Færsluflokkur: Bloggar
Fór í golf áðan eða réttara sagt í Bása að slá. Fékk afbragðs leiðbeinanda með mér, töluvert skemmtilegra að vera ekki einn þarna. Þar sem þetta var í fyrsta skipti síðan í september sem ég snerti golfkylfurnar þá var ég nokkuð sáttur við hvernig ég sló, driverinn svínvirkar og flestar hinar kylfurnar voru í lagi, svona að mestu allavega.
Þegar ég var búinn neitaði hins vegar Boratinn að fara í gang, orðinn eitthvað rafmagnslítill, eftir smá chill í sólinni og jafnvægisæfingar leiðbeinandans á sterkbyggðu grindverki þá kom einhver ágætur golfari og gaf mér start. Hélt heim á leið og væri á leiðinni að horfa á National Treasure 2 ef niðurhal væri löglegt. anywho....
Innflutningspartýið er í kvöld, SGÓ ætlar að mixa einhvern mat og við eigum von á skemmtilegu fólki hingað, nýbúni en þó enn ókrýndi meistarinn hún Fjóla ætlar meira að segja að heiðra okkur með nærveru sinni. Þeir sem ekki hafa enn boðað komu sína er þó að sjálfsögðu velkomnir, opið hús frá kl 8.
Minime a afmæli næstu helgi, prinsinn minn að verða 7 ára.
Liver sýnist mér vera að gera jafntefli rétt í þessu, breytir engu enda stórleikurinn á miðvikudag.
Kveð að sinni með nýjum afbragðs Idolkeppanda, lenti einu sinni í öðru sæti í velska Idol, Duffy heitir hún og er í uppáhaldi hjá golfleiðbeinandanum geðþekka
Bloggar | 26.4.2008 | 15:55 (breytt kl. 16:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
hef ég lítið að segja, döpur framkvæmd á lélegri hugmynd. Gerri/Torres þurfa þá að hysja uppum hann á miðvikudaginn.
Kom við í Kennó í gær, skemmtilegt að koma þar við en ég fattaði hvað það er langt síðan ég kláraði skólann, verða 3 ár í sumar. Fannst í fyrsta skipti ég vera utanaðkomandi þar.
Hef ekki gert mikið í dag, reyndar sett í eina þvottavél sem telst allmikið hjá mér. Smá vinna en kláraði það af Bollagötunni. Held að það sé möguleiki að ég sé að verða búinn með internetið, allavega ef internetið er Facebook, bloggsíðurnar hjá Maju og Fjólu og gamlar idolyoutubeklippur.
Byrjaði á sömu bókinni þrisvar en hef ekki eirð í mér til að lesa, hélt að hámark letinnar væri að liggja á rúmstokknum og nenni ekki að leggjast útaf en mér sýnist það jafnvel frekar vera að nenna ekki að halda á bók í lazyboystól.
Hef ekkert um vörubílstjórafréttir að segja
Að venju fréttir af ofbeldi í miðbænum enda djammdagur í gær. Þetta er orðinn spes staður, miðbær Reykjavíkur.
Innflutningspartý á Bollagötu á laugardag, þessir 8 sem lesa bloggið mitt eru eðlilega velkomnir, ætli við segjum ekki að húsið opni um kl. 20
Bloggar | 24.4.2008 | 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stofnun sem vinnur að krabbameinsrannsóknum, fyrir þá sem hafa áhuga er rétt að benda á www.jimmyv.org
Mögnuð ræða
Hlæja, hugsa og gráta á hverjum degi, njóta lífsins!
Bloggar | 20.4.2008 | 21:20 (breytt kl. 21:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hafiði séð betra mark?
Hinn Gullfallegi Kristinn Tómasson
hann verðskuldar fullt nafn fyrir þetta finnst mér
Bloggar | 20.4.2008 | 13:50 (breytt kl. 15:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eða réttara sagt Valitor dagurinn á morgun. Sönghópurinn minn vann öruggan sigur í söngvakeppni fyrirtækisins, á reyndar eftir að tilkynna það en það ætti eftir að vera klárt á morgun.
Verð því miður þess vegna lítið með minime um helgina, náum smá tíma á sunnudag.
Best að segja sem minnst um Idol, það er víst á stöð tvö á mánudag.
Bloggar | 18.4.2008 | 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
vinnudagur í dag, fór heim um hálf tvö. Var annars á á 3 tíma skyndihjálparnámskeiði í morgun í vinnunni, blástur og hnoð, aðallega hnoð á það víst að vera.
Ef niðurhal væri löglegt þá hefði ég verið að horfa á african american lives 2, afar áhugavert stöff.
m.a. þetta
Bloggar | 14.4.2008 | 18:27 (breytt kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tókst að vakna klukkan 9.30 á laugardegi, aldurinn færist greinilega hratt yfir.
Ætli ég fari ekki í heimsókn til Sigfríðar og Jóns á eftir, þvoi bílinn og geri svo ekki neitt, ég er ágætur í því.
Hef ekki reynt að bæta Bubblesmetið nýlega, SGÓ hefur aldrei komist yfir milljón þannig að metið er varla í hættu
Bloggar | 12.4.2008 | 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjartan vinur minn var að opna afbragðs síðu, svona hönnunarstöff, hvet hina 7 err... ég meina 8 dyggu lesendur síðunnar til að kynna sér þetta.
Kjartan er án efa mesti smekkmaður sem ég þekki og að auki sérmenntaður í fræðunum
Bloggar | 11.4.2008 | 22:07 (breytt kl. 22:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag:
var ég að vinna frá 9-16
er SGÓ væntanlegur frá Barcelona
kom Kolla heim frá Svíþjóð
var afmæli í vinnunni, en engar afmæliskökur, svindl
er ég að bíða eftir Liverpool-Arsenal leiknum á morgun, horfi á hann með Sverka nema að hann þurfi að laga loftið í sumarbústaðnum aftur
er ég eirðarlaus en spakur, hvernig það svo sem er hægt
er ég að pæla í að fara snemma að sofa, fer síðan eðlilega ekki eftir því, ef niðurhal væri löglegt þá tækist mér eflaust að finna eitthvað stöff til að horfa á
er ég ennþá slappur eftir boltann fyrir 10 dögum, er orðinn gamall held ég
er ég spenntur fyrir Liver-Arsenal, var ég búinn að minnast á það?
er ég að pæla í því hvernig það geta verið 15% stýrivextir hjá Seðlabankanum-spes land sem við búum í, þurfum við að sækja um úrsögn úr fyrsta heiminum eða er það bara afgreitt fyrir okkur
er ég með allt hreint hérna eftir massa þvott í gær, sóun að eyða degi í það, hefði getað psilað goldminer eða eitthvað í staðinn
gleymdi ég að gera athugasemd hjá póstinum vegna boðskortsins sem týndist fyrir helgi
væri ég að fara að horfa á Closer ef niðurhal væri löglegt
Bloggar | 7.4.2008 | 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
í dag, sennilega rétt að nýta þvottavélina og þurrkarann víst maður á slíkt. Þrjár vélar komnar í dag og líklega búið, þarf þá ekki að þvo aftur fyrr en einhvern tímann um miðjan maí.
Maja að auglýsa eftir ferðafélögum að sjá Cohen í sumar, ég er sá eini sem er búinn að melda mig en er samt einhvern veginn svona númer 8 á listanum, best að kæra það, þetta er svona kosningasvindl eins og hjá Mugabe
Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég að horfa á Joey seríu 2, af því að ég man ekki hvað þættirnar heita sem JBS mælti með. Verkfallið er annars búið úti þannig að þættirnir eru að koma
Bloggar | 6.4.2008 | 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 94117
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |