Golfsumarið

búið. Endaði með 21.1 í forgjöf eftir að hafa byrjað með 36. Það er svona þokkalegasti árangur en ég ætlaði að reyna ða komast í 20. 

Ég skráði alla hringi sumarsins sem hægt var að skrá, endaði með 47 hringi, meðal punktafjöldi var 32.23 sem þýðir að ég lækka væntanlega eitthvað aðeins þegar forgjöfin er endurskoðuð í vor. Er í 1523 sæti í forgjafarröð klúbbsins.

6 fuglar, sá fyrsti á níundu í Grafarholti. 85 pör og 201 skolli. Stefnan þá eðlilega sett á örn á næsta ári, það verður líklega að gerast með holu í höggi eða á 7 eða 11 á Korpu, 4 eða 12 í Grafarholti.

Ætla annars að reyna að komast í annan flokk á næsta ári, það er dáldið langt í það, mörkin liggja í 14.5 í forgjöf, líklega best að reyna þá að æfa eitthvað í vetur :)

Skemmtilegasti og líklega furðulegasti hringurinn var líklega síðasta daginn á meistaramótinu, 94 högg(af rauðum). Fór fimm fyrstu á einum yfir og síðustu fjórar á einum yfir, tvo yfir á þær 9 en einhvern veginn 21 yfir á þessar níu í miðjunni.

Er allavega kominn með nýjar Callaway Big Bertha kylfur, járn og driver. Get þá ekki vælt mikið yfir kylfunum lengur. Næsti hringur líklega ekki fyrr en einhvers staðar úti í vor, vonandi í lok mars eða byrjun apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband