einn í útvíkkun

var hjá tannlækni í byrjun vikunnar, þurfti að láta rífa úr tvo endajaxla. Það gekk býsna greiðlega fyrir sig, var búið á ca 45 mínútum, borgaði 18.000 fyrir það. Ekki alslæmt tímakaup sem tannlæknar skammta sér.

Allavega þá gerði ég ráð fyrir að þetta yrði ekki of mikið bögg eftir það. Fór eitthvað að bólgna á mánudagskvöld og sérstaklega á þriðjudag. Á þriðjudagskvöld var ég kominn með hita og var stokkbólginn í framan.

Fór aftur til tannlæknisins á miðvikudagsmorgun til að láta skoða þetta. Hún sagði að allt væri að gróa vel en það væri komin sýking og setti mig á einhver sýklalyf, átti að gefa því tvo daga til að lagast. Er búinn að taka þau núna í tæpa tvo daga og hef skánað lítið.

Get ekki opnað munninn mikið, cirka þannig að ég kem einum fingri á milli tannanna, sem sagt einn í útvíkkun. Ætla að gefa þessu daginn til að skána, annars er ég farinn til einhvers alvöru læknis til að láta tékka á þessu.

Merkilegt kommnt annars sem kom fram hja tannsa á miðvikudaginn þegar ég var kominn þangað með sýkinguna, hún sagðist hafa heyrt af því að fólk hefði þurft að fara á spítala og fá sýklalyf í æð eftir svona.

Hún sagði þetta svona eiginlega í óspurðum fréttum þegar ég var að fara eftir að hún var búin að láta mig hafa lyfseðilinn, fannst það dáldið spes komment.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og hvað heitir svo þessi HÚN tannlæknir,svona bara til að vera öðrum "Víti til varnaðar"?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband