Vinna á 17.júní

Merkilega lítið að gera í vinnunni í dag. Hlýtur eiginlega að vera víst ég nenni að opna blogg.

Allavega, er að bíða eftir að Barca/Madrid leikirnir byrji á eftir. Sé ekki hvernig Real á að geta tapað titlinum en verður gaman að fylgjast með því engu að síður. Us Open klárast líka á eftir, horfi á það líka, ágætt að fá borgað fyrir að horfa á íþróttir. Líklega draumastarf margra, íþróttaáhorfsatvinnumaður.

Fór á Austur-Indíafélagið með kóðanum í gær. Virkilega góður matur og ágætis þjónusta. Félagsskapurinn fínn þannig að þetta var ágætt kvöld í alla staði. Reyndar skondið að kynnast veitingastaða/bar/sófa/íssnobbi. Gaman að kynnast nýju fólki.

Gengur hálf brösuglega að fá kennara í uppeldisfræði í HÍ til að svara mér, verð því líklega að taka leskúrsinn í haust. Eflaust strögl en ágætt að klára 3 fög í einu, það er þá lítið eftir, eitt fag plús ritgerð. Talandi um þróunarfræðinámið(með þ en ekki f), Fjóla vinkona mín fékk ekki styrkinn frá ÞSSÍ og er eðlilega súr yfir því, eiginlega bitur. Það er ólíkt henni en skil hana svo sem, þetta setur strik í reikninginn hjá henni og gerir henni erfiðara um vik að klára rannsóknina sína um götubörn. Ætla sjálfur að skrifa um fullorðinsfræðslu á vegum ÞSSÍ, ætli styrkurinn minn verði ekki háður því að niðurstaðan verði jákvæð, pæli í því síðar.

Skemmtilegt viðtal við Pétur Hafliða í KR-blaðinu. Opinskátt viðtal og nett skot á Fram, sem þeir reyndar eiga skilið. Þekki það mál ágætlega, afar klúðursleg afgreiðsla í alla staði. Hef ekki talað við hann í nokkra daga, hann er reyndar ekki týpan sem tekur vinnuna allt of mikið heim en þessar hörmungar KR-inga það sem af er móti eru að verða fáránlegar, hugsanlega að hluta til mér að kenna þar sem að ég var með Pétur og Skúla Jón í draumaliðinu, veit ekki á gott að velja vini sína í draumalið. Vona að ég hafa ekki varanlega skaðað ferilinn hjá Skúla Jóni með því að draga hann með.

Búið í bili, hafið það gott

pbj

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband