Nightmare on Elm Street 7.Ringu 8.Hellraiser og að lokum 36.It

Best að byrja á The Exorcist stundvíslega klukkan tíu, það er happa, komment um Exorcist og almennar pælingar um þessa þrjá daga þá einhvern tímann rétt eftir tólf, until then

00.27 Búinn með þessar tíu myndir. Exorcist bar af, reyndar verð ég að segja að mér fannst hún virkilega góð. Maja, minntu mig á næst þegar við tökum saman áramótavakt að þá getum við horft á hrollvekjur allan tímann, skulum segja að ég sé kominn á bragðið.

Þessar myndir voru dáldið mikið misjafnar, frá því að vera mjög góðar eða góðar(Exorcist,Poltergeist,Omen,Halloween, Texas Chainsaw Massacre) í það að vera alveg þokkalegar (Hostel,Nightmare on Elm Street,Ringu) í það að vera hálf daprar(Hellraiser) niður í það að fara í taugarnar á mér(It). Ef til vill eðlilegt þar sem að þetta eru myndir sem gerðar voru á mismunandi tímum.

En þar sem tilefni þessa áhorfs var að skoða tíu bestu hrollvekjur allra tíma þá þarf ég að skila af mér sambærilegum lista. Ég velti þessu dáldið fyrir mér og breytti örlítið út frá fyrri upptalningu minni. Án þess að pæla neitt í því hvort þetta séu í raun allt hrollvekjur eða hvort einhverjar myndir hafa vantað á þennan lista þá er listinn eftirfarandi(ég má nota Poltergeist af því að Maja sagði að hún ætti að vera á listanum)

1.Exorcist

2.Shining

3.Omen

4.Texas Chainsaw Massacre

5.Halloween

6.Poltergeist

7.Hostel

8.Nightmare on Elm Street

9.Ringu

10. Hellraiser

af lista:It

Þrátt fyrir að hafa horft á 10 hrollvekjur á þremur dögum þá held ég mig ekki hafa borið neinn sérstakan skaða af, var reyndar að pæla í því á mánudaginn af hverju ég ætlaði að gera þetta, leist eiginlega ekki á þetta enda hingað til verið lítið fyrir hrollvekjur, þetta var hins vegar alveg ágætt.

Þar sem að ég hef ekki gert neitt í skólaverkefninu mínu sem á að skila kl þrjú á morgun að þá er best að hætta að blogga.....

og fara að horfa á Denny Crane og Alan Shore


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband