Saddur

Var í fermingarveislu áðan hjá frænku minni, hellingur af góðum mat og alltaf gaman að hitta fjölskyldumeðlimi sem maður hittir sjaldan.

Í venjulegum fermingarveislum er alltaf svona 5% séns að bara séu kökur á boðstólnum. Í fermingarveislum þar sem Hafdís frænka mín kemur nærri eru líkurnar 0%, sem er virkilega gott.

Ég borðaði svona 12 fulla diska, er dáldið saddur núna, reikna allt eins með því að Greenpeace komi og reyni að bjarga mér.

Er merkilegt nokk að horfa á King of Queens, kominn í þátt 6 í seríu 6, fjórar seríur eftir, ég hef þá eitthvað að gera fram í apríl. Eftir það ætti að vera golf fram á haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband