Færsluflokkur: Íþróttir
Sá til þess að Liver er ennþá með í Meistaradeildinni.
Horfði á leikinn hjá Pétri Hafliða ásamt Gísla. Jákvæðar hugsanir gerðu það að verkum að þetta var aldrei í hættu, seinna markið magnað hjá Torres. Gerri með sína hefðbundnu 50% sendinganýtingu en Liver spilaði ágætlega fyrir utan um 20 mínútna kafla eftir að Porto jafnaði. Þurfum nú bara að vinna í Marseille og þá er þetta klárt
Íþróttir | 29.11.2007 | 08:26 (breytt kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jórsalir 4, sérlegur aðstoðarbloggari Aron Freyr.
12.33 Er að melta þetta byrjunarlið, Reina, Finnan, Carra, Sami, Arbeloa, Gerri, Momo, Leiva, Kewell, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Sýnist Gerri þá vera á hægri kantinum, verður gaman að sjá hverju Momo tekur uppá í þessum leik, hann hefur allavega hinn hárprúða Lucas Leiva, fyrirliða brasilíska U-21 liðsins, sér við hlið. Ég ætla að spá því að betra spil komi frá brassanum. Ég spái 3-0 fyrir Liver, Aron Freyr spáir 3-0 fyrir Liverpool, merkilegt nokk vissi hann ekki hverju ég hafði spáð.
12.41 Þegar Minime er spurður um fullt nafn á Torres þá kemur með bros á vör og spænskum hreim, Hinn Gullfallegi Fernando Torres, klókur piltur sem ég á
12.43 Gummi Ben er einn að lýsa, það er ágætt, fókusinn verður á fótbolta næstu 2 tímana allavega. Lucas Leiva er með svona seventíes hágreiðslu, sítt hár og hárband, ég hef séð Jón Pétursson, fyrrum landsliðisfyrirliða, með svona svipaða hárgreiðslutýpu í leik
12.45 Itandje, Riise, Crouching Tiger, Babel og Mascherano á bekknum, koma svo
12.47 Liver byrjaði með boltann, er að spá í eitt, ég er ekki viss um að Torres sé mikið verri skallamaður en Crouch, hann er allavega gormur
12.49 Martins í liðinu hjá Newcie Brown Ale, hef ekki almennilega skilið af hverju hann fær ekki að spila meira, góður leikmaður, crap, nú meiddi Gerri sig eitthvað
12.51 Það má ekki stökkva á bakið á Torres, samt ekkert dæmt. Newcastle maðurinn meiddi sig eitthvða við það, gott á hann, Gerri er eiginlega ekki á hægri, er að melta hvernig þeir eru eiinlega að spila, kem að því á eftir betur
12.55 Mér sýnist Momo vera svona hægra megin á miðjunni, getum samt seint kallað hann flanker, Gerri með auka rétt fyrir utan teig eftir að brotið var á Torres, Momo tókst að fá dæmda á sig aukaspyrnu þegar hann stóð í veggnum, það er nýtt trix
12.57 Ok, ef ég væri þjálfari Newcie Brown þá myndi ég benda þeim á að það er enginn á hægri kantinum á Liverpool, skiptir reyndar meira máli þegar þeir ná aksjúallí boltanum en allavega, Torres að reyna laumast til vinstri trixið sitt og fékk horn, kom ekkert útúr horninu
13.00 Munaði engu að Momo hitti á samherja, ég spái því að það gerist í leiknum. Ég er afar sáttur við að Harry er kominn í liðið, hann er góður, hlýtur samt að vera skrýtið fyrir fólkið í kringum liðið að sjá hann án þess að vera með sjúkraþjálfarann í eftirdragi
13.02 Jamms, það er staðfest, Momo er á hægri kantinum, skulum gera ráð fyrir því að Finnan eigi að koma dáldið upp kantinn þó það væri fróðlegt að sjá hvað gerist ef Momo reynir svona beyglufyrirgjöf
13.05 Lucas búinn að fá tiltal vegna brotafjölda, það er svona hálft gult ef þú ert varnarmiðjumaður, hann má allavega ekki brjóta neitt næsta korterið
13.07 Liver eru með boltann eiginlega allan tímann, Newcie Brown reynir síðan að laumast upp hægri kantinn þegar þeir fá boltann, sjá ekki að það er hinn kanturinn sem er auður, Momo reyndi alveg nýtt trix núna rétt fyrir utan teiginn hjá Newcie Brown, hann skaut með hægri í vinstri og boltinn skoppaði einhvern veginn svona tíu metra áfram, veit ekki alveg hvað átti að gerast þarna en þetta virkaði allavega ekki
13.09 Ágætt skot hjá Gerra en Given varði, Carra með verra skot og enginn þurfti að verja, útspark
13.12 Heldur þröngt spil hjá báðum liðum, engin færi ennþá en Liver klárlega betri það sem af er. tuttuguogfimm búnar, 0-0
13.15 Gerri með fáránlegt mark úr auka, Given átti varla séns, rétt hjá Gumma, þetta var frábært mark, 1-0
13.16 Momo og Kewell að skipta aðeins um kanta, það losnar kannski um Harry og breytir ekki alveg llu hvort Momo sleppir því að gefa fyrir á hægri eða vinstri. Vissuð þið að í USA selur Dominos hamborgarapizzu, það er þá fyrir feitt fólk sem er of latt til að velja
13.19 Liver er með góða stjórn á þessum leik, reyndar ekki mikið af færum en Newcastle eru að spila það illa að áhorfendurnir eru að úa á þá
13.22 Ætli það sé vænlegt í toppbaráttu ef Nicky Butt og Alan Smith eru lykilmenn á miðjunni hjá þér, hefði Sir Alex ekki fattað það og haldið þeim hjá ManU, kannski hluti af ástæðunni fyrir því að Newcie Brown er sjladnast í toppbaráttu
13.24 Momo er dáldið spes leikmaður, hann er góður í að vinna bolta fyrir bæði lið, Smith átti ágætt skot rétt framhjá, Newcastle eru þá búnir að eiga allavega eitt skot nálægt marki. Finna átt furðulega fyrirgjöf rétt í þessu, Torres kom á ferðinni á nær en Finnan ákvað að gefa á engan á fjær í staðinn, dáldið spes
13.28 Alan Smith með stökktæklingu, það má held ég frekar ef dómarinn veit að þú ert nöts. Gummi með spes tölfræði, Smith á 20 landsleiki fyrir England, það er hreinlega stórfurðulegt, aðallega í ljósi þess að hann er ekki góður
13.30 Ekki mikið sést til Kewell ennþá, fékk þó horn núna sem lítið varð úr, eitthvað vesen á Gerra og Leiva
13.32 Furðuleg atburðarás, Given varði með öxl langt fyrir utan teig en ekkert dæmt, Torres fékk síðan boltann fyrir utan en skaut í stöngina, ekkert spes hjá honum en örlítil pressa, hann átti samt að skora, ekki síst vegna þess að hann er fyrirliði í draumaliðinu mínu, 0-0 í hálfleik og Liver búnir að vera miklu betri
13.50 Seinni að byrja, ég tafðist örstutt þar sme að ég var að raka mig, Liver fékk ódýrt horn sem Kuyt skoraði uppúr, ekki slæmt það, 2-0 fyrir Liver, Kewell núna með gott run og fékk auka rétt fyrir utan teig sem hann ákvað að skjóta síðan í vegginn
13.53 Gummi ruglaðist aðeins, það var slatti af fólki sem kom seint í stúkuna eftir hléið en hann hélt að slatti þeirra væri að fara
13.55 Emre á leiðinni útaf en hinn geðprúði Joey Barton kemur inná í staðinn, það ætti að verða meira aksjón þá, það er dáldið spes þegar miðjan hjá liðinu er Barton, Butt og Smith, ef þetta væri keppni í hóptæklingum þá væri þetta allavega óvinnandi vígi
13.57 Harry næstum búinn að koma Torres innfyrir, þokkaleg tilraun allavega
13.59 Liver virka þéttir, eru á undan í flesta bolta og lítil hætta, Finnan meiddi sig eitthvað, ekkert spes
14.01 Babel á leiðinni inná, líklegast fyrir Kewell þó ég voni reyndar að það sé fyrir Momo
14.02 Kewell á leiðinni útaf fyrir Babel, Harry karlinn var alveg ágætur í þessum leik, gott að fá hann til baka
14.05 Dómarinn reyndi að stoppa Gerra en náði honum ekki, Nicky Buttocks náði honum hins vegar og fékk gult, það mátti næstum spjalda dómarann líka fyrir þetta
14.06 Torres sólaði Rosenal uppúr skónum inní teig en Given kom út og lokaði vel, Liver fékk síðan fljótlega aðra skyndisókn og horn uppúr því sem lítið varð úr
14.08 Babel er sprækur leikmaður, fljótur og skotfastur þó hann sé stundum dáldill fækjufótur, ekki á Momo level en samt
14.11 Gerri og Babel með góðan þríhyrning og Babel skoraði, klassamark hjá þeim, 3-0, nú er dáldið af áhorfendum að fara, Torres aftur innfyrir en skaut framhjá, einn af þessum dögum hjá honum en hann kemur sér þó í færi, það er allavega frumskilyrðið fyrir því að skora
14.13 Gerri kom Torres í enn eitt færið en nú reyndi hann að sóla markmanninn, klikkaði og ég held að það sé sama hvað hann fær mörg færi í dag kallinn, hann skorar ekki
14.15 Þetta er þokkaleg einstefna og hefur verið eiginlega allan tímann, mér sýnist Torres vera farið að leiðast þetta, hann veit að þetta er ekki hans dagur, sást ágætlega á því að Torres reyndi ekki einu sinni að taka einn á núna þegar hann gat komið á ferðinni, ætli ég fái stig í draumaliðsleiknum fyrir færi sem Torres kemur sé í?
14.18 Myndavélin reglulega að taka myndir úr stúkunni af fólki sem er að fara, Gummi með snilldarkomment eftir að Babel sólaði Rosenal, sagði að það væru allir búnir að sóla Rosenal í þessum leik. Kuyt fékk dauðafæri en ákvað að best væri að gefa á markmanninn
14.21 Crouching Tiger á leiðinni inná, ætli Gerri fái ekki að hvíla sig, reyndar held ég að Torres væri alveg til í að fá sér sæti
14.22 Allardyce að hrista upp í leik Mewcastle, setti Stephen Carr inná, Momo með ferlegt brot, klaufalegt hjá honum og hann fékk réttilega gult, Gummi bætti því við að Barton ætti þetta inni, sem er hárrétt hjá honum
14.24 Crouch inná fyrir Gerra, það er ágætt að gefa honum smá pásu þessar síðustu tíu. Klassískt Momo moment þarna, hann vann boltann mjög vel og síðan þegar hann gat losað boltann þá ákvað hann að snúa frekar aftur inní manninn aftur, spes leikmaður
14.27 Reina að verja vel frá Viduka, var síðan reyndar rannstæður, smá líf í Newcastle, kannski kominn tími til, held reyndar að þetta sé aðallega af því að Liver eru farnir að chilla
14.29 Lucas er með gott auga, hefur ekki reynt mikið á varnarvinnuna hjá honum en hann hefur skilað sínu ágætlega, þetta er kosturinn við að kaupa Brassa, þeir eru að jafnaði með alveg ágætis tilfinningu fyrir fótbolta
14.31 Þetta er svona að fjara út rúmar fimm eftir, verið að stökkva á bakið á Torres, það er gult, dómarinn var sammála
14.33 Var að velta fyrir mér þessari tölfræði með landsleikina hans Alan Smith, hvernig getur hann verið búinn að spila 20 landsleiki, það er eiginlega stórfurðulegt
14.34 You´ll never walk alone hljómar, stuðningsmenn Newcastle ættu kannski að prófa þetta, dáldið sérstakt að vera farnir að úa eftir korter, Smith fékk heimskulegt gult núna, ekki í fyrsta skipti
14.35 Gummi sagði að Smith væri ekki alltaf sá skynsamasti í hausnum, miðað við að ég veit ekki hvar annars staðar maður væri skynsamur þá er þetta samt rétt Gumma
14.40 Búið, 3-0 fyrir Liver eins og við Aron spáðum báðir. Lokamat á leiknum frá Aroni Frey er að Gerrard hafi skorað frábært mark. Honum fannst Torres vera mjög góður, Kuyt góður og Liverpool liðið mjög gott. Honum fannst Newcastle liðið vera ágætt, ég er sammála þessu mati, nema kannski að mér fannst Newcastle ekki vera gott, fínasti leikur hjá stórliði Liverpool og góð úrslit
Íþróttir | 24.11.2007 | 12:37 (breytt kl. 14:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Síðbúin byrjun en fer svona 3-1 fyrir Ísland
Nýi þjálfarinn hlýtur að koma með eitthvað nýtt og skemmtilegt inní þetta, allavega lá nógu mikið á að ráða hann. Leikurinn er annars að byrja eftir svona 2 mínútur.
Allt í lagi, ég skal spyrja
-Ætli ég sé sá eini sem er eiginlega spenntastur að sjá hvort Pétur Pétursson er með fatla eftir viðbeinsbrotið á æfingu?
-Hvort á Kristján eða Ragnar að miðla boltanum?
-Hvort á Stefán eða Brynjar að dreifa spilinu
-Er Veigar Páll miðjumaður?
-Erum við að spila 6-0-4 eða er gert ráð fyrir því að Emil, Theódór og Veigar verjist, allavega smá?
-af hverju er ég samt bjartsýnn fyrir þennan leik?
19.20 Kristján farinn útaf, Sverrir inná, nei ekki taktískt eftir kommentið frá mér heldur af því að hann skallaði Emil, staðan er ennþá 0-0, nennir einhver á vellinum að kalla á Emil og segja honum að horn þurfa að fara yfir fyrsta varnarmann
19.23 Pétur var í settinu áðan, hann var samt með símann á silent, best að testa að senda sms á eftir, skot frá Daniel Jensen en Árni ver í horn. Er að pæla í einu, miðað við hvað er skorað mikið í handbolta, af hverju koma þá fleiri mörk uppúr horni í fótbolta?
19.25 mynd af Morten Olsen, af hverju er vi er röde, vi er vide ekki á youtube, eða torrent.is, æ já , sú ágæta síða er ekki til lengur, nennir einhver að linka á lagið ef þeir vita hva það er geymt á netinu, öhh, ég meinti löglega á netinu
19.27 Hemmi var brjálaður, vildi fá dæmda ólöglega blokkeringu þegar danirnir áttu horn
19.29 Merkilegt nokk gengur okkur illa að halda boltanum á miðjunni, af hverju ætli það sé, af hverju er ekki besti varnarmiðjumaður Íslands, Kári Árnason, með í þessum leik? já kannski af því að hann hefur ekki hitt samherja í síðustu 3 leikjum
19.32 Allt í lagi, ég skal spyrja. Hvenær breyttist Kári Árnason úr hægri kantaranum sem var að taka Spánverja á í æfingaleiknum fyrir svona ári eða tveimur, í gaukinn sem hittir ekki á samherja og kemst ekki í hópinn(réttilega)
19.36 Hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomasson í dauðafæri eftir að Stefán gaf auka, það er ágætt að þetta er ekki karfa, Stefán væri löngu farinn útaf með 6 villur þó það sé bara búinn rúmur hálftími
19.38 af hverju ætli Arnar segi æ æ æ þegar Ísland fékk á sig mark núna, þetta er dáldið eins og að krakkarnir hans séu að spila, væri eiginlega betra ef hann öskaði dammit eða eitthvað, sem sagt 1-0 fyrir Dani, Bendtner skoraði. Loga finnst vont að við séum undir því við erum búnir að versla svo mikið í Danmörku, hmm ok
19.41 Hvernig ætli þessi leikur þyrfti að fara til að Óli fengi eitthvað blame fyrir þennan leik, 6-0? 7-0? Hefur einhver þjálfari verið með minni pressu á sér fyrir landsleik? Ef vel gengur þá er það Óla að þakka en ef eitthvað klikkar þá er það Eyjólfi/Bjarna að kenna, þægileg staða allavega.
19.43 Okkur gengur frekar illa að halda boltanum á miðjunni, merkilegt nokk. Grétar Rafn að fá fyrsta gula spjaldið, það er svon 0,93 í stuðul að Stefán fái spjald í þessum leik. Það er reyndar merkilegt nokk sami stuðull og er í öllum leikjum á að Byrnjar fái spjald. Er einhver munur á þeim annar en hárliturinn?
19.46 Rommedahl reyndi horntrixið hans Emils, það tókst reyndar og Ísland fékk útspark, þetta er reyndar ekkert sérstakt trix, horn á nefnilega að fara yfir fyrsta varnarmann, það er svona næstum það eina sem horn þarf að gera, allavega það fyrsta
19.48 Arnar að hvetja Íslendingana til að færa sig fram með Veigari þegar hann hleypur upp með boltann, í þeim töluðu orðum kemst Rommedahl innfyrir hægra megin, gefur á Jon og hann skorar annað markið, 6 eða 7 æ frá Arnari og síðan komment um að við höfum verið komnir útúr stöðunum
19.55 Rúnar Birgir sendi okkur þennan link, snilld! re-sepp-ten, takk kærlega fyrir það
Hmm, merkilegt, var að skrifa eitthvað hérna sem virðist hafa gufað upp, reynum aftur. Fyrsta alvöru fótboltaminningin mín er frá HM´86 og þessu snilldarliði Dana. Man reyndar aðeins eftir Bjarna Fel frá ´82 þegar allir leikir voru sýndir eftirá og Bjarni var alltaf að kjafta frá því sem var að fara að gerast" Eder er þekktur fyrir að fara inní teiginn vinstra megin og vippa yfir markmanninn í fjærhornið" vill einhver giska hvað gerðist 5 mínútum seinna?
20.07 ok, seinni var að byrja, sem sagt 2-0 fyrir Dani í hálfleik, mörkin samtals af 11 metra færi(2*5,5; sem er markteigurinn"
20.09 Markskot hjá Dönum, sennilega síðasta skotið þeirra í leiknum, Ísland hlýtur þá að vinna 4-2, ég get varla annað en haft rétt fyrir mér með markamuninn
20.14 Emil með horn sem dreif ekki yfir fyrsta varnarmann, hann hefur sennilega gleymt að lesa bloggið í hálfleik, Hemmi þekkir hann hins vegar og var kominn framfyrir varnarmanninn
20.15 Þegar maður skoðar youtube þá koma svona tengd vídeó eftir að fyrsta er búið, eftir re-sepp-ten koma vídeó sem heitir Extreme Catepillar Breakdance, kannski bara ég sem sé ekki tenginguna
20.19 Fyrir þá sem ekki vita þá var Michael Laudrup betri en Brian Laudrup. Michael var sennilega einn af topp 5 leikmönnum í heiminum þegar hann var uppá sitt besta. Hann var hins vegar í fýlu þegar Danir unnu EM´92, ætli hann sjái eftir því? Æ Æ æ frá Arnari, þið vitið hvað það þýðir, 3-0.
Brian Laudrup var einu sinni í Fiorentina með idjótinum Stefan Effenberg, þeir voru litlir vinir og allavega einu sinni þegar Laudrup var í burtu þá hirti Effenberg Bensinn hans og notaði á meðan, bara til að bögga Brian. Hvernig veit ég þetta? jú hausinn á mér er uppfullur af gagnslausum upplýsingum og gömlum popptextum
20.29 smá tafir þar sem að ég þurfti að svara kommenti. Theódór vildi fá auka en fékk ekki, fékk gult ekki mörgum sekúndum seinna fyrir að fara utaní einn danann, fínt hjá honum, ágætt að láta finna aðeins fyrir sér, Theódór er annars búinn að vera sprækur, skotið hjá Brynjari rétt í þessu var hins vegar verra
20.32 staðan er allavega 3-0, sýnist við varla vinna leikinn úr þessu. Ef einhver horfir á vídeó af leiknum kíkið þá þegar klukkan er nákvæmlega 70 mínútur, þar er gott dæmi um hvernig kantmenn eiga að pressa, Theódór lokaði sendingaleiðinni upp kantinn og pressaði svo, reglan er að vísa manninum þangað sem hjálpin þín er, nei Ómar, það sama gildir ekki um markmenn, það er venjulega engin hjálp fyrir aftan þá
20.36 korter eftir og ennþá 3-0, væri ágætt að fá svona eitt mark allavega, 3-1 er strax betra en þetta hefur ekki verið gott. Jákvætt þó að Eggert Gunnþór er kominn inná, þekki hann ekkert en ungur leikmaður sem er í liðinu í efstu deild í Skotlandi á klárlega að fá séns hjá okkur
20.39 Stefán braut af sér, skulum bara segja að það hafi ekki veirð í fyrsta skipti, um leið og ég ætlaði að kommenta á að hann væri ekki ennþá kominn með gult braut hann aftur af sér og fékk gult. Fyrir þá sem veðjuðu á það beint á Lengjunni áðan þá unnu þeir allavega, eða töpuðu minna. Já annars, ég er að vinna, einhverjir sem ekki vita að ég er að skrifa þetta því það hafa komið nokkur símtöl, eruð þið til í að hringja eftir svona 10 mínútur
20.43 ágæt sókn frá baunum en það reddaðist, sem er gott. Hvað eru eiginlega margir í þessu danska liði sem heita eitthvað Jensen?
20.44 þá er vinnan að verða búin, þið sem biðuð í 10 með að hringja verðið bara að hringja á morgun, ég er allavega á útleið, kannski meira á eftir þegar ég er kominn heim, allavega frekar slappur leikur af okkar hálfu, fínt að geta þá allavega kennt einhverjum um það(lesist: Eyjólfur og Bjarni) Menn leiksins af okkar hálfu sennilega Theódór og kannski Gunnar Heiðar, þeir tóku vel á því og þar að auki má ekki velja mark-eða varnarmenn þegar þið fær á sig 3 mörk, það er regla sem er ákveðin hér með. Ætti reyndar ekki að velja sóknar-eða miðjumenn þegar lið fær varla færi en svona er þetta, auf wienerschnitzel
Íslendingar sáu aldrei til sólar í 3:0-tapleik gegn Dönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 21.11.2007 | 19:06 (breytt kl. 20:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Liverpool skoraði 8 mörk og metsigur á Meistaradeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 6.11.2007 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
greinilega hjá KSÍ. Kannski hefur Óli verið að fara í eitthvað annað og þeir neyðst til að ráða hann strax. Það kom samt eiginlega ekkert fram í þeirra máli sem skýrði þennan ógurlega hraða annað en að það væri leikur fljótlega á móti Dönum.
Mér þykja þetta sérkennilega vinnubrögð verð ég að segja. Með þessu eru þeir eiginlega að segja að Óli hafi verið langbesti kosturinn og ekki verið eftir neinu að bíða. Hvernig ætli þeir viti það? Það kom ekki fram að þeir hafi rætt um aðra þjálfara, aðeins að þeir hafi ekki rætt við neina aðra og að hann hafi verið þeirra fyrsti kostur.
Eru það ekki heldur sérkennileg vinnubrögð að ræða ekki einu sinni við neina aðra? Það tíðkast nú gjarnan að ræða við fleiri en einn þó svo að einhver þyki vænlegastur fyrirfram.
Var það reynsla Óla? Það hefur eflaust spilað inní en það hefur gleymst aðeins í umræðunni um Eyjólf að hann var með Bjarna Jó með sér, Bjarni er afar reynslumikill þjálfari og hefur náð góðum árangri með félagslið hér á landi. Varla var það því bara reynslan.
Ég veit eiginlega ekki hvort að mér finnist Óli gott val á þjálfara, aðallega af því að ég hef ekki náð að spá neitt í það. Hann hefur vissulega reynslu og hefur skilað fínum árangri síðustu ár. Það getur meira en vel verið að hann verði farsæll þjálfari, ég vona það. Ég fatta bara ekki hvað þeir voru að flýta sér.
KSÍ er greinilega óttalegt sandkassabatterí, þeir fá haug af peningum frá UEFA sem þeir dreifa til félaga á Íslandi. Sparkvallaverkefnið frá UEFA hefur líka verið afskaplega vel heppnað. Ég hef það hins vegar aðeins á tilfinningunni að þeir vilji ekki fá neina nýja í sandkassann sinn. Þess vegna hlýtur að vera best að ráða einhvern strax og kaupa sér þannig frið í smá stund, allavega í tæpt ár þangað til ný undankeppni hefst. Óli er súkkulaði á móti Dönum, ef það gengur vel þá er það honum að þakka en annars Eyjólfi/Bjarna að kenna. Æfingaleikirnir í vor eru síðan eðlilega stikkfrí þar sem að nýr maður þarf tíma til að byggja upp lið.
Eina genginu sem lá því lífið á í þessu var stjórn KSÍ, eitthvað hafa þeir að fela en ég hef ekki hugmynd um hvað það er.
Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.10.2007 | 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jórsalir 4, nóg af kóki en ekkert saltnammi. Engir gestir að þessu sinni, Minime farinn heim til sín. Var að spá í að skrifa þetta frá Bifröst en nennti ekki að keyra í myrkri eftir leik.
Það verður gaman að sjá hvernig liðið verður, er næstum að vonast eftir miðju með Gerra, Masherano, Xabi og Babel.
15.45 Var að sjá liðið. Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Gerri, Alonso, Masherano, Voronin, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Við gætum mögulega verið að sjá ný level af sérkennilegheitum frá Rafa, Gerri jafnvel á vinstri, allavega hann eða Voronin, gott að Babel er ekki kantmaður eða svoleiðis?
15.48 Gaupi er í settinu með Grana og Frey úr FH, það er reyndar einn stór kostur við það, Gaupi er þá ekki að mala á meðan leikurinn er í gangi. Spái Hödda og Bjarna Jó í lýsingunni.
15.49 Gangurinn að klefunum á Anfield er svona eins og landgangur á flugvöllum, einbreitt eiginlega, ætli það verði ekki rýmra á Shankley Park
15.51 Torres er sérstaklega vel greiddur í dag, hann hefur mitt leyfi til að skora þrennu í dag.
15.52 Það er mér hulin ráðgáta, nú eins og áður, hvernig Voronin gat fengið tíuna
15.54 fyrir þau ykkar sem ætla að hringja til að spyrja hvað mér finnst um hitt eða þetta í fréttum þá get ég svarað því strax, mér finnst það alveg fínt eða afleitt, allt eftir aðstæðum, það eru 5 mínútur í leik þannig að ég tek ekki síma í 2 tíma, Grani og Freyr spá báðir 3-1, reyndar fyrir sitthvoru liðinu
15.56 Arnar er einn að lýsa, holy smoke, var enginn sérfræðingur laus?
15.57 You´ll never walk alone
15.58 Nett taugaspenna, hollt og gott því þá er manni ekki sama
15.59 Theo Huxtable er á bekknum, stóð sig sennilega ekki nógu vel síðast hjá Arsenik. Yfir/undir á beinum ristarspyrnum hjá Kuyt er 9, þar af minnst 7 úr sérkennilegum vinklum
16.02 Arsenal byrjar með boltann, það skiptir yfirleitt ekki miklu í fótbolta
16.03 Þetta er Kuyt/ Voronin á hægri/vinstri, Gerri fyrir aftan Torres, það lítur vel út. Meikar meira að segja sens, nema kannski fyrir þær sakir að hvorki Voronin né Kuyt eru kantmenn, þeir eru samt eiginlega ekki heldur senterar, hmm.... þeir eru svona sóknarmenn, crap, Carra er meiddur
16.06 Voronin með spjald, best að taka hann þá útaf. Hann fékk þetta eftir svona látannfaratrix, hann gleymdi bara að snúa við og taka boltann því það var enginn annar þar
16.07 Þeir eru búnir að laga HD hljóðið allavega, Liver með auka svona meter fyrir utan teig
16.09 Gerri að taka þetta, af hverju eru þeir að vesenast með það að renna boltanum
16.10 Já ok, kannski af því að Gerri getur þá neglt honum inn, 1-0, nammi namm
16.11 Fínasti auki hjá Gerra, er almennt ekki hrifinn af því að renna boltanum til hliðar í auka, það gefur hinum séns að komast fyrir boltann, hjálpaði þarna að innsti gaukurinn í veggnum ákvað að vera ekki lengur í veggnum
16.12 Ég held að Voronin sé ekki búinn að fatta hvað gult þýðir, hann var allavega að renna sér aftur, ok, ég skal útskýra ef hann skyldi lesa þetta í hálfleik, sko, ef þú ert kominn með gult þá þarftu að passa þig dáldið, annað gukt þýðir nefnilega ða þú ert rekinn útaf og það má enginn koma inná fyrir þig
16.14 Crouch að hita upp, veit ekki alveg hvað það þýðir, vona að Torres sé í lagi
16.16 hendi á Hleb, þetta var samt bara önnur, veit ekki af hverju þeir dæmdu á þetta, Gerri er í svona frjálsri stöðu fyrir aftan senterinn, sýist honum ekki leiðast það mikið. Arsenik er að svona þvælast upp kantana, vel spilandi lið samt
16.18 Almunia í marki hjá Arsenik, var ekki Lehman búinn að segja wenger að passa sig? hann hefur sennilega misst af því, hjúkk, Adebayor í færi en Reina reddaði
16.20 Voronin er búinn að eiga 5 sendingar, þar af 7 á mótherja
16.21 Hyypia með langan bolta sem var sentimetra frá því að hitta Torres, eða reyndar svona 2000 sentimetra
16.22 Arnar hefur eiginlega ekki sagt neitt vitlaust það sem af er, hmm.... ok, þangað til núna þegar hann sagði að dómarinn væri hliðhollur Liver en svo 5 sekúndum seinna að að hann væri samkvæmur sjálfum sér þegar Liver fékk ekki auka, ég er smá ringlaður, hvort er þetta Arnar?
16.25 OK, nú sagðist hann ætla að draga þetta til baka frá því áðan, þetta er eiginlega meiri Derby leikur en á móti Everton síðast, allavega er tempó í þessu og menn virðast smá pirraðir
16.27 Torres reyndi rennonumframhjáoghlaupatrixið en gleymdi að renna boltanum fram Toure
16.28 Liver er aðallega að reyna að negla fram á Torres, er það ekki venjulega betra ef það er allavega í áttina að honum, eða bara allavega ekki beint á markmanninn
16.29 Gerri með skot eftir 2 horn, aftur horn, á það ekki að vera víti?
16.30 Æ, þessi 3 horn og víti brandari er að verða þreyttur, ég er hættur að notann. Carra prófaði einn langan á Torres, það er ekki gaman að elta svona þvælu allan leikinn, nú sást reyndar að það var hendi á Sagna í horninu, það er stundum víti en reyndar var þetta bara önnur
16.33 Carra sló Eboue inní teig, það má ekki, af hverju sá línuvörðurinn þetta ekki, nú var Gerri með eina Ninja tæklingu en meiddi sig, sýndist hann fá högg á ökklann, þetta var ekki gott allavega
16.35 Voronin hitt núna loksins á samherja, það gerðist reyndar þegar hann var að hreinsa, ok þetta er dáldið ýkt hjá mér, hann hitti einu sinni eða tvisvar á samherja áðan af 5 metra færi
16.36 Arnar hefur verið að finna blaðið sitt með gamalli tölfræði, það er fínt, virkar svona eins og suð í sjónvarpinu
16.38 Arsenik eru búnir að vera betri bróðurpartinn af leiknum, það er ekki sama flæði í Liver, kannski að því að kantararnir eru ekki kantmenn og að Liver reynir eiginlega bara langa bolta
16.40 Adebayor að reyna að setja schnabel í eyrað á Hyypia en hann varði sig með olnboganum, shit hvað hann hoppar hátt, það er reyndar mikið betra en Scwarzer í ManU leiknum í gær, hann hoppaði niðrávið í markinu hjá Nani
16.43 Það eru svona 4 eftir af fyrri, Liver má eiginlega þakka fyrir ef þeir ná að fara í hálfleik með þessa stöðu, væri gott samt
16.45 Gerri með ágætan auka, munaði ekki miklu að Sami næði að skalla af markteig, það telur reyndar ekki mikið að ná boltnaum næstum því
16.46 Mér sýnist nokkrir þarna vera orðnir dáldið þreyttir, það er svo sem búið að vera hellings tempó í leiknum, Torres reyndi eina 60 metra skiptingu með vinstri, hann dreif svona 30, það var ekki nóg, nú meiddi Torres sig, hvað með að henda boltanum útaf þá, nei ok, Torres er staðinn upp.
16.49 Þegar Crouch kemur inná fyrir Torres, ætli við höldum áfram að reyna bara stungur? Er það ekki dáldið eins og að fara í malargryfju að kaupa í matinn að stinga á Crouch, það er eitthvað sérkennilegt við það
16.51 ok, hálfleikur. Liver eru yfir og það er svona passlega sanngjarnt, Arsenal hafa allavega verið meira með boltann og hafa fengið eitt/tvö færi. Crouch er á leiðinni inná fyrir Torres í seinni, það ruglar aðeins kerfinu hjá Rafa, hvort ætli hann hæti þá við skiptinguna á 54. 75. 87. mínútu? Ég spái því að þetta veðri í staðinn fyrir 54. mínútu skiptinguna. Babel kemur þá inná fyrir Voronin á 75. ef Voronin les bloggið í halfleik og lætur ekki reka sig útaf.
17.06 Það var viðtal við Grobbelar í hálfleik, Pétur Hafliði fór einu sinni útá lífið með honum, kemur fáum á óvart að Grobbi er skemmtilegur náungi, hann lítur einhvern veginn þannig út, svona svipað og að ég er pottþéttur á því að Souness er leiðinlegur
17.08 Jónas Grani benti réttilega á það í hálfleik að Liver er ekki með neina kantmenn. Það skiptir líka voða litlu máli þegar senterinn þinn getur eiginlega bara skorað eftir fyrirgjafir, gott að við vorum ekki að setja einn tveggja metra inná sem getur bara skorað eftir fyrirgjafir
17.11 Hey kúl, þið vitið svona þegar tónlistarmenn gera kóver af lögum í virðingarskyni við aðra tónlistarmenn, Mascherano var núna, í virðingarskyni við Momo, að taka Momo trix, þ.e. að vinna boltann en hlaupa svo af stað í dellu og missann aftur
17.13 Arsenal með þokkalegt spil, láta bolta flæða ágætlega á milli kanta, nú var Crouch að taka boltann niður, snúa sér og negla langt fyrir utan teig, ég hef ekki séð þetta áður, Gerri með horn beint á fyrsta varnarmann, sko það er ekki erfitt að taka horn og auka, koma boltanum bara aðeins yfir fyrsta varnamann, það er yfirleitt nóg
17.16 Arsenal með skot í stöng og Fabregas með skot framhjá tómu marki af vítapunkti, kom eftir frábært spil frá þeim. Mashcerano fékk gult eftir eina tveggjafóta stökktæklingu, gott að það eru ekki reglur sem segja að það eigi að reka útaf fyrir svoleiðis eða neitt
17.18 Nú var Crouch að salta einn, það eru tæklingar og aksjón í þessu.
17.20 Endursýning af Ninjastökkinu hans Masherano, merkilegt að hann sé ennþá inná og líklega ágætt fyrir Sagne að hann hoppaði frá þessu
17.21 Dammit, Riise með fyrirgjöf á fyrsta varnarmann, hann á samt að vita að horn/aukaspyrnureglan á líka við um fyrirgjafir, nennir einhver að sms-a því á hann ef hann skyldi vera með símann á sér inná, ég er ekki með númerið hans
17.24 Reyndar eitt með svona slána eins og Crouch, það er erfitt að kenna þetta, þ.e. hæð
17.25 rúmar 10 í Voronin/Babel skiptinguna, ég held að Arsenal sé að færa sig framar, allavega er svæði fyrir Crouch til að hlaupa í og ekki hleypur hann hratt.
17.27 Þetta var óvænt trix, Benayoun var að koma inná fyrir Voronin á 65. mínútu, Alonso næstum búinn að skora með hendi, Arnar næstum búinn að fatta að það var aksjúallí dæmt á þetta, Theodore Huxtable Walcott að koma inná
17.29 Þessi skipting ruglaði mig dáldið, síðan hvenær skiptir Rafa eftir 64. mínútur, geri mér enga grein fyrir því hvað þetta þýðir, nú er Alonso meiddur aftur; Arbeloa að koma inná með hárkolluna hans Pennant, þetta er sennilega svona í virðingarskyni við Pennant víst hann meiddist, fallega gert hjá honum
17.32 ég er ekki hrifinn af þessari skiptingu hans Rafa, hefði ekki verið hægt að færa Gerra neðar og setja Babel inná, getum ekki alveg pakkað finnst mér. Jafnvel hægt að færa Yossi innar og koma Babel á kantinn, hann hefur hraða til að breaka á þá ef við skyldum einhvern tímann ná boltanum af þessu Arsenal liði
17.35 Tvær skiptingar á leiðinni hjá Arsenal, Mascherano vann boltann til Riise sem hljóp af stað og reyndi þríhyrning við Toure, sennilega ekki fattað að hann er ekki með honum í liði þannig að Toure gaf ekki boltann á hann aftur
17.37 Riise með skot beint fyrir utan teig eftir að Gerri gaf fyrir af vinstri kantinum, ætti kannksi að vera öfugt en þetta var allavega ágætt skot.
17.39 Bendtner skallaði í gegnum klofið á Sami, dáldið töff, Arsenal annars í reit inní teig hjá Liver, kannski að við ættum að reyna að taka boltann af þeim
17.40 Það er svona korter eftir, AArbeloa er að reyna sama trix og Voronin í fyrri, þ.e. að gefa mest á kallana í hinu liðinu, hann er allavega dáldið lengi að þessu eitthvað. Fabregas búinn að jafna, kemur ekki mikið á óvart enda Arsenal búnir að vera betri eiginlega allan leikinn 1-1
17.43 Ætti að verða tempó þessarar síðustu 10 mínútur, ekki að það hafi vantað hingað til. Crouch að pressa inní teig hjá hinum, Yossi ákvað þá að dekka svæði við miðjulínuna, borgar sig ekkert að hjálpa við pressuna ef hún skyldi kannski virka. Svæðið við miðjulínuna skapaði allavega ekki hættu
17.47 Dómarinn tók boltann af Kuyt á miðjunni en Carra reddaði því, er annars að pæla í því hvar Neil Mellor sé, hann hefur skorað á CopEnd á móti Arsenik
17.49 Töff, sama trix og áðan, Arsenal með skot í stöng og síðan frákast framhjá, Liver fóru með 8 fram áðan, verst að Gerri ákvað þá að missa boltann þegar hann var aftastur af þeim
17.50 Arbeloa með sendingu sem fór ekki á mótherja, fór reyndar úaf en allavega ekki á mótherja
17.51 Mér er búið að takast að blokka svo vel á Arnar að Ómar þurfti að benda mér á að hann hafði líkt Sami við gamlan finnskan vörubíl
17.54 Þetta fer að verða búið, eigum eiginlega ekki mikið meira skilið en 1 stig úr þessu, hefði svo sem verið fínt ef Gallas hefði ekki náð að henda sér fyrir skotið hans Gerra áðan en so be it.
17.55 Flautað af, endaði 1-1 sem er sennilega sanngjarnt svona þegar allt kemur til alls. Liver hefði hugsanlega getað hangið á þessu en Arsenik átti ekki skilið að tapa þessu. Nú er bara að vona að Torres og Xabi séu í svona þokkalegu lagi, við þurfum á þeim að halda.
Ómar vinur minn, sölukall hjá Eyjunni er farinn að skrifa leikjadagbækur líka, hann er dáldið reiður bloggari sem gerir bloggið hans dáldið skemmtilegt. Hann er samt markmaður þannig að hann er með soldið skrýtnar hugmyndir um fótbolta , heldur t.d. með ManU sem er yfirleitt merki um að menn séu ekki alveg með fulle fem
Íþróttir | 28.10.2007 | 15:42 (breytt kl. 18:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
ef rétt er að Óli Örn, vinur minn, hafi verið að væla í blaðamönnum um landsliðsþjálfarann. Hef litla trú á því að það sé rétt. Árangurinn er hörmulegur, það fer ekkert á milli mála og erfitt að sjá að Eyjólfur geti verið áfram með liðið. Vandamálið ristir hins vegar dýpra. Við höfum eiginlega ekki náð neinum árangri af viti síðan Atli var með liðið og flestir átta sig á því að hann erfði liðið hans Guðjóns.
Mér segir svo hugur að vandamálið sé ekki síður hjá leikmönnum. Agaleysið fer að verða vandræðalegt, ég á ekki við sögusagnir um næturlífið heldur agaleysið inná vellinum. Það er í raun afrek að fá jafn mörg mörk úr föstum leikatriðum og við höfum fengið á okkur undanfarin ár. Sér í lagi af því að við erum yfirleitt með frekar hávaxna og hrausta menn í liðinu.
Sko, ég er með lausn á þessu. Ráðum við Willum og látum hann hafa svona 5 ára samning þannig að hann geti byggt upp lið sem hann vill nota. Þegar hann er með svona langan samning þá geta misvitrir blaðamenn heldur ekki byrjað að grenja eftir 6 mánuði eða ár um að þessu eða hinu eigi að breyta. Það ætti að verða samstaða um Willum alls staðar, nema kannski helst hjá Val. Fáum svo fasta 5-6 æfingaleiki á ári á landsleikjadögunum yfir veturinn þannig að landsliðið geti spilað eitthvað saman, Willum verður ekki lengi að henda þeim köllum úr liðinu sem nenna ekki í æfingaleikina(lesist: "kóngarnir")
Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 24.10.2007 | 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jórsalir 4, ég er að elda þannig að þetta gæti orðið aðeins stopult, gæti reyndar orðið stopult af því að mér er slétt sama um bæði þessi lið
18.50 Gaupi einn að lýsa, það er svona eins og að fá null í tombólu. Newcastle Brown Ale eru búnir að vinna 3 í röð, Tottenham engan í röð.
18.53 Gaupi er búinn að fara yfir stöðuna í deildinni og hvaða leikir eru framundan, hann hefur ekki komið með neitt sérkennilegt komment ennþá, nema reyndar akkúrat núna, var að taka það fram að Arnar hefði lýst West Ham leiknum eins og honum einum er lagið
18.58 Gaupi sagði okkur rétt áðan að Newcastle hefði unnið 3 leiki í röð, var svo rétt í þessu að bæta við að Allardyce hefði byrjað vel hjá Newcastle en liðið væri núna að koma til baka eftir frekar erfitt gengi, þeir eru samt bara búnir með 8 leiki í deildinn, er það bara ég sem er ringlaður?
18.59 Frekari tölfræðiupplýsingagreiningar frá Gaupa, dáldið eins og að hlusta á pípara lýsa skurðaðgerð
19.00 leikurinn byrjaður, Berbatov á bekknum, kannski ok að láta 18 milljóna senterinn darren bent spila eins og einn leik. Tottingham eru í dáldið fínum hvítum búningum
19.03 búinn að elda, kjöt og pasta, smá hlé á meðan ég næ í þetta
19.04 Kominn með þetta, er sem sagt núðlusúpa með kjötbragði
19.05 Best að hrósa Gaupa, hann má eiga það að hann er duglegur að ná sér í stöff um leikmenn og hafa með sér í leikinn, var að segja okkur að Abdoulaye Faye hafi spilað hjá Lens, vona að hann haldi sig við svona stöff, það er kannski ennþá von?
19.10 Emre meiddist aðeins áðan, eru það annars sérkennilegustu viðskipti síðari ára, þegar Souness vildi endilega losna við Jenas og keypti svo Emre. Hver ætli tilgangurinn hafi verið að losa sig við Jenas, hver vill svo sem eiga unga enska varnarmiðjumenn? Jón Bjarni sagði um daginn að við ættum kannski að fá Souness til að taka við Liver aftur, hann var að sjálfsögðu að grínast en mér er ennþá flökurt við tilhugsunina
19.13 Bale fékk gult fyrir að tefja horn hjá Newcie brown ale, Faye átti síðan skalla í stöng uppúr horninu
19.15 gott að sjá að fair play herferðin er að virka, Bale fékk auka og sat og var að kveinka sér, Tottingham notaði þá tækifærið og tók aukann strax, ekki það að Bale sé í tottenham eða neitt
19.17 Mér finnst þessi núðlusúpa ágæt, geri samt ráð fyrir því að Maja eldi eitthvað annað eftir tvær vikur, hún er afbragðs kokkur, ætli maturinn þá sé inní þriggja ára planinu eða er það meira svona almennt um það hvað maður ætlar að gera, ekki endilega máltíðir hvers dags?
19.20 Bale farinn útaf meiddur, Geremi steig á hann áðan, það var held ég ekki gott.
19.21 var að fatta að Arsenal eru komnir með 25 stig úr fyrstu 9 leikjunum, það er slatti, það er eiginlega svona manager byrjun, fyrir þá sem ekki vita hvað manager er þá get ég bara ekki hjálpað ykkur
19.24 ég hélt einu sinni með tottenham, það var þegar ég var svona 8 eða 9 ára, já ég veit dáldið langt síðan, það var af því að garth crooks var í liðinu, mér fannst svo skrýtið að sjá svarta menn spila fótbolta
19.26 nei, mér finnst það ekki ennþá skrýtið, en takk fyrir að spyrja
19.27 Owen í færi en markmaðurinn varði vel, fannst þetta skrýtið þangað til að ég fattaði að mrs. robinson er ekki í markinu hjá tottingham heldur einhver cerny. Það er ágætt fyrir þá, prófa að vera með markmann sem stoppar hitt liðið í færum í staðinn fyrir að gefa þeim færi, allavega vel þess virði að reyna, svona miðað við að þeir eru i 18. sæti og svona
19.29 Tottenham með sama trix og þeir skurðuð tvisvar úr á móti liver, einn langur sem annar senterinn flikkar á hinn, Keane komst í færi en skoraði reyndar ekki. Þetta er kannski svona óstöðvandi trix, svipað og lokasparkið í karate kid 1
19.31 ef þetta er óstöðvandi af hverju nota þeir þetta þá ekki meira, ekki eins og að annað sé að ganga allt of vel hjá þeim. Litli tyrkinn að minna á sig segir Gaupi, Emre átti sem sagt skot framhjá. Nú fáum við ferilskrána hans Emre, þetta eru ágætis upplýsingar frá Gaupa
19.35 Faye með tveggja fóta stökktæklingu sem Keane hoppaði uppúr, það má víst taka tveggja fóta ef maðurinn hefur vit á því að hoppa, ekki viss um að Gylfi væri hrifinn af þessari dómgæslutúlkun
19.37 Chimbonda hraunaði einn og fékk gult, kom þá alveg steinhissa veifandi einum fingri, hann heldur víst að það megi taka eitt hraun áður en maður fær spjald, Duffield vinur minn er dáldið inná þessari skoðun líka.
19.39 Það eru búnar 39 mínútur og eiginlega bara eitt alvöru færi, það er ekkert spes. Sjálflýsandi græna peysan sem dómarinn er í er hins vegar dáldið spes, hann er svona eins og grænn hlunkafrostpinni
19.42 Hmm, ætli Gaupi hafi verið nýbúinn að borða þegar hann mætti í útsendinguna, hann hefur eiginlega ekki sagt neitt furðulegt í útsendingunni, hann er kannski svona mettur og sæll að honum detta engir misjafnir brandarar í hug. Þetta er þá fínt trix, svona þangað til að handboltatímabilið byrjar, hvenær sem það nú er, gefum Gaupa helling að borða fyrir lýsingar
19.45 Obafemi Martins að skora gott mark, hann er fljótur og góður, reyndar sterkur líka, ætli þeir vilji skipta á sléttu á honum og crouching tiger? Og þá byrjaði ruglið í Gaupa, Martins fagnaði með einhverju flikkflakkheljarstökku, Gaupi byrjaði þá á 15 sekúndna lýsingu á því að Martins gæti keppt fyrir Ísland á ólympíuleikunum í fimleikum, bara ef hann fengist til að skipta um ríkisfang, það þyrfti einhver að gefa Gaupa eitthvað að borða í hálfleik, þetta var búið að ganga svo vel hjá honum en hann er sennilega að verða svangur
19.56 Gaupi má samt eiga það að hann er snyrtilegur í taujinu kallinn, það er alltaf ágætt
19.58 Það geta allir verið heimsborgarar, nýju auglýsingarnar eru ágætar, toppa samt líklega seint Jack-ið frá síðasta vetri
20.01 Gaupi segir að tottingham sé líklega að fara að tapa þessum leik, það gæti alveg verið rétt hjá honum. Gaupi að fara aftur yfir stöðuna í deildinni, hann er markviss í kvöld kallinn, allavega svona mestan partinn.
20.05 Hive að hringja aftur og bjóða mér eitthvað, heyrðist síðan ekkert í þeim, verða þá líklega að hringja aftur, alltaf gaman að símasölufólki svona yfir leiknum, hélt fyrst að Sigfríð væri að hringja en hún veit sennilega að það er leikur
20.07 Það er stundum dáldið svipað með leikjadagbækurnar og sunnudagsboltann hjá mér, meiri kraftur framan af. Þessi leikur er dáldið gamaldags á köflum, ef þið kannist við myndir úr hm frá 60 og eitthvað, svona einn sem hleypur og 1 til 2 að verjast honum, aðrir standa og horfa. Newcie brown ale var að skora úr horni, 2-0, Cacapa skoraði með skalla. Berbatov þá farinn að hita upp, kannski kominn tími til að taka hann úr skammarkróknum sem Gaupi talaði um í hálfleik
20.12 er ekki dáldið vesen að vera með Robbie Keane sem fyrirliða þegar þú ert með Berbatov og Darren Bent í hópnum líka, þarf eiginlega fyrirliðinn þinn ekki að vera pottþéttur í liðið? eru ekki bæði bent og berbatov betri en keane?
20.15 að sjálfsögðu skoraði þá Keane, reyndar úr frákasti eftir að Bent skallaði í stöng 2-1, allavega mörk í þessum leik, Berbatov er samt að fara að koma inná, einhver aðstoðarþjálfari að með töflufund á hliðarlínunni til að útskýra eitthvað, Berbatov inná fyrir Malbranque
20.17 Berbatov er eitthvða kalt, hann er með jesperblomqvist ermatrixið, mér finnst það alltaf frekar furðulegt að sjá, sérstaklega þegar menn eru þarna á stuttum
20.19 Gaupi er orðinn svangur aftur, þetta var að koma uppúr honum " Allardyce hefur lést talsvert frá því að hann kom frá Bolton, kannski verri matur, ég veit það ekki", gott að Gaupi er að hugsa um leikinn
20.21 Gaupi kominn aftur í blöðin sín, það er fínt, Cacapa er frá Brasilíu, var í Atletico Madrid, áfram svona Gaupi, maturinn er á leiðinni
20.24 Tottenham er búið að fá á sig 20 mörk í 10 leikjum, það er slatti í poka
20.25 Gaupi er líka með svona fínan framburð, djínas. ok, fínn framburður og fín föt hjá honum, tískuþáttastjórnandi kannski?
20.27 Joey Barton á leiðinni inná, hann er geðgóður, verst að bowyer er farinn frá newcastle
20.33 Milner var að skora 3-1 ágætis mark, það svona eiginlega drap aðeins þennan leik, þetta verður svona engin miðja leikur, liðið sem er yfir parkerar 2-3 frammi sem sækja en hitt liðið er með 5 frammi, ekki ósvipað æfingu þegar lið spila á lítinn völl
20.40 Jenas er víst búinn að vera alveg hrikalega slakur, ööö ég hef eiginlega ekki tekið eftir því, hann hefur svo sem ekki gert mikið en veit ekki hvort hann hefur verið hrikalega slakur
20.43 Þessi leikur dó eiginlega við þetta þriðja mark, það eru ca. 7 mínútur eftir og nenni eiginlega ekki að horfa á restina af þessu, Newcastle búnir að vera betri mestallan tímann. Ætla að sjá hvort það er ekki eitthvað skemmtilegra í tv.
20.53 Það gerðist ekki meira í leiknum, Martin Jol var dáldið fýldur á svipinn, sennilega lítið eftir af Tottenham ferlinum hans, best að nota þá síðasta tækifærið til að minnast á það að hann á 2 bræður sem heita dick og cock
Íþróttir | 22.10.2007 | 18:53 (breytt 23.10.2007 kl. 19:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eða gæti verið að hljóðsendingin sé á undan myndinni. Ég held að Arnar Björnsson sé í Englandi að lýsa þessu, lógískt því mér skilst að hann hafi verið ða Arsenik leiknum í gær. Þá var smá vesen með það að lýsingin hans Arnars var á undan myndinni okkar, munaði ekki miklu en nóg til þess að það böggaði mann.
Núna er hann hins vegar örugglega svona sekúndu á undan þannig að ef eitthvað gerist í leiknum þá veit maður það áður en maður sér það, skyggn? Man öðru hvoru eftir þessu úr útsendingum af handboltastórmótum, það er þetta reyndar miklu meira pirrandi því þá veit maður hvenær þeir skora og ekki, aðeins meira um mörk í handbolta. Er þess vegna búinn að vera með slökkt á hljóðinu núna í dáldinn tíma, það er ekki alvitlaust. Er samt með tillögu fyrir sjónvarpsstjórnendur, á meðan ekki er hægt að samræma mynd og lýsingu þegar lýsandinn er í útlöndum þá er best að láta lýsa þessu frá Íslandi. Getur vel verið að þetta sé svona umbunarkerfi þannig að spekúlantarnir fái að fara á X-marga leiki á ári, það er þá fínt, leyfið þeim bara að horfa á leikinn og hafið einhvern hérna heima til að lýsa leiknum. Víst ég minnist á það, það væri fínt að hafa Gaupa, Arnar og Þorstein dáldið mikið í útlöndum, þeir geta þá tekið viðtöl og svona, sýnt myndir frá ferðum Íslendinga til Englands og jafnvel verið með svona sína sýn á enska knattspyrnu, sem við getum þá sleppt því að horfa á og um leið losnað við þá úr lýsingunum.
Munurinn á Sýnarlýsendum sást ágætlega í gær, Arnar var að lýsa beint og það var einhvern tækling á miðjunni sem gaukurinn fékk McCann fékk spjald fyrir, Arnar var að missa legvatnið yfir því hvað hann væri heppinn að fá ekki rautt. Málið var hins vegar að þetta var ekkert sérstaklega gróft og Gummi Ben benti réttilega á í umfjöllun um leikinn að það hefði kannski verið fullmikið að spjalda á brotið.
Sko, Sýn er afbragðs stöð og sýnir alls konar íþróttir. Væri ekki ráð að láta þá, sem vita eitthvað um fótbolta, lýsa leikjunum en hinir(lesist, Arnar, Þorsteinn og Gaupi) sjá um aðra viðburði. Gaupi séi t.d. alveg um handbolta og póker(væri merkilegt nokk framför að hlusta á Gaupa miðað við dúddann sem lýsir því nú), Arnar og Þorsteinn gætu skipt á milli sín boxi, fitness og öðru slíku. Ég veit að það hljómar spes að þeir sjái um fitness en það snýst meira um áhorfendafjölda sem fylgist með en sérfræðiþekkingu þeirra.
Það er töluvert um hræringar á fjölmiðlamarkaði, sýnist manni allavega. Þetta á samt ekki alveg við um sýn, þeir þremenningar eru búnir að vera þarna síðan Köben brann. Eflaust búa þeir yfir reynslu sem gott er að nýta, er ekki hægt að láta þá vera einhvers konar verkstjóra, þeir svona ráðleggja sérfræðingunum og kannsk kóvera ef leysa þarf einhver mönnunarvandræði í stað þess að þeir séu stöðugt í sviðsljósinu.
Ég einhvern veginn held að við myndum ekki sætta okkur við þá félaga sem bókmenntaskýrendur um jólin. Ég er samt pottþéttur á því að þeir hafa lesið fullt af bókum. Sama á eiginlega við um fótbolta, þeir verða ekki sérfræðingar á að hafa horft á fullt af leikjum, (já og ég veit að Þorsteinn var einu sinni markmaður). Þetta voru allavega mín 2 cent um þessa ágætu menn.
West Ham sigraði Sunderland 3:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 21.10.2007 | 16:03 (breytt kl. 16:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, ég er kominn úr Bónus, keypti spægipylsuálegg, 8 núðlusúpur og 6 Thule pilsner. Það var enginn sem kommentaði að þá vantaði neitt þannig að þetta varð ekki meira. Þetta kostaði alveg 800 kall.
Allavega, er staddur í Jórsölum 4, engir gestir að þessu sinni. Í þessum töluðu orðum er verið að sýna Urban Freestyler stöff á sýn2, þessir gaukar eru teknískir. Einhverjar fréttir af "svindli" á ksí hófinu í gær, Margrét Lára ekki valin best heldur einhver úr KR. Ég man eftir þesus einu sinni áður, það var fyrir einhverjum 20 árum þegar allir KR-ingarnir völdu einhvern úr Víði Garði, hann fékk flest atkvæði en það var mixað einhvern veginn.
11.31 Aukakrónur, þær koma bara, fer að verða þreyttur á þeim auglýsingum. Everton-Liverpool er víst fyrsti leikurinn í háskerpu(HD) í íslensku sjónvarpi. Ætli það breyti miklu í 7 ára gömlu Sony sjónvarpi?
11.34 Gummi Ben og Bjarni Jó í settinu, gott mál, það verður þá fjallað um fótbolta í þessari útsendingu. Þeir eru að tala um þreytu eftir landsleikjahléið, það er slatti af svoleiðis köllum í Liver, þýðir ekki að væla yfir því. Bjarni er ekki hrifinn af skiptimiðakerfinu hans Rafa, er ekki einn um það.
11.36 Bjarna finnst að ef menn eru heilir þá eigi þeir að spila sem eru bestir í liðinu, hann mætti senda Rafa póst með þessum upplýsingum. Gummi var greinilega búinn að ákveða að tala um liðsuppstillingarnar, þær tefjast aðeins og Gummi er að babbla til að redda sér úr því. kominn í 12 og á síðustu 60 sekúndum. Eitt við háskerpuna, það heyrist full mikið þegar þeir félagar eru að anda með nefinu, kannski er þetta reyndar ekki háskerpan heldur að þeir eru með mikrófónana uppí nefinu
11.40 Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Gerri, Mascherano, Momo, Yossi, Kuyt og Voronin, má bjóða þér franskar með því?
11.42 Gerri kominn á kantinn aftur, erum við byrjuð með það crap aftur, hver á þá að gefa sendingar af miðjunni? Sigfríð að hringja, ætli hún viti ekki að það er leikur að byrja
11.44 nærmynd af Phil Neville rétt áðan, mig langar ekki að eiga mynd af honum
11.45 Þá er það byrjað, eftir 49 sekúndur tapar Sami sínum fyrsta langa skalla, ekki gott
11.48 Yossi komst innfyrir bakvörðinn, sem náði honum fljótlega aftur, Yossi er ekki raketta allavega en er með þokkalegt auga fyrir spili, erfitt að stoppa svoleiðis leikmenn í varaliðsdeildinni
11.49 Gummi sagði að það hefði farið fullt af athyglisverðum karakterum frá Íslandi á leikinn, svo flissaði hann, hvað getur það eiginlega þýtt? fór Ástþór Magnússon?Bubbi? Voronin í færi eftir spil frá Yossi en beint á markmanninn, þetta lítur vel út hjá Liver
11.52 Momo gaf á samherja sem var 7 metra frá honum, ef hann gæti verið í þessu allan leikinn þá er hann góður, vinnur mikið af boltum allavega
11.54 Gerri og Riise tóku hörmulegan aukaspyrnuvaríant, það er yfirleitt betra þegar þú endar ekki á að renna þér þegar þú átt sjálfur auka fyrir utan teig hjá hinum
11.57 Bjarna finst dómarinn leyfa leiknum að fljóta, rétt hjá honum. Leon Osman tók stutt horn, það er við hæfi, ég held að hann sé minni og léttari en Yossi, ætli það sé hægt
11.59, ég missti af því hverjir eru á bekknum, best að tékka
12.02 Itandje, Babel, Crouch, Pennant, Lucas Leiva er bekkurinn, Sami skallaði frá áðn eftir erfiða aukaspyrnu frá Arteta, vel gert hjá kallinum, Kuyt í færi en var ranglega dæmdur rangstæður
12.04 Hmm, Bjarni sagði að dómarinn leyfði karlmannlegar viðkomur, ég er nokkuð viss um að ég hef ekki heyrt þetta áður í fótboltalýsingu, átti samt einhvern veginn ágætlega við, dómarinn hefur ekki veirð að flauta á smástöff
12.07 Mig langar heldur ekki í mynd af Stubbs
12.08 sjit hvað það er mikil rigning hérna, eða réttara sagt fyrir utan, "rigningin lemur rúðurnar" héti þetta er leikjadagbókin væri glæpaskáldsaga, Momo og Osman skalla saman, það er ekkert spes
12.13 Everton búnir að vera betri síðustu mínútur, nokkur horn sem hafa verið svona hálfhættuleg
12.15 Hálftími búinn everton betri en engin stórhættuleg færi, Sami að vinna einhverja langskalla, sem er gott
12.16 Carra að taka auka, ég fer einhvern veginn alltaf að hugsa um jólaboð hjá Liver þegar ég sé Carra, skulum bara segja að eitt árið var fenginn strippari í það og Carra fór víst uppá svið
12.19 Momo að reyna hluti sem hann ræður ekki við, skulum bara segja að það sé ekki í fyrsta skipti
12.20 Everton átti ágætis skalla og Riise þokkalegan auka, Liver aðeins að mjakast aftur inní leikinn allavega, horn á fyrsta varnarmann, annað horn. Momo reyndi vinstrifótarsendingu sem var lengri en 5 metrar, hún fór svona 15 metra frá Liverkallinum
12.23 Enn eitt hornið hjá Everton, þeir eru hættulegir í þeim, Sami með sjálfsmark úr einu slíku, hvaða þvæla er það eiginlega hjá honum, afar klaufalegt en reyndar þokkalega afgreitt hjá Hyypia
12.26 Það er sem sagt 1-0 fyrir Everton, eðlilegast væri að skipta í hálfleik enda ekki verið sérstaklega mikið að gera hjá Liver en ætli hann bíði ekki og skipti á 57. 76. og 86. mínútu þegar það verður of seint. Getum nokkurn veginn gefið okkur að Pennant komi inná fyrir Momo á 57. Babel fyrir Yossi á 76. og svo Crouch fyrir Voronin á 86. mínútu. Reyndar gæti þetta breyst ef Liver jafnar en annars verður þetta svona, jafn pottþétt og getraunaseðlar helgarinnar
12.30 Nú eru bæði Momo og Riise búnir að sleppa Everton köllum við gult með því að standa strax upp eftir að það var brotið á þeim
12.32 flautað til hálfleiks, Everton betri en ég hlakka til 57. mínútu þegar við fáum skiptingu, verst að Pennant kemur inná og er að spila á móti Lescott en það er þó skárra en enginnákantinumafþvíaðGerrierhlaupandiinnámiðjunatrixið sem þeir eru að nota núna.
12.49 Öllum að óvörum er engin breyting á Liverliðinu, sennilega svo ánægður með hvernig gekk í fyrri. koma svo liver
12.52 ekki nema 11 mínútur í skiptingu, yakubu meðð svona stökkdýfu, alltaf skondið þegar menn eru felldir en fara upp í loftið við það
12.53 allt í lagi, ég skal spyrja, á þetta ekki að vera derbyleikur, af hverju eru engar tæklingar af viti, svo standa menn bara upp og eru voðalega góðir vinir, Gummi heldur því fram að þetta verði blóðugt til leiksloka, þá rann voronin á rassinn, hann ætti að kaupa takkaskó, það er betra á grasi
12.56 er það þegar maður ér að verða 36 ára þegar maður fer að finna smá buzz af því að drekka 2,25% thule pilsner
12.57 Víti og rautt, gerri sótti þetta fannst manni, reyndar togaði Hibbert í hann, réttur dómur
12.58 Kuyt er vítaskytta og skorar, 2 reglur um víti, 1. það er betra að taka í hornið sem markmaðurinn er ekki í og 2. besta víti í heimi er víti sem þú skorar úr.
13.03 Lescott átti sennilega að fá víti og stuttu seinna skaut Riise yfir úr deddara
13.05 Liver að pressa, 3 fyrir 1 í færum en kuyt skallaði yfir
13.06 Gummi að benda á að Momo sé bestur í að vinna bolta en verstur í að send´ann, það er hárrétt hjá honum
13.09 Momo reynir dáldið svona þéttingsfastímagahæð sendingar
13.13 Babel kominn inná fyrir Yossi, það er ágætt, hann er allavega massa skotfastur, Liver eru eðlilega mikið meira með boltann, lítur vel út verð ég að segja, nú er Lucas Leiva að koma inná, vonandi fyrir Momo
13.16 Gerri er víst að fara útaf, Lucas Leiva inná, vorum sennilega með of mikla breidd í liðinu
13.19 Mascherano með skot í Osman, það er ekki létt að hitta hann, Liver að fá horn sem ekkert varð úr
13.22 Vá hvað Voronin átti lélegt skot núna, hefði ekki einu sinni verið mark í varaliðsdeildinni, McFadden inná hjá Everton, hann er ágætur, allavega í landsleikjum
13.24 Momo í dauðafæri, átti næstum jafn lélegt skot og Voronin áðan, reyndar kannski verra en þetta var hinum megin þannig að það er erfitt að meta það alveg
13.26 Nú styttist í Crouch, það er fínt að setja hann inná svona af því að við erum ekki með neina kantmenn til að gefa á hann, ekki eins og að hans styrkur sé að skalla eða neitt
13.27 Bjarni að biðja um Crouch inná, veit sennilega ekki að það er ekki komin 86. mínúta
13.29 Dæmt á Carra, hann er alveg steinhissa, þrátt fyrir endursýningin hafi sýnt það ágætlega að hann var í einhvers konar flugvélarstellingu ofan á honum
13.31 Momo missti boltann á miðjunni, það kemur öllum á óvart nema þeim sem hafa einhvern tímann séð fótbolta. Horn hjá Everton, varð sem betur fer lítið úr því
13.33 Carra og McFadden báðir gult, Carra skilur það ekki, Momo farinn útaf fyrir Pennant, fínt að hann komi inná til að gefa á engan
13.35 víti og rautt, sjáum hvað gerist, sennilega aftur Kuyt, gott skot hjá Leiva en Phil Neville varði með hendi á línu, Kuyt skoraði en Everton átti sennilega að fá víti á 93. mínútu
13.43 Everton átti að fá þetta víti, gott á þá. Kuyt var frekar heppninn að skora úr seinna vítinu, hann gleymdi reglu 1, skjóta í hornið sem markmaðurinn fer ekki í. Fínasti sigur hjá Liver á endanum. Þeir voru reyndar ekki betri fyrr en þeir voru orðnir einum fleiri og búnir að jafna, Lucas Leiva var sprækur, vel spilandi gaukur, enda Brassi.
13.52 Háskerpa á ekki við um hljóð greinilega, nú eru Bjarni og Gummi að fara yfir leikinn, held ég. Málið er að það er ekkert hljóð, þetta var svona í smá stund í byrjun leiks líka, í hálfleik var síðan tónlist eða eitthvað á meðan þeir voru að tala og nú hefur ekki verið neitt hljóð í nokkrar mínútur. Ok, ég er farinn að skilja þetta háskerpustöff, þeir nota bandvíddina sem áður var notuð í hljóð til að senda betri mynd. Svona fyrir mig þá hefði ég kosið að hafa bara hljóðið áfram, ég fæ ekki mikið betri mynd á 7 ára gamla Sony tækið.
Íþróttir | 20.10.2007 | 11:32 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |