Afmælisbrúðkaupsveislan

Föstudagskvöldið var gott, strákakvöld eiginlega. Vindmyllan bauð heim til sín í Fifa og bjór. Algott þó ég sökki reyndar í fifa. Fórum á hressó en ég stoppaði stutt við, hélt heim á leið fyrir 3, ekki síst til að verða frískur í boðinu á laugardag. Vaknaði í hádeginu og kom við í pasta á sólon áður en ég fór í veisluna. Fór nefniega þangað með Jóni Bjarna nýlega og pastað var mjög gott þá en núna var það ekki mikið meira en sæmilegt. Mætti rétt fyrir 3 á Grenimel í garðveislu, enda snilldarveður. Það kom slatti af Kr-ingum en þeir stoppuðu stutt enda leikur í kvöld á móti Kef, talandi um það, Pétur á bekknum sem er afskaplega furðulegt en þjálfarinn virðist greinilega halda að það leysi vandann að setja hann úr liðinu, hefur sennilega verið ánægður með að þeir voru mjög nálægt því að detta ekki útúr bikarnum Errm.

Þarna var líka mikið af öðru skemmtilegu fólki, Gísli, Vala, Rúnar, Selma, Siggi og síðast en ekki síst listamaðurinn Viðar, Hannes Hólmsteinn var þarna að fræða fólk um skatta og Jazzgaukar að spila. Þetta var nálægt því fullkomið en því miður komst Gauti Laxdal ekki þannig að þetta varð ekki nema svona rúmlega sæmilegt. Veðrið snilld og fólkið skemmtilegt, ég var ekki alveg viss um hvert þetta stefndi þannig að ég hélt mig við Topp en eftir að ég var kominn hættulega nálægt því að fá Lime-eitrun af Toppnum þá ákvað ég að færa mig í bjórinn. Talaði við kóðann og hún ætlaði að kíkja í bæinn með okkur Viðari. Þetta breyttist síðan í það að Pétur, Unnur, Viðar, Gísli, Vala og ég fórum að borða á Silfur, afskaplega góður matur og skemmtilegt kvöld með góðum vinum, sem reyndar voru ekki allir fullklæddir. Kóðinn kom síðan og hitti okkur og fór með okkur Viðari á Oliver/Næstabar/B5/Thorvaldsen.

Skemmtilegur náungi Viðar, áhugaverður spjallfélagi sem alltaf hefur eitthvað skemmtilegt til málanna að leggja, reynar hefði verið gaman að hafa Gauta með okkur þarna en við þrjú höðum það mjög gott. Haldið heim á leið á skikkanlegum tíma eftir virkilega gott kvöld.

Svaf til hádegis í dag og fór með Aron áðan í garðkaffi til Unnar og Péturs. Hann var að fara í leikinn en við urðum reikna út smá breytingu á undirbúningsmataræðinu til að hámarka árangurinn á þeim 15-25 mínútum sem hann spilar líklega uppúr kl 20.30. Vinnuvika framundan og kóðinn á leið í hlutleysið í viku. Styttist í Nínu/Flogman og vonandi Bruno.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

sendu mþer endilega linkinn á það eða á pbj@heimsnet.is

Pétur Björn Jónsson, 15.7.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband