Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Chelski-Liver

meika ekki að skrifa leikjadagbók, hendi kannski einhverju inn öðru hvoru

18.26 En í alvöru, Yossi??

18.27 In Rafa we trust

18.35 Jón Bjarni spáir 1-2, Riise með sigurmarkið, venjulega tæki ég ekki mark á þessu en hann spáði rétt fyrir um útileikinn við Barca í fyrra og ég hló að honum. Ég væri til í þessi úrslit. Snorri spáir 2-1, hann er þar af leiðandi asni. Börný spáir 0-1, Riise á síðustu sekúndu, hún er vinur minn. Stoney 2-1, hún er fyrrverandi vinur minn. Ég spái 1-3, Torres þrjú

18.54 Betri leikur en ég hélt, 10 búnar og 0-0

19.12 Drogba búinn að fá dauðafæri, korter eftir af fyrri, 0-0

21.20 Var Torres meiddur? ef ekki og hann bað ekki um skiptingu þá á að reka Rafa í kvöld, ekki á morgun heldur í kvöld

22.39 Ef Pennant er lausnin, hvað er þá vandamálið?

** uppfært 1.5 kl.10.56 Torres var víst tognaður


Leikjadagbók Manchester United-Barcelona 29.4.2008

Þjónustuver valitor laugavegi 77, sérlegir gestabloggara stoney, selurinn og laura ingalls.

18.42 Ætla að tékka á liðunum

18.43 VSar, Hargreaves, Ferdinand, Brown, Evra, Nani, Scholes, Carrick, Park, Ronni og Quasimodo, bekkurinn er kuszczak, anderson, giggs, o´shea, fletcher, silvestre, webeck

18.45 liðið hjá barca er valdez, zambrotta, puyol, milito, abidal, xavi, toure, deco, messi, etoó, iniesta

18.47 Þetta er byrjað, ágúst vinur minn er held ég ekki ánægður með park og scholes, rólegur gústi minn, þetta er öruggt, barca hefur ekki karakter í svona leiki

18.48 Eiður, Henry og Bojan eru á bekknum, nenni ekki að tékka á hinum.

18.48 Barca fékk auka á vítateigslínunni til hliðar eftir 30 sek, scholes með eitt brot, sennilega ekki það síðasta

18.49 Það er tempó í leiknum, Messi með run en wes stoppaði hann, nýi samningurinn hans brown hefur ekki verið nóg itl að hann færi í klippingu

18.50 Skemmtilega við þennan leik er ða barca kann ekki að verjast, þeir verða að sækja allan leikinn, ManU mun sækja heima, held að þessi leikur verði 12 sinnum skemmtilegri á að horfa en leikurinn á morgun

18.52 Ronni rann, lét sig ekki detta, édwin bjó til færi fyrir barca, það slapp, nenni ekki að skrifa van der sar, hann heitir edwin hér eftir

18.53 Hvar er Anderson Gústi? Alveg rétt Scholes þarf að vera inná, rudólf með rauða nefið heldur smá uppá hann

18.54 Nani er fljótur, það er eins og riise nema hvað hann er ekki fljótur

18.55 Messi er ekki lélegur, hann var að sóla tvo, gaman að sjá hann í svona 60 mínútur

18.56 Rio að dunda sér, ronni datt aftur en rangstaða, hann er alltaf dáldið hissa að fá ekki auka, dómarinn er með fínt hár reyndar, já var ég búinn að minnast á að gaupi er einn að lýsa, til hamingju með það, scholes að reyna að gefa í gegnum varnarmann, það virkaði ekki

18.58 Stoney er að horfa á leikinn, ekki beint fótboltabulla, ætlar ða koma með eitthvða geðveikt viturlegt á eftir en þangað til sagði hún, allt er vænt sem vel er grænt

18.59 Scholes með þvílíkt mark, zambrotta með fáránlega þversendingu blint útfyrir teiginn og scholes vinur allra skoraði með virkilega góðu skoti, það er þá happa að stoeney kommenti, sama hversu fótboltalegt það komment er, 15 mínútur búnar og 1-0 fyrir ManU

19.01 Ronni felldur, hann þurfti ekki að láta sig detta, dettur öðruvísi þegar hann aksjúallí er felldur, ég spáði 3-1 fyrir leik, stend við það, eina mark barca keur seint hvort eð er

19.04 Ronni er fæddur ´85, þetta var info fyrir stoney, messi með gott run og skot, vel varið hjá edwin, þetta verður sem sagt messi á móti ManU, það er ójafnt

19.05 Ronni með run og park með skot framhjá, loksins þegar ronni henti sér ekki niður í teignum þá bjó hann til færi, ekki langt framhjá

19.07 Það er skondið þegar fólk poppar uppá msn og spyr hvað er að frétta í miðjum leik, það eru ekki margir sem ég svara í miðjum leik, mummi fær ekki mörg svör skulum við segja

19.09 rúmar tuttugu búnar og ManU miklu betri

19.10 Ómar vinur minn var að kommenta um að ég hafi spurt um scholes áðan, eins og allir ManU aðdáendur hafi ekki verið að spyrja sig líka hvers vegna Anderson var ekki frekar inná, var ég búinn að segja að Ómar er markmaður

19.11 George Martin upptökustjóri Bítlanna heitir ekki David May

19.12 Allt í lagi Ómar, hvað er Deco að gera inná? Puyol að skalla Milito, sprungin vör

19.15 Iniesta með eki nógu góða sendingu, reyndar ágæt ef hann ætlaði að gefa á Edwin 

19.17 Deco er svo slappur eitthvað að ég held að ég myndi ekki skipta á honum og Pennant, sem þó er einskis virði, kannski slétt skipti á Voronin og Deco, æ nei, það er hálf pointless eitthvað

19.19 Deco með skot framhjá, aldrei hætta

19.21 Barca örlítið að koma til, Deco með skot framhjá og svo edwin að missa boltann útí teiginn, edwin er eitthvað meiddur, barca heldur áfram, dómarinn stoppaði loksins leikinn, edwin fékk hnéð á wes í ennið, það er ekkert spes

19.21 Veit ekki af hverju áhorfendurnir eru að flauta, sennilega af því að barca er aðeins með boltann

19.26 Nani með skalla framhjá af markteig, ágætis færi

19.27 Þrjár eftir af hálfleiknum, Láru finnst Barcabúningarnir ljótir, Messi að reyna trix me Eto´o, Barca að fá auka af 40 metrum, það er ekki hættulegt

19.29 Milito fékk næstum frían skalla af markteig, það var reyndar sniðugt ða senda Gaupa út en hann átti ekki að fá míkrafón með sér.

19.31 Abidal að reyna ða skjóta gegnum einhvern, virkaði ekki, Quasimodo að pressa og þá var flautað til hálfleiks, menn leiksins eru zambrotta og scholes fyrir markið sem þeir bjuggu til saman

19.36 Ég borðaði heavy special í hádeginu og pizzu áðan, eins og hafþór heitinn sagði einu sinni þá held ég að greenpeace myndi vökva mig ef ég sofnaði á ströndinni núna

19.38 Nú var Arnar að gagnrýna Valdes í markinu, hann hefði ekki varið þetta þó hann hefði hangið í slánni þarna uppí horninu Arnar

19.39 Ég held mig við 3-1 spána, Ronni skorar 2 í seinni og svo minkkar einhver muninn á síðustu mínútum

19.46 Deco búinn að missa fyrsta boltann, 7 sekúndur búnar af seinni, Ronni fékk smá högg, hann jafnar sig

19.48 Tvær fyrirgjafir hjá Barca, tæpt að Eto´o fengi boltann. Gaupi komst aftur úr hléinu, það hefur einhver gleymt að læsa, horn Barca eftir smá Rio trix

19.49 Fyrsta horn Barca, þeir prófuðu að gefa á fyrsta varnarmann, það virkaði ekki, kemur á óvart

19.50 Eto´o með sendingu á Park, var með vinstri en hann er samt í hinu liðinu. Stoney segir að það sé ekkert skemmtilegt að gerast núna, kannksi að hún eigi við að henni finnist ekki gaman að raða í umslög, Snorri hefur ekkert að segja og ég held ða Lára sé sofnuð, horn ManU

19.52 Ronni datt í teignum áðan, ekki víti, ManU miklu betri, myndin farin en Gaupi að lýsa ennþá, það er svona X-factor stemning hér

19.54 Ronni með góða fyrirgjöf, horn ManU

19.55 Það varð ekkert úr horninu, Deco fékk spjald fyrir að rífast

19.56 Ronni með trix og fyrirgjöf, Abidal reddaði en það var verulega tæpt, Barca eru aðallega í því að missa boltann núna

19.57 Messi með run en lélegt skot, útspark

19.58 Gott spil hjá Ronna og Quasimodo, skot en varið, vel gert hjá þeim báðum og ManU miklu líklegri

19.59 Henry á leið inná fyrir einhvern, vona Barca vegna að það sé fyrir Deco en ManU vegna að það sé fyrir Messi, Eto´o missti boltann en vann aftur, skot frá einhverjum í Wes, horn, Messi sólaði Scholes á 3 sentimetrum, breik ManU en Nani með skot langt yfir eftir gott run, alvöru leikur sem sagt

20.01 Henry inná fyrir Iniesta, hhann hefur ekki veirð spes en ætti að vera inná miðjunni í staðinn fyrir Deco, hef ég minnst á það áður að mér þykir Deco ekki góður

20.03 Abidal með sendingu í gegnum Hargreaves, fór bara ekki í gegnum hann

20.04 Væri til í að sjá svipinn á Gústa núna, ekki salirólegur, Carrick gult

20.05 Nú á að reyna skot af 35 metrum, virkar aldrei

20.06 Það eina hættulega við þetta var að það fór í vegginn, horn sem ekkert varð úr, einn gestabloggarinn kveður, nýr kominn í staðinn, Þórður Jónsson heitir hann, kallaður Þórður jr. hér en er yfir fertugu, hættulegt hjá ManU en Puyol reddaði tæpt

20.07 Tuttugu og fimm eftir, stefnir í ManU-Liver, allavega sá möguleiki ennþá fyrir hendi, sá leikur væri eiginlega of mikið, reyndar á ennþá eftir að spila leik á morgun

20.08 Henry var alveg frír á fjær en Abidal kom ekki boltanum á hann, Park og Quasi i skallatennis, Ronni fékk spjald fyrir að toga í Zambrotta, æ ég veit það ekki, fannst þetta ekki vera mikið spjald, Eto´o með óvart trix sem virkaði næstum því

20.10 Skemmtilega magnaður leikur, mikið tempó og jafnvel enn merkilegra ða Scholes hefur ekki brotið af sér síðan á 1 mínútu held ég, annað spjald á leiðinni, Yaya Toure var það núna, það var spjald, hann verður í banni í fyrsta leik á næsta ári þá, Bojan á leið inná, þetta var spes, Park tók boltann af Henry sem tók boltann af Park sog gaf til baka á engan, horn

20.13 Bojan á leiðinni inná fyrir Eto´o, Eiður að hita upp, Gaupi veit að hann kemur inná

20.14 Smá pressa hjá Barca núna, veit ekki hvort það er vegna þess að ManU eru lagstir aðeins til baka eða hvort þeir eru lagstir til baka af því að Barca eru að pressa aðeins. anywho..

20.15 Veit ekki hvert á listann yfir sérkennilegar fótboltahugmyndir það fer en ofarlega hlýtur það að vera að gefa háa bolta á Bojan á móti Rio

20.17 Messi með run en Wes tafði hann vel þannig að hjálpin kom, tæpt en virkaði ágætlega, ManU að skipta, Giggs og Fletcher inná fyrir Nani og Scholes, korter eftir, það fer að koma að öðru marki ManU, Barca fara að panicka

20.19 Barca byrjaðir á brasilíska reitaboltanum fyrir utan teiginn, þeir hafa bara ekki nóg af brössum í það, horn á Henry sem átti slappan skalla á Edwin

20.20 Það gæti vel verið að þetta yrði trendið næstu ár, 2-4 ensk lið í undanúrslitum, Gauði sagði skallann hjá Henry hafa verið fínan, get ekki sagt það, beint á Edwin

20.22 Tempóið orðið ennþá meira, dáldið um útsölur, Ronni aðeins eigingjarn þarna, Henry með skot en það var ekki nógu gott

20.23 Hvernig er heilsan Gústi? hef enga trú á Barca núna, held að þeir hafi það ekki heldur, Ronni að henda sér niður, verður að passa sig samt, er kominn með gult og það var enginn nálægt honum

20.25 Það er dáldið spes þegar lið er byggt upp í kringum mann eins Ronaldinho þegar hann er síðan ekki með, hefði kannski átt að láta dóttur Rijkard vera

20.27 Fimm+tafir eftir, mikil spenna og mikið tempó en Barca kemur sér ekki í færi, á meðan svo er þá skora þeir ekki, gott þá að Deco er ennþá inná, fyrir ManU þ.e.

20.28 ManU er búnir að pressa framar síðustu mínútur, virka rmikið betur enda Barca búnir með tempóið sitt frá því áðan

20.29 Eiður inná fyrir Toure á 88 mín. heldur í seinna lagi, meira ða segja Gaupa fannst það, Bojan komst í færi eða réttara sagt va rí færi ef hann hefði ekki klúðrað móttökunni, Hargreaves vann langan skalla, hann er góður í fótbolta, ekki dómínerandi en gerir margt vel

20.31 Messi vildi fá víti, þetta var ekki einu sinni villa í unglingakörfu, Evra að meiða sig og liggur, 90 búnar, veit ekki hvað er mikið í viðbótartíma, Evra virðist hafa meitt sig mikið, vonum að hann sé í lagi, Silvestre inná fyrir hann

20.34 þriggja mínútna tafir útaf þessu, það eru þá væntanlega um 4 eftir, þetta er að verða klárt, Eiður í hálf skotfæri, reddað af Rio

20.35 Giggs fékk auka á miðjunni, þá er þetta klárt, betra liðið að vinna.

20.36 Útspark hjá Barca, Ronni braut á Bojan útá kanti, það er þá síðasti séns, Valdes kominn fram, skallað frá og ManU komnir í úrslit, sanngjarnt hjá þeim, voru betri. Þó það hafi verið þokkalegt tempó í leiknum þá átti Barca eiginlega ekki færi í leiknum, held heim á leið


Vinna

ennþá, leikjadagbók á eftir frá höfuðstöðvum Valitor. Sérlegir gestabloggarar verða stoney og selurinn.

Spes vinnudagar síðustu 2 daga, helmingurinn veikur og ég í símanum, reyndar skemmtilegt þó ég kunni ekki alveg allt, það reddast samt.

Stórleikurinn er á morgun, ég veit ekki ennþá hvar ég ætla að horfa á hann, gæti vel orðið hér í vinnunni.

kveð í bili með vídjó af maju eftir að hún horfði á hryllingsmynd með vinum sínum, þeir mættu aftur með scream grímur, maju minni brá voða lítið


Þetta lag

er búið að vera fast í hausnum á mér í rúm 10 ár, fínasta lag en kommon

"I wish I was a little bit taller"

Skee-Lo -  I wish


Ef

niðurhal væri löglegt þá væri ég að horfa á Real World Denver og væri að verða frekar þreyttur á real world. Fékk afbragðs ábendingu um að tékka frekar á big brother, ætla að tékka á því.

Innflutningspartýið gekk vel, fullt af skemmtilegu fólki sem kom við, íbúðin lookar þokkalega eftir þetta þannig að þetta var í góðu lagi.

Veit annars einhver um góða bíómynd? Ég er búinn að horfa á Juno og ætla að horfa á hana aftur en get það ekki alveg strax, kemur þó vonandi að því fljótlega

kveð með vini mínum Eminem, When I´m gone


Borat og golf

Fór í golf áðan eða réttara sagt í Bása að slá. Fékk afbragðs leiðbeinanda með mér, töluvert skemmtilegra að vera ekki einn þarna. Þar sem þetta var í fyrsta skipti síðan í september sem ég snerti golfkylfurnar þá var ég nokkuð sáttur við hvernig ég sló, driverinn svínvirkar og flestar hinar kylfurnar voru í lagi, svona að mestu allavega.

Þegar ég var búinn neitaði hins vegar Boratinn að fara í gang, orðinn eitthvað rafmagnslítill, eftir smá chill í sólinni og jafnvægisæfingar leiðbeinandans á sterkbyggðu grindverki þá kom einhver ágætur golfari og gaf mér start. Hélt heim á leið og væri á leiðinni að horfa á National Treasure 2 ef niðurhal væri löglegt. anywho....

Innflutningspartýið er í kvöld, SGÓ ætlar að mixa einhvern mat og við eigum von á skemmtilegu fólki hingað, nýbúni en þó enn ókrýndi meistarinn hún Fjóla ætlar meira að segja að heiðra okkur með nærveru sinni. Þeir sem ekki hafa enn boðað komu sína er þó að sjálfsögðu velkomnir, opið hús frá kl 8.

Minime a afmæli næstu helgi, prinsinn minn að verða 7 ára.

Liver sýnist mér vera að gera jafntefli rétt í þessu, breytir engu enda stórleikurinn á miðvikudag.

Kveð að sinni með nýjum afbragðs Idolkeppanda, lenti einu sinni í öðru sæti í velska Idol, Duffy heitir hún og er í uppáhaldi hjá golfleiðbeinandanum geðþekka


Um Riise

hef ég lítið að segja, döpur framkvæmd á lélegri hugmynd. Gerri/Torres þurfa þá að hysja uppum hann á miðvikudaginn.

Kom við í Kennó í gær, skemmtilegt að koma þar við en ég fattaði hvað það er langt síðan ég kláraði skólann, verða 3 ár í sumar. Fannst í fyrsta skipti ég vera utanaðkomandi þar.

Hef ekki gert mikið í dag, reyndar sett í eina þvottavél sem telst allmikið hjá mér. Smá vinna en kláraði það af Bollagötunni. Held að það sé möguleiki að ég sé að verða búinn með internetið, allavega ef internetið er Facebook, bloggsíðurnar hjá Maju og Fjólu og gamlar idolyoutubeklippur.

Byrjaði á sömu bókinni þrisvar en hef ekki eirð í mér til að lesa, hélt að hámark letinnar væri að liggja á rúmstokknum og nenni ekki að leggjast útaf en mér sýnist það jafnvel frekar vera að nenna ekki að halda á bók í lazyboystól.

Hef ekkert um vörubílstjórafréttir að segja

Að venju fréttir af ofbeldi í miðbænum enda djammdagur í gær. Þetta er orðinn spes staður, miðbær Reykjavíkur.

Innflutningspartý á Bollagötu á laugardag, þessir 8 sem lesa bloggið mitt eru eðlilega velkomnir, ætli við segjum ekki að húsið opni um kl. 20


Idol vikunnar

Syesha, Cook, Archuleta, Carly, Brooke, Jason


Hitt og þetta

leikmenn Detroit Pistons í jólaskapi

Chris Farley

Jim Carrey


Jimmy V

Stofnun sem vinnur að krabbameinsrannsóknum, fyrir þá sem hafa áhuga er rétt að benda á www.jimmyv.org

Mögnuð ræða

Hlæja, hugsa og gráta á hverjum degi, njóta lífsins!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband