Boltinn

byrjar að rúlla eftir hálftíma, ætla að fylgjast með leikjunum  í útvarpinu, nenni ekki á völlinn.

Grundarfjarðarstoppið var fínt, borðuðum góðan mat og hittum skemmtilegt fólk. Vorum komin í bæinn um 11 og ég fór aðeins niðrí bæ, reyndar frekar stutt. Afskaplega skemmtilegt kvöld í alla staði.

Það er að verða frekar þreytt að vera ekki með tv, gæti þá t.d. horft á Valsleikinn á eftir en það verður lítið úr því. Geri fastlega ráð fyrir að ég sitji í lazyboyinum bróðurpartinn af deginum, það er reyndar ekki alslæmt.

Þar sem allar spár eru pointless er best að spá í þetta mót sem er að byrja. Valur verður meistari allavega og skulum segja að Guðjón Baldvinsson verði markahæstur með 20 mörk. Leikirnir í dag fara þá væntanlega 4-0 fyrir KR, 2-1 fyrir Fram, 3-1 fyrir Val, 3-0 fyrir FH, 2-0 fyrir Þrótt og 2-1 fyrir ÍA. Ef þið ætlið að taka lengju þá myndi ég ráðleggja ykkur að leggja svona 13 krónur undir á þetta, ekki mikið meira allavega. Farinn að borða og vinna aðeins, L8R


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Ég spái að annaðhvort liðið vinni í hverjum leik, nema þegar verður jafntefli þá vinna allir jafnt. Soccer Girl 

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 10.5.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband