Ef niðurhal væri löglegt

væri ég heima að horfa á Lions for lambs. Heill haugur af stórleikurum í þessari mynd. Ég hefði sem sagt nýtt áramótatímann í að ná í þessa mynd og no country for old men og tek hana eftir lions for lambs.

Áramótin voru afar góð, eins og landsmenn vita þá kom skyndilega logn í cirka klukkutíma um hálf tólf. Við rukum þá út með flugeldana og skemmtum okkur konunglega. Minime leiddist það ekki mikið og reyndar ekki mér heldur. Fyrr á gamlársdag horfðum við saman á Karate Kid, snilldarmynd sem Aron Freyr hafði afar gaman af. Hann eyddi síðan stórum hluta dagsins í að æfa bóna bíl, pússa gólf, mála grindverk og hús æfingar, kranasparkið var erfiðara en það kemur með æfingunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband