Ég tapaði

fyrir 6 ára syni mínum í keilu í gær, 112-101. Það er dáldið spes af því að ég var ekki að reyna að tapa. Æfingabúðir framundan líklega. Fæ jafnvel að hafa minime aðeins lengur þessa helgina, Rakel veðurteppt á Akureyri þannig að ég fer með hann í skólann á morgun.

Skemmtileg vinnuvika framundan, förum væntanlega langt með að klára undirbúning vegna sumarsins.

Er að melta það hvort ég eigi að fara á Bifröst næstu helgi, þægilegt að vera þar og við Jón Bjarni finnum okkur yfirleitt eitthvað til dundurs, Maja er líka stöðugt að suða í mér að koma oftar í heimsókn Halo, sjáum hvað gerist.

Það var einhvers konar heilsumæling í vinnunni um daginn, ég man ekki allar tölurnar nákvæmlega en þær voru einhvern veginn svona, 99,9 kg, 22,5% fituhlutfall, 96 cm ummál, 4,38 í kólesteról og 120/80 í blóðþrýsting.

Þeir sem þekkja mig vita að mér er nokk sama um þetta en forvitnilegt engu að síður í ljósi þess að ég er orðinn þremur árum eldri en jesú, hef allavega aldrei farið í blóðþrýstings- og kólesterólælingu áður. Það er víst einhvers konar efturfylgni í maí, setja meira inn þá.

Vantaði reyndar hæðarmælingu í þetta, ég hef ekki mælt það almennilega síðan ég var 187,5 cm á lögreglustöðinni í reykjavík. Það var 2001 ef ég man rétt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband