Ef niðurhal væri löglegt

hefði verið fínt að geta nýtt sér þetta Smile Sjáum til með það ef síðan verður opnuð aftur. Kannski að maður skoði hana þá.

Ætli fólki finnist vera munur á því að sækja erlent efni eða innlent?

Ætli þessar síður geti talist eins og útvarp, þ.e. hvort að síðunni beri að greiða stefgjöld í samræmi við það efni sem sótt er á þær?

Verður allavega spennandi að fylgjast með þessu. Skulum vona, þeirra vegna, að smáís og þessi samtök hafi þokkalega sterkt mál í höndunum því ef þessi Svavar verður sýknaður þá er hætt við því að þetta aukist, getum allavega átt von á fleiri sambærilegum síðum í skjóli dómsúrskurðar um að þetta sé í lagi. Þangað til er sennilega bara að bíða og sjá.

Veit ekki betur en að svipað mál hafi verið tekið fyrir í Svíþjóð vegna PirateBay síðunnar. Þar var reyndar eitthvað gert upptækt, sagan segir að það hafi verið eftir þrýsting bandarískra yfirvalda, en síðan hafi viðkomandi aðilar verið sýknaðir.

Smáís og co ættu kannski að fá Þorgrím Þráinsson sem svona lobbyista, allavega fór hann hamförum í tóbaksvarnarráði á sínum tíma og tókst að fá snus og ákveðnar gerðir neftóbaks bannað á meðan hið svokallað íslenska neftóbak er ennþá leyft. Veit reyndar ekki hvar þetta íslenska neftóbak er ræktað en það skiptir ekki öllu. Ætli það geti tengst því að það voru helst gamlir menn sem notuðu þetta íslenska neftóbak? Allavega, Togga í smáís, það verður allavega skemmtilegt, verst að þá hefur hann kannski ekki tíma til að skrifa sjálfstætt framhald á Tár, Bros og Takkaskór eða svona sjálfs(konu)hjálparbækur eins og hann er víst að gefa út núna.

Veit annars einhver hvort plötusala, þá meina ég að meðtöldu stöffi sem selt er í gegnum netið, hefur dregist saman? En aðsókn á tónleika eða hljómsveitaböll? Ef einhver veit það þá eru ábendingar vel þegnar.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ákveðinn, eh.. dónaskapur að lögsækja eða hóta lögsóknum á viðskiptavini sína.  Sumir taka því illa, t.d. margir í bandaríkjunum sem hreinlega sneiða fram hjá tónlist sem markaðsett er af merkjum sem eru í RIIA, sjá þessa síðu

álkjóinn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:46

2 identicon

Það sem mér finnst heimskulegast við þetta allt saman er að það skiptir engu máli hvað þessir blessaðir SMÁís menn gera því að það koma alltaf nýjar leiðir til að sækja efni. Þess til stuðnings má segja að Napster hafi verið uppisprettan á öllum þessum niðurhalssíðum. Eftir að gaurinn sem var með það forrit var handtekinn og því forriti lokað, þá spruttu upp ýmiskonar niðurhalsforrit t.d. Dc++, Limewire, Torrent og hellingur af öðrum niðurhalsforritum.

Einu sem þetta breytir þessa stundina er að þeir sem ná vanalega í erlenda þætti og kvikmyndir af torrent.is fara núna á erlendar torrentsíður og þurfa að ná í þætti og bíómyndir tímabundið þaðan. Gallinn í erlenda downloadinu er sá að hraðinn er miklu minni en t.d. af torrent.is svo maður spyr sig hreinlega hvað þessir blessaðir SMÁís kallar græða á að loka þessari síðu. Ég skil vel að þeir vilji banna innlent efnið. Af hverju fóru þeir ekki bara hálfa leið á móts við torrent.is og láta torrent menn bara banna íslenska efni. Því að allir vita að það er hægt að ná í erlenda efnið annarstaðar frá nema á hægari hraða. Svo að þetta er bara mjög heimskulegt hjá þessum SMÁís köllum.

Mér finnst að þessir SMÁís menn þurfi aðins að líta á þetta með réttu ljósi og sjá að það er enginn gróði í að láta loka þessari síðu alveg. Mesti gróðinn í þessu er að banna íslenskt efni. Ég skil vel að íslenskir artistar og sjónvarpsmenn vilji ekki dreifigu á sínum lögum og þáttum.

Niðurhal löglegt eða ekki löglegt? Ég meina það breytir nákvæmlega engu máli því þetta verður alltaf hægt. Það er bara þannig.

Gaur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:54

3 identicon

hmm ..heimskulegt er athyglisvert í þessu ljósi. 


Staðan er bara sú að í  nýlegri erlendri dómaframkvæmd hefur komið fram að  forráðamenn sem eru með síður eins og torrent.is eru því miður sekir. 

 Smaís menn eru held ég ekkert að vinna á móti fjöldanum og finnst mér heldur betur einkennilegt að kalla þá fasista og annað slíkt þar sem þeir eru ekki að gera neitt nema vinna vinnuna sína - sem er jú að verja höfundarvarið efni. 


Annars skal ég koma með betri rök fyrir máli mínu eftir missó sem svo skemmtilega vill til að fjallar akkúrat um þetta mál.

 Mér finnst einkennilegt að Gaur segji að hann skilji ekki afhverju er verið að berjast á móti þessu þar sem upp komi alltaf ný og ný forrit til að downloada eða græja efni af netinu sem er ólöglegt - þetta er eins og að segja að baráttan á móti fíkniefnum er óþörf.. það koma alltaf upp nýjir og nýjir dílerara ... sem er bara kjánalegt og ef ég væri listamaður - hljómlistamaður eða hvað það væri - væri ég mjög sátt við það sem smáís, stef og fleiri eru að gera akkúrat núna því klárlega verða listamenn af tekjum þegar uppi er staðið. 

majae (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:29

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

er sammála því að smáís beri að gera þetta, reyndar hissa á því að það hafi ekki gerst fyrr. veit hins vegar ekki alveg hvað þeir ætla að sækja til ístorrent gauksins, e.t.v hluta af tekjum. skiptir kannski ekki máli, pointið er væntanlega að fá það staðfest að þetta sé bannað.

verður reyndar fróðlegt að sjá hvað gert er gagnvart almennum notendum, torrent felur jú í sér að viðkomandi deilir á meðan hann er að sækja.

það verður gaman að sjá útdrátt úr missó, reikna með að þar verðið þið búin að safna saman helstu rökumí þessu.

Það er reyndar síðan allt önnur pæling hvers vegna verið er að selja diska yfir höfuð, Mark Cuban skrifar dáldið um þetta hér og síðan tveimur árum seinna, hugsanlega vænlegra að selja þetta allt á netinu

ég held samt ennþá að þeir eigi að fá þorgrím þráinsson með sér í baráttuna.

Pétur Björn Jónsson, 19.11.2007 kl. 21:00

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Ætli þessar síður geti talist eins og útvarp, þ.e. hvort að síðunni beri að greiða stefgjöld í samræmi við það efni sem sótt er á þær?"

Þetta er vandamálið. Notendur sækja ekkert efni á síðuna. Þeir ná í skrá sem segir tölvunni hvar umrætt efni er og þessar skrár eru ekki ólöglegar, eftir því sem ég best veit. 

Villi Asgeirsson, 20.11.2007 kl. 08:58

6 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

ég veit að þeir geyma ekki efnið á sínum vélum en engu að síður er þeim kunnugt um það efni sem þeir eru að miðla, þeir mæla notkun hvers notanda og vista upplýsingar um hvaða skrár viðkomandi sækir, ég veit ekki hvort þeir eru sekir og þá um hvað en þeir eru allavega ekki blásaklausir

Pétur Björn Jónsson, 20.11.2007 kl. 10:36

7 identicon

já en þar kemur inn þessi hressilegi hlutur sem kallast hlutdeildarábyrgð - þeir vita að það er verið að brjóta lög með að gera efnið aðgengilegt.

En ja - geri mér grein fyrir að þeir sækja ekki á síðunar - en þið hljótið að vita hvað ég meina ...  

majae (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:57

8 identicon

majae: Getur þú fært einhverjar sönnur á að "þeir" hafi vitað að það hafi verið að brjóta lög í gegnum síðuna?

Sigurður (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:42

9 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hahaha, færa sönnur á! er hægt að brosa upphátt? ég hló ekki en glotti slatta þegar ég sá þetta

Skondið komment, það þarf enginn að segja manni að þeir viti ekki að efni varið höfundarrétti fari í gegnum síðuna þeirra. Það er klárlega ekki afsökun að segjast ekkert vita um þetta. Þeir vita hvaða efni fer þarna í gegn, öðruvísi gætu þeir ekki verið með leitarvél. Ég er reyndar hundfúll að síðunni hafi verið lokað, ööhh mér skilst að það hafi verið afar þægilegt að nota síðuna og að hún hafi verið tiltölulega notendavæn.

Ég veit reyndar ekki hver viðurlögin eru við þessu, ef einhver. Mistökin voru klárlega að ætla að fara að hafa tekjur af þessu. Með því er þeir að verðleggja þjónustuna og verðlagninguna er hægt að nota við að ákveða refsingu. Þeir hefðu væntanlega sloppið með það að loka síðunni og rassskell ef þeir hefðu bara haldið sig við að miðla þessu frítt.

Reyndar hefði örugglega enginn mótmælt því ef þeir hefðu bara fengið inn tekjur til að ráða upplýsingafulltrúa fyrir sig, held að ég hafi aldrei séð neinn koma jafn skelfilega út í fjölmiðlum og aðal gaukinn þarna, Ómar vinur minn sagði að hann dansaði við Downs, ég ætla að segja sem minnst um það

Pétur Björn Jónsson, 21.11.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband