Ef niðurhal væri löglegt

Væri ég að horfa á Californicaton, 10. þátt í fyrstu seríu. Furðulegir þættir reyndar í flesta staði en ágætir. Rétt í þessu var að klárast sena sem eiginlega er ekki hægt að lýsa en inniheldur 2 konur að koma óvænt í heim til Fox Mulder þar sem umboðsmaðurinn hans var með öðrum skjólstæðingi, ég hló upphátt þegar ég áttaði mig á að þetta er sjónvarpsþáttur, mæli með því að fólk kíki á hann, svona þegar hann verður sýndur í íslensku sjónvarpi, skulum segja að senan sé spes.

Vinna til 7 í kvöld að fara yfir hitt og þetta, skemmtilegur vinnustaður valitor. Það er mikið þarna af kláru fólki og skemmtilegu sem vinnur þar. Minnir mig að mörgu leyti á voda, skemmtilegur kúltúr.

Það varð víst ekkert viðtal við UnicefStefán áðan, hann þurfti að bregða sér til útlanda en ég spjalla við hann í næstu viku. Á að hitta Ragnheiði Elínu, þingmann sjálfstæðisfloks, á föstudag til að ræða ÞSSÍ og þróunarmál, það verður athyglisvert að heyra hvað hún hefur að segja.

Er að melta helgina aðeins, veit ekki hvort minime verður hjá mér, hann veðrur líklega hjá mömmu sinni. Er þá að spá í að vera heima og læra og horfa á enska boltann. Shit hvað ég er þreyttur á þessu landsleikjahléi, maður fær fráhvarfseinkenni frá Liver þegar það líður svona langur tími.

Rúmar tvær vikur í Bifrastarferð sem ætti að verða afar skemmtileg.

13 dagar í afmælið mitt, þeir sem vilja minnast þess að það eru rúm fjögur ár í að ég verði fertugur eru beðnir um að hafa hægt um sig, ég hef engan húmor fyrir því Angry 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband