Færsluflokkur: Enski boltinn
eða liði allavega betur ef hann væri ekki tileygður, þessi nýi fíni Ítali okkar Livermanna.
En hann er allavega með fínt hár
Aquilani samdi til fimm ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 7.8.2009 | 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bollagata 16, engir gestabloggarar en SGÓ er á staðnum.
19.08 Liver byrjaði með boltann, það er happa, best að tékka á liðinu
19.10 Liðið er Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Aurelio, Kuyt, Gerri, Alonso, Yossi, Keane og hinn gullfallegi Fernando Torres
19.12 Smá aksjón í byrjun og Liver pressar eðlilega framarlega. Varamennirnir eru Cavalieri, Dossena, Agger, Plessis, Spearing, El Zhar og Babel
19.13 Mikið skot frá Standard en Reina varði sem betur fer vel, gott skot og horn Standard. Lélegt horn og hraðupphlaup Liver, Torres fékk ódýra aukaspyrnu til hliðar við teiginn, best að Aurelio taki
19.15 Klafs eftir aukann og Keane reyndi að vippa 8 metra yfir markið, það tókst
19.16 Standard eru þokkalegir, fljótir og sterkir allavega
19.18 Löng hreinsun afturfyrirsig með beinni löpp, kúl gert en dáldið skrýtið að sjá, Standard tækla og allt, Yossi dettur og allt
19.19 Það er dáldið um skrýtið hár og skegg hjá Standard
19.20 Horn Standard sem lítið varð úr, Kuyt skallar frá
19.21 Standard eru ekkert verri eins og er, þetta er í lagi samt ennþá
19.22 Yossi með gott hlaup en hefði betur sleppt boltanum síðan á Torres
19.23 Boltinn er stjörnum prýddur, Standard með tvö færi og Reina reddaði aftur vel. Standard betri síðustu 5 en þeir höndla ekki ðressuna frá Anfield til lengdar. Eitt sem ég er að pæla, þegar hinir eru fljótir og sterkir af hverju er þá Yossi inná en ekki Babel?
19.26 Ágætis touch hjá Arbeloa og gott skotfæri hjá Alonso en lélegt skot, útspark. Keane missti síðan boltann næstum því ekki
19.28 Dante klobbaði Kuyt og nú annað gott skot hjá Standard. Skrtel að reyna eitthvað sem hann ræður ekki við, að hlaupa með boltann
19.30 Torres missti boltann, Carra með einhvers konar utanfótarhreinsun, það er dáldið hans thing
19.32 Veit ekki alveg hvers vegna en það er engin klukka á skjánum, það er sennilega meistaradeildarregla, kannski heimatilbúin en við segjum það í bili. Dómarinn er frá Sviss, hann er alveg hlutlaus
19.33 Í ekkifréttum dagsins er það helst að mikil seinkun er á flugi Iceland Express í dag
19.35 Ágætt spil en hörmuleg sending fyrir frá Aurelio
19.37 Skulum segja að það sé hálftími búinn, það er svona nokkuð nærri lagi en klukkuna vantar á skjáinn, tvö horn Liver
19.40 Liver búnir að eiga góðan kafla núna, eru með boltann á helmingnum hjá Standard, Torres klafsaðist næstum í gegn.
19.43 Standard með auka til hliðar við teiginn, Reina tók´ann. Keane er ekki mikið að spila einfalt
19.44 Einhver að reyna stungusendingu á Yossi, það virkaði merkilegt nokk ekki, fer líklega að nálgast hálfleik, eða sem sagt 5 eftir
19.46 Liver að fá horn án þess að boltinn hafi farið afturfyrir eða það var allavega tæpt en Liver er á heimavelli
19.47 Hætti í hálfleik, ætla að fá mér eitthvað að borða og einbeita mér svo að leiknum, þetta gengur eitthvað brösuglega
19.49 Hendi á Yossi eftir að hann lá einhvers staðar, það er hendi á liggjandi mann, Yossi var annars búinn að rembast við að sóla alltofmikið þarna
19.51 Liðin svipuð í fyrri og 0-0 í hálfleik, Standard með betri færi. Hættur að þessu sinni
Enski boltinn | 27.8.2008 | 19:09 (breytt kl. 19:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti leikurinn hjá Liver, hvað er Gaupi að gera í settinu? Er ekki handboltamót sem hann þarf að lýsa.
16.24 Best að tékka á liðinu.
16.25 Reina, Arbeloa, Carra, Sami, Dossena, Kuyt, Gerri, Plessis, Yossi, Keane og Hinn Gullfallegi Fernando Torres. Einhverjir í liðinu hjá Sunderland
16.27 Jebbs, Gaupi er að lýsa, hmm... sennilega ekki rétt orð yfir þetta, hann er að tala
16.28 Cavalieri, El Zhar, Aurelio, Ngog, Skrtel, Agger, Xabi á bekknum
16.29 var að lesa aftur línuna hér á undan, ElZhar, Ngog, Skrtel. Lítur dáldið út eins og ritgerð eftir lesblindan mann, eintóm ónöfn
16.30 Já alveg rétt, er á Bollagötu, gleymdi að taka það fram
16.32 Missti af því hverjir byrjuðu með boltann, það breytir kannski ekki alveg öllu.
16.33 Gaupi að lesa upp tölfræði frá síðasta ári, það er alltaf jafn lítið skemmtilegt, Gaupi er sannfærður um að Malbranque verði Sunderland mikilvægur, ætli það hafi verið þess vegna sem hinn Keane keypti hann?
16.35 Fjórar búnar, lítið gerst annað en að Sami reyndi að leggja upp færi fyrir Diouf, tókst ekki, kannski ágætt þar sem hann er ekki í Liver lengur
16.36 Keane að reyna tveggja fóta sendingu, tókst ekki, tekst reyndar sjaldnast
16.37 Diouf með nýja klippingu, held það allavega, ólíklegt að það sé komin snjókoma. Dossena og Yossi misstu báðir boltann, ekkert spes miðað við að Sunderland náði honum eiginlega ekki á milli
16.39 Plessis er langur og mjór, hann er þó allavega örvfættur
16.40 Torres með fyrsta, annað og þriðja touch, Liver fékk svo innkast
16.41 Ég held að Gerri sé meiddur, hann elti ekki einu sinni bolta sem var að leka útaf, haltrar ekki en það er eitthvað ekki í lagi
16.42 Gaupi æsti sig aðeins, eða reyndi að æsa sig, svona úlfaldi úr mýflugu
16.43 Dossena gaf á Sunderland kall, hann hitti þó boltann núna, færi núna Sunderland en skallinn beint á Reina
16.44 Kuyt fékk högg á lærið, hnjask
16.45 Er með kók og snakk, enginn bjór ennþá, fer í kveðjupartýsafmæli til hins geðþekka knattspyrnumanns Gústa á eftir. Torres hrint en lítið dæmt, reyndar fékk Sunderland innkast
16.46 Leikmenn Sunderland virka víst mjög þéttir, er það ekki frekar liðið sem er þétt, nema Gaupi sé að meina að þeir sé feitir eða massaðir
16.47 Boltinn beint á Dossena, hann náði honum næstum því með hoppinu sínu en boltinn fór undir hann
16.49 Yossi að tékka á því hvort Sunderland kallinn vildi hlaupa framhjá boltanum, sá ákvað frekar að sparka honum útaf. Gerri með skot áðan sem fór lítið sem ekkert
16.50 Dossena hitti Plessis, alveg 5 metra sending, allt að koma, einn langur frá Sami
16.52 Tuttugu búnar, eggið ennþá, lítið gerst nema þessi skalli frá Murphy áðan
16.53 Arbeloa með fína fyrirgjöf á Gordon, prófar kannski Liver kall næst
16.55 Sunderland með auka dáldið til hliðar við teiginn, reddaðist í öðrum fráskalla
16.56 Horn Liver, 25 búnar
16.58 Diouf með skot slatta yfir, Gaupi heldur áfram að mala, hvenær ætli verði boðið uppá að slökkva á þeim sem lýsir og fá bara hljóðin af vellinum
16.59 Hinn gullfallegi Fernando Torres með smá run, gerðist ekki mikið en hann er að vakna
17.00 Plessis með svona kvennaknattspyrnumarkmannshopp, hoppaði niðrávið
17.01 hálftími búinn, 0-0 og ekki mörg færi, eiginlega ekki nema eitt, Carra með einn langan
17.03 Fjóla var að biðja mig að tefla við sig, hún er ekki með fulle fem. Plessis spilar einfalt
17.04 Auki Liver rétt fyrir utan teig, Gerri tekur, Keane ýta til hliðar
17.05 þeir fengu að hlaupa útúr veggnum eins og venjulega, dómarar eru svo miklar gungur, fyrirgjöf Kuyt síðan og Liver nú með horn
17.06 Liver aftur horn, Liver aðeins að koma til
17.08 Dossena missti boltann næstum því ekki. tæpar tíu eftir
17.09 Keane tók 7 skrefa bakk í mann, það má ekki. Diouf er sköllóttur en með einhvers konar blettaflösu held ég. Gaupi nú að segja okkur að Liver hafi bara tapað tveimur heimaleikjum á síðasta ári, fín tölfræði nema hvað að leikurinn er ekki á Anfield
17.11 Yossi með ágætt run en Torres tókst ekki að komast óvart í gegn, Yossi renndi sér, dáldið skondið, hann hækkaði næstum við það
17.12 Ég er allt of mikið klæddur, er ennþá í golffötunum síðan í morgun, Liver með horn sem lítið varð úr
17.13 Trix hjá Keane en skot framhjá, ágætt samt
17.14 Damien Omen Plessis prófaði núna að hoppa uppávið, vann þennan skallabolta
17.15 Við það að koma hálfleikur, frekar sloj allt eitthvað þessi hálfleikur
17.16 Rangstaða á Kieron, hann varð eitthvað hálf súr, hann var samt rangstæður. Flautað til hálfleiks, hápunktur hálfleiksins var sennilega þegar Fjóla vinkona mín poppaði upp á msn og spurði hvort ég vildi tefla
17.33 Xabi að koma inná fyrir Plessis í hálfleik
17.34 Liver byrjar með boltann í seinni, það er happa
17.35 Diouf með trix úti á kanti og kom boltanum fyrir, tekur reyndar alltaf korter hjá honum en vel gert
17.36 Xabi með langa sendingu afturfyrir
17.37 Gerri og Keane að reyna samtrix, virkaði ekki alveg
17.38 Rafa er í gráum fötum, með grátt bindi, grátt hár, grátt skegg og tyggjó sem sennilega er grátt.
17.39 Torres er vel klipptur
17.42 Gerri með skot framhjá, boltinn þvælist dáldið fyrir Kuyt eitthvað
17.43 Diouf í færi en laust skot beint á Reina. Liver í snögga sókn en trixið hans Torres virkaði ekki
17.44 Ágætt skot frá Yossi en Gordon varði vel, horn Liver
17.45 Arbeloa með ömurlega sendingu og fékk síðan næstum spjald fyrir að brjóta á Kieron, hefði reyndar átt að fá spjald bæði fyrir brotið og sendinguna
17.46 Sami er ekki sérlega fljótur, Yossi er ekki sérlega stór, þetta er ekkert sérstakur leikur en svo sem þokkalegur
17.49 hálftími eftir, fer líklega ekki 5-5 þá, svona víst það er 0-0 ennþá
17.50 Langur bolti frá Sunderland en Carra skallaði í innkast. Er að pæla í því hvað kom yfir Rafa í hálfleik, Plessis hlýtur að hafa meiðst því Rafa hefur sjaldan skipt í hálfleik, það er kannski trixið fyrir þetta tímabil
17.52 Xabi með fyrirgjöf í innkast
17.54 og nú er enn minna að gerast
17.57 Klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag
17.58 Gaupi að velta því fyrir sér hvað Rafa geti gert, ekki mikið finnst honum
18.00 Auki hjá Liver á vítateigslínu, spurning um að skjóta beint núna
18.01 hmm, Torres skaut í Keane, svona 3 metra frá markinu, gott að þeir vinna vel saman félagarnir, já og Diouf fékk að hlaupa 4 metra á móti aukanum hjá Gerra, hef ég minnst á að dómarar eru gungur
18.04 Gerri að reyna að koma boltanum í gegnum mann, virkaði ekki, Reina er í mjög grænni peysu
18.05 Liver ætla sennilega að reyna áramótatrixið strax, ná dáldið af jafnteflum. Keane útaf fyrir El Zhar
18.08 Kuyt er orðinn senter, það er vænlegt, El Zhar á kantinum
18.09 Aurelio inná fyrir Yossa
18.11 níu plús tafir eftir, Xabi skaut rétt framhjá af 60+ metrum
18.12 Hinn gullfallegi með gullfallegt mark, skot nokkra metra fyrir utan teig, 1-0 Liver
18.13 Veit ekki hvar bandaríkjamenn eru að leita, osama er í stúkunni þarna
18.14 Torres hleypur slatta, El Zhar datt en fékk ekki auka
18.16 Einn sunderland kallinn tók boltann á bringuna, lærið, hnéð og tána í sömu hreyfingunni, Liver komst síðan í hraðupphlaup
18.19 El Zhar að fá spjald fyrir að sparka boltanum í burtu, tafði alveg í 12 sekúndur, 90 búnar, 3 mínútur í viðbót
18.20 Léleg fyrirgjöf hjá Kieron, Reina fékk hann í fangið, það er fínt
18.22 Þá er þetta búið, 3 stig til Liver eftir gott mark hjá Hinum Gullfallega Fernando Torres, alveg eins sanngjarnt, enginn rjómaleikur en svo sem í lagi
18.24 Fínt að boltinn er byrjaður aftur, fínt að Torres skoraði og fínt að liver vann, sjáumst síðar
Enski boltinn | 16.8.2008 | 16:25 (breytt kl. 18:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég á harma að hefna í draumaliðsleiknum frá fyrra ári. Er búinn að endurvekja deildina, þeir sem hafa áhuga á að vera með fara inná http://fantasy.premierleague.com/ og skrá sig, deildarnúmerið er síðan 705025-136964 sem slá þarf inní private league reitinn.
Gef lítið upp um mitt lið annað en að ég verð með Torres og Gerra, veit það kemur mikið á óvart.
Enski boltinn | 7.8.2008 | 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
meika ekki að skrifa leikjadagbók, hendi kannski einhverju inn öðru hvoru
18.26 En í alvöru, Yossi??
18.27 In Rafa we trust
18.35 Jón Bjarni spáir 1-2, Riise með sigurmarkið, venjulega tæki ég ekki mark á þessu en hann spáði rétt fyrir um útileikinn við Barca í fyrra og ég hló að honum. Ég væri til í þessi úrslit. Snorri spáir 2-1, hann er þar af leiðandi asni. Börný spáir 0-1, Riise á síðustu sekúndu, hún er vinur minn. Stoney 2-1, hún er fyrrverandi vinur minn. Ég spái 1-3, Torres þrjú
18.54 Betri leikur en ég hélt, 10 búnar og 0-0
19.12 Drogba búinn að fá dauðafæri, korter eftir af fyrri, 0-0
21.20 Var Torres meiddur? ef ekki og hann bað ekki um skiptingu þá á að reka Rafa í kvöld, ekki á morgun heldur í kvöld
22.39 Ef Pennant er lausnin, hvað er þá vandamálið?
** uppfært 1.5 kl.10.56 Torres var víst tognaður
Enski boltinn | 30.4.2008 | 18:27 (breytt 1.5.2008 kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þjónustuver valitor laugavegi 77, sérlegir gestabloggara stoney, selurinn og laura ingalls.
18.42 Ætla að tékka á liðunum
18.43 VSar, Hargreaves, Ferdinand, Brown, Evra, Nani, Scholes, Carrick, Park, Ronni og Quasimodo, bekkurinn er kuszczak, anderson, giggs, o´shea, fletcher, silvestre, webeck
18.45 liðið hjá barca er valdez, zambrotta, puyol, milito, abidal, xavi, toure, deco, messi, etoó, iniesta
18.47 Þetta er byrjað, ágúst vinur minn er held ég ekki ánægður með park og scholes, rólegur gústi minn, þetta er öruggt, barca hefur ekki karakter í svona leiki
18.48 Eiður, Henry og Bojan eru á bekknum, nenni ekki að tékka á hinum.
18.48 Barca fékk auka á vítateigslínunni til hliðar eftir 30 sek, scholes með eitt brot, sennilega ekki það síðasta
18.49 Það er tempó í leiknum, Messi með run en wes stoppaði hann, nýi samningurinn hans brown hefur ekki verið nóg itl að hann færi í klippingu
18.50 Skemmtilega við þennan leik er ða barca kann ekki að verjast, þeir verða að sækja allan leikinn, ManU mun sækja heima, held að þessi leikur verði 12 sinnum skemmtilegri á að horfa en leikurinn á morgun
18.52 Ronni rann, lét sig ekki detta, édwin bjó til færi fyrir barca, það slapp, nenni ekki að skrifa van der sar, hann heitir edwin hér eftir
18.53 Hvar er Anderson Gústi? Alveg rétt Scholes þarf að vera inná, rudólf með rauða nefið heldur smá uppá hann
18.54 Nani er fljótur, það er eins og riise nema hvað hann er ekki fljótur
18.55 Messi er ekki lélegur, hann var að sóla tvo, gaman að sjá hann í svona 60 mínútur
18.56 Rio að dunda sér, ronni datt aftur en rangstaða, hann er alltaf dáldið hissa að fá ekki auka, dómarinn er með fínt hár reyndar, já var ég búinn að minnast á að gaupi er einn að lýsa, til hamingju með það, scholes að reyna að gefa í gegnum varnarmann, það virkaði ekki
18.58 Stoney er að horfa á leikinn, ekki beint fótboltabulla, ætlar ða koma með eitthvða geðveikt viturlegt á eftir en þangað til sagði hún, allt er vænt sem vel er grænt
18.59 Scholes með þvílíkt mark, zambrotta með fáránlega þversendingu blint útfyrir teiginn og scholes vinur allra skoraði með virkilega góðu skoti, það er þá happa að stoeney kommenti, sama hversu fótboltalegt það komment er, 15 mínútur búnar og 1-0 fyrir ManU
19.01 Ronni felldur, hann þurfti ekki að láta sig detta, dettur öðruvísi þegar hann aksjúallí er felldur, ég spáði 3-1 fyrir leik, stend við það, eina mark barca keur seint hvort eð er
19.04 Ronni er fæddur ´85, þetta var info fyrir stoney, messi með gott run og skot, vel varið hjá edwin, þetta verður sem sagt messi á móti ManU, það er ójafnt
19.05 Ronni með run og park með skot framhjá, loksins þegar ronni henti sér ekki niður í teignum þá bjó hann til færi, ekki langt framhjá
19.07 Það er skondið þegar fólk poppar uppá msn og spyr hvað er að frétta í miðjum leik, það eru ekki margir sem ég svara í miðjum leik, mummi fær ekki mörg svör skulum við segja
19.09 rúmar tuttugu búnar og ManU miklu betri
19.10 Ómar vinur minn var að kommenta um að ég hafi spurt um scholes áðan, eins og allir ManU aðdáendur hafi ekki verið að spyrja sig líka hvers vegna Anderson var ekki frekar inná, var ég búinn að segja að Ómar er markmaður
19.11 George Martin upptökustjóri Bítlanna heitir ekki David May
19.12 Allt í lagi Ómar, hvað er Deco að gera inná? Puyol að skalla Milito, sprungin vör
19.15 Iniesta með eki nógu góða sendingu, reyndar ágæt ef hann ætlaði að gefa á Edwin
19.17 Deco er svo slappur eitthvað að ég held að ég myndi ekki skipta á honum og Pennant, sem þó er einskis virði, kannski slétt skipti á Voronin og Deco, æ nei, það er hálf pointless eitthvað
19.19 Deco með skot framhjá, aldrei hætta
19.21 Barca örlítið að koma til, Deco með skot framhjá og svo edwin að missa boltann útí teiginn, edwin er eitthvað meiddur, barca heldur áfram, dómarinn stoppaði loksins leikinn, edwin fékk hnéð á wes í ennið, það er ekkert spes
19.21 Veit ekki af hverju áhorfendurnir eru að flauta, sennilega af því að barca er aðeins með boltann
19.26 Nani með skalla framhjá af markteig, ágætis færi
19.27 Þrjár eftir af hálfleiknum, Láru finnst Barcabúningarnir ljótir, Messi að reyna trix me Eto´o, Barca að fá auka af 40 metrum, það er ekki hættulegt
19.29 Milito fékk næstum frían skalla af markteig, það var reyndar sniðugt ða senda Gaupa út en hann átti ekki að fá míkrafón með sér.
19.31 Abidal að reyna ða skjóta gegnum einhvern, virkaði ekki, Quasimodo að pressa og þá var flautað til hálfleiks, menn leiksins eru zambrotta og scholes fyrir markið sem þeir bjuggu til saman
19.36 Ég borðaði heavy special í hádeginu og pizzu áðan, eins og hafþór heitinn sagði einu sinni þá held ég að greenpeace myndi vökva mig ef ég sofnaði á ströndinni núna
19.38 Nú var Arnar að gagnrýna Valdes í markinu, hann hefði ekki varið þetta þó hann hefði hangið í slánni þarna uppí horninu Arnar
19.39 Ég held mig við 3-1 spána, Ronni skorar 2 í seinni og svo minkkar einhver muninn á síðustu mínútum
19.46 Deco búinn að missa fyrsta boltann, 7 sekúndur búnar af seinni, Ronni fékk smá högg, hann jafnar sig
19.48 Tvær fyrirgjafir hjá Barca, tæpt að Eto´o fengi boltann. Gaupi komst aftur úr hléinu, það hefur einhver gleymt að læsa, horn Barca eftir smá Rio trix
19.49 Fyrsta horn Barca, þeir prófuðu að gefa á fyrsta varnarmann, það virkaði ekki, kemur á óvart
19.50 Eto´o með sendingu á Park, var með vinstri en hann er samt í hinu liðinu. Stoney segir að það sé ekkert skemmtilegt að gerast núna, kannksi að hún eigi við að henni finnist ekki gaman að raða í umslög, Snorri hefur ekkert að segja og ég held ða Lára sé sofnuð, horn ManU
19.52 Ronni datt í teignum áðan, ekki víti, ManU miklu betri, myndin farin en Gaupi að lýsa ennþá, það er svona X-factor stemning hér
19.54 Ronni með góða fyrirgjöf, horn ManU
19.55 Það varð ekkert úr horninu, Deco fékk spjald fyrir að rífast
19.56 Ronni með trix og fyrirgjöf, Abidal reddaði en það var verulega tæpt, Barca eru aðallega í því að missa boltann núna
19.57 Messi með run en lélegt skot, útspark
19.58 Gott spil hjá Ronna og Quasimodo, skot en varið, vel gert hjá þeim báðum og ManU miklu líklegri
19.59 Henry á leið inná fyrir einhvern, vona Barca vegna að það sé fyrir Deco en ManU vegna að það sé fyrir Messi, Eto´o missti boltann en vann aftur, skot frá einhverjum í Wes, horn, Messi sólaði Scholes á 3 sentimetrum, breik ManU en Nani með skot langt yfir eftir gott run, alvöru leikur sem sagt
20.01 Henry inná fyrir Iniesta, hhann hefur ekki veirð spes en ætti að vera inná miðjunni í staðinn fyrir Deco, hef ég minnst á það áður að mér þykir Deco ekki góður
20.03 Abidal með sendingu í gegnum Hargreaves, fór bara ekki í gegnum hann
20.04 Væri til í að sjá svipinn á Gústa núna, ekki salirólegur, Carrick gult
20.05 Nú á að reyna skot af 35 metrum, virkar aldrei
20.06 Það eina hættulega við þetta var að það fór í vegginn, horn sem ekkert varð úr, einn gestabloggarinn kveður, nýr kominn í staðinn, Þórður Jónsson heitir hann, kallaður Þórður jr. hér en er yfir fertugu, hættulegt hjá ManU en Puyol reddaði tæpt
20.07 Tuttugu og fimm eftir, stefnir í ManU-Liver, allavega sá möguleiki ennþá fyrir hendi, sá leikur væri eiginlega of mikið, reyndar á ennþá eftir að spila leik á morgun
20.08 Henry var alveg frír á fjær en Abidal kom ekki boltanum á hann, Park og Quasi i skallatennis, Ronni fékk spjald fyrir að toga í Zambrotta, æ ég veit það ekki, fannst þetta ekki vera mikið spjald, Eto´o með óvart trix sem virkaði næstum því
20.10 Skemmtilega magnaður leikur, mikið tempó og jafnvel enn merkilegra ða Scholes hefur ekki brotið af sér síðan á 1 mínútu held ég, annað spjald á leiðinni, Yaya Toure var það núna, það var spjald, hann verður í banni í fyrsta leik á næsta ári þá, Bojan á leið inná, þetta var spes, Park tók boltann af Henry sem tók boltann af Park sog gaf til baka á engan, horn
20.13 Bojan á leiðinni inná fyrir Eto´o, Eiður að hita upp, Gaupi veit að hann kemur inná
20.14 Smá pressa hjá Barca núna, veit ekki hvort það er vegna þess að ManU eru lagstir aðeins til baka eða hvort þeir eru lagstir til baka af því að Barca eru að pressa aðeins. anywho..
20.15 Veit ekki hvert á listann yfir sérkennilegar fótboltahugmyndir það fer en ofarlega hlýtur það að vera að gefa háa bolta á Bojan á móti Rio
20.17 Messi með run en Wes tafði hann vel þannig að hjálpin kom, tæpt en virkaði ágætlega, ManU að skipta, Giggs og Fletcher inná fyrir Nani og Scholes, korter eftir, það fer að koma að öðru marki ManU, Barca fara að panicka
20.19 Barca byrjaðir á brasilíska reitaboltanum fyrir utan teiginn, þeir hafa bara ekki nóg af brössum í það, horn á Henry sem átti slappan skalla á Edwin
20.20 Það gæti vel verið að þetta yrði trendið næstu ár, 2-4 ensk lið í undanúrslitum, Gauði sagði skallann hjá Henry hafa verið fínan, get ekki sagt það, beint á Edwin
20.22 Tempóið orðið ennþá meira, dáldið um útsölur, Ronni aðeins eigingjarn þarna, Henry með skot en það var ekki nógu gott
20.23 Hvernig er heilsan Gústi? hef enga trú á Barca núna, held að þeir hafi það ekki heldur, Ronni að henda sér niður, verður að passa sig samt, er kominn með gult og það var enginn nálægt honum
20.25 Það er dáldið spes þegar lið er byggt upp í kringum mann eins Ronaldinho þegar hann er síðan ekki með, hefði kannski átt að láta dóttur Rijkard vera
20.27 Fimm+tafir eftir, mikil spenna og mikið tempó en Barca kemur sér ekki í færi, á meðan svo er þá skora þeir ekki, gott þá að Deco er ennþá inná, fyrir ManU þ.e.
20.28 ManU er búnir að pressa framar síðustu mínútur, virka rmikið betur enda Barca búnir með tempóið sitt frá því áðan
20.29 Eiður inná fyrir Toure á 88 mín. heldur í seinna lagi, meira ða segja Gaupa fannst það, Bojan komst í færi eða réttara sagt va rí færi ef hann hefði ekki klúðrað móttökunni, Hargreaves vann langan skalla, hann er góður í fótbolta, ekki dómínerandi en gerir margt vel
20.31 Messi vildi fá víti, þetta var ekki einu sinni villa í unglingakörfu, Evra að meiða sig og liggur, 90 búnar, veit ekki hvað er mikið í viðbótartíma, Evra virðist hafa meitt sig mikið, vonum að hann sé í lagi, Silvestre inná fyrir hann
20.34 þriggja mínútna tafir útaf þessu, það eru þá væntanlega um 4 eftir, þetta er að verða klárt, Eiður í hálf skotfæri, reddað af Rio
20.35 Giggs fékk auka á miðjunni, þá er þetta klárt, betra liðið að vinna.
20.36 Útspark hjá Barca, Ronni braut á Bojan útá kanti, það er þá síðasti séns, Valdes kominn fram, skallað frá og ManU komnir í úrslit, sanngjarnt hjá þeim, voru betri. Þó það hafi verið þokkalegt tempó í leiknum þá átti Barca eiginlega ekki færi í leiknum, held heim á leið
Enski boltinn | 29.4.2008 | 18:42 (breytt 30.4.2008 kl. 09:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir þau ykkar sem voru búin að gleyma þessu
Enski boltinn | 12.4.2008 | 00:23 (breytt kl. 00:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
á útivelli. Sverka the great swedish player kemst ekki frá þannig að ég mæti heim til hans að horfa á leikinn þrátt fyrir að Liver eigi heimaleik, förum nefnilega sigurvissir í leikinn í dag.
Morgunmaturinn var annars Coke Zero og saltnammi
Enski boltinn | 8.4.2008 | 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Naustabryggja 29, engir gestabloggarar að þessu sinni.
11.43 Sýnist vera allnokkuð af breytingum, best að tékka á liðinu
11.44 Hmm... Reina, Finnan, Skrtel, Carra, Arbeloa, Yossi, Damen Plessis, Lucas, listamaðurinn sem áður var þekktur sem Jermaine Pennant, Riise og Crouching Tiger. Liðið hjá Arsenik er einhvern veginn
11.47 Carra og grenjuskjóðan með hanakambinn eru fyrirliðar, þessi Plessis er næstum jafn stór og crouch og næstum jafn mjór
11.49 Plessis er örvfættur frá Lyon og langur/mjór, var ég búinn að minnast á það, var að pæla í að kalla hann Damien en það minnir mig of mikið á Omen
11.50 Crouch með gott skot af 35-40 metrum, vel varið í horn, Gerri, Sami, Torres og Voronin á bekknum
11.51 Hinn geðþekki Gilberto Silva er í liðinu hjá Arsenik
11.52 Carra með liðuga spyrnu eða eiginlega liðuga hreinsun, Plessis byrjar ágætlega og síðan Crouch með sendingu hvorki á Yossi né Pennant
11.54 Arnar er einn að lýsa, hann er að vanda sig mikið við framburðinn á Plessis, verður svona plessíííí
11.57 Crouch er dáldið einn að sóla þrjá, það er ekkert sérlega vænlegt, Pennant að fá auka, Arnar með nýjung í íslensku, "Plessíííi virðist virka mjög öruggur á boltann" hmm... er það svona kannski kannski, Sktel að salta Walcott, dæmt horn en þetta var klárlega auki, Skrtel leiðist ekki að taka skutlutæklingar
11.59 Carra með einn langan sem Coruch vann ekki, Lucas svo með einn langan sem Crouch vann ekki
12.01 Arbeloa að reyna trix sem hann réði ekki við, sóla
12.02 Hinn geðþekki Finnan er að verða Sami sýnist mér, fínn sem aukavarnarmaður, hann á þá 1-2 tímabil eftir sem slíkur
12.03 Vitið þið hvernig smámælt P hljómar, Arnar er að æfa það þegar hann segir Phlessíííí, Crouch að reyna trixsendingu á Lucas, virkaði en Lucas gat ekki gert mikið við boltann
12.05 Fín sending hjá Crouch á Riise sem fékk gott færi á vítateig, yfir með hægri, hefði verið betra að leggja í fjær, reyndar flest betra en að skjóta 5 metra yfir
12.06 Rétt hjá Arnari, Liver eru betri þessar mínúturnar
12.07 Plessis spilar einfalt, gott að sjá hjá ungum leikmanni, Pennant spilar útaf, það er verra
12.09 Vitið þið hvernig sódavatnsrjómi bragðast? var með súkkulaðikökunni í gær, eini gallinn eiginlega við skemmtilegt kvöld á Rúbín, Crouch að sóla einn óvart
12.11 Ágætis moment hjá Liver, skot frá Plessis dáldið langt yfir, 23 búnar og staðan 0-0
12.12 Toure með ágæta 60 metra sendingu á Reina, Pennant með fast skot 12 metra framhjá, allavega svona semi-fast
12.13 Arbeloa hljóp á Eboue þegar hann var að fá boltann eða allavega svona fyrir hann, ekkert dæmt, ranglega
12.14 Riise í kapphlaupi við Toure, John Arne er að verða jafn fljótur og Pennant, eftir að hann missti hraðann, Kolo vann sem sagt kapphlaupið
12.15 Svona ef þið eruð að kommenta þá er betra að setja nafnið með, Pennant fékk auka rétt innan við miðju, Riise tekur
12.17 Riise með sendingu á Toure, sem tókst. Riise fékk síðan gult
12.18 Pennant og Crouch að taka þríhyrning útá kanti, Pennant síðan með fyrirgjöf en Crouch var ennþá útá kanti.
12.19 Pennant með blinda þversendingu á eigin vallarhelmingi, Arsenal fékk boltann, Liver með hratt upphlaup en Yossi klúðraði góðu færi, skaut framhjá
12.20 Carra er með Bendtner í vasanum, Skrtel er reyndar líka með hann í vasanum, sóknin hjá Arsenal ekki öflug eins og er
12.21 Plessis með sendingu sem hefði farið beint á Riise ef hann hefði veirð 30 metrum framar og fljótur, útspark
12.22 Bendtner í dauðafæri en gaf beint á Reina, átti að vera skot
12.23 Ég held að Lucas sé að verða þreyttur, þarf smá sumarfrí, hann var slakur á móti Everton og er hálf seinn eitthvað að athafna sig í þessum
12.25 Arsenal komnir aftur inní leikinn, allavega verið sprækari núna í 3-4 mínútur, 10 eftir og 0-0
12.26 Tæpt hja liver, Arsenal innfyrir á hlið en Finnan rétt reddaði fyrirgjöfinni
12.27 Horn Arsenal, Carra var að hreinsa með utanfótarhægri, Plessííííí skallar frá
12.28 brb, lettið
12.30 Liver komnir í 1-0, útspark sem Crouch bakaði eða axlaði til Yossi, fékk boltann aftur og skaut niðrí hornið, gott mark hjá Crouching Tiger og rétt um 3 eftir
12.31 Plessis að hreinsa, þarf kannski ekki að kaupa miðjumann þegar Xabi verður seldur í sumar? Plessííí allavega búinn að spila einn góðan hálfleik á ferlinum, það á hvort eð er að kaupa framliggjandimiðjumann/afturliggjandisentertýpu og láta Gerra spila aðeins aftar, alveg nóg að vera með hinn örfætta Mashcerano þarna aftarlega, Lucas getur síðan leyst hann af í bönnunum sem hann fær
12.34 Liver að fá horn en ég veit ekki hvort þeir ná að taka það, alveg að koma hálfleikur
12.35 Þeir náðu reyndar að taka hornið en hreinsað, kominn hálfleikur og Liver yfir, meira eftir korter
12.56 Tafðist aðeins, var að rista brauð
12.57 Kolo með frían skalla eftir horn, rétt framhjá, 7 búnar og engar breytingar í hálfleik
13.00 Arsenal búnir að jafna, Bendtner með frían skalla af 3 metra færi, veit ekki alveg hvað Reina var að pæla, hann átti að kýla boltann, Pennant gaf annars auka útá kanti og fékk gult, markið kom úr aukanum, veit ekki ennþá hvað Reina var að gera frosinn á línunni
13.03 Adebayor að koma inná fyrir Hoyte, Arnar sagði að hann hefði verið að fara með einhverja galdraþulu þegar hann kom inná, ætli hann hefði sagt það sama ef hvítur maður hefði verið að koma inná og hefði beint fingrunum til himins og sagt eitthvað?
13.04 Gerri að hita upp, Arbeloa að reyna að hlaupa með boltann útaf, það tókst
13.06 Arsenal miklu betri eins og er, Yossi hljóp með boltann og misstann, Plessis að sparka Walcott niður, tók boltann en dáldið hátt með löppina, innkast
13.09 Pennant að hlaupa með boltann, missann og renna sér svo, vill sennilega fá rautt
13.10 Portsmouth komnir í bikarúrslit, unnu WBA með marki Kanu, ekki Kidda Tomm heldur hins Kanu
13.11 Gerri inná fyrir Pennant, Stefán kallinn sagði Arnar, Eboue að fá gult, ekkert sérlega sáttur, glettilega mörg gul miðað við leik sem er ekki grófur, þetta var fyrir að fara dáldið hart í skallabolta, varla gult samt, Riise með aðra lélega fyrirgjöf. Ef Riise er búinn að missa hraða, skot´og sendingagetu, hvað er þá akkúrat eftir?
13.14 Skrtel með stökkrennitæklingu við hornfánann á Adebayor, boltinn síðan í hornfánann og Finnan tók hann
13.15 Fabregas með skot í Carra, boltinn næstum í innkast við miðju, Adebayor með skemmtilegan hæl, reyndar eru eiginlega allir hælar skemmtilegir, Flamini með skot sem Reina varði ágætlega og hélt vel
13.16 Daisy Hill í Boston, hann hefur ekki verið á landinu í viku samfellt síðan Köben brann. Riise að brjóta á Eboue, nú má einhver fara að koma inná fyrir John Arne, reyndar veit ég ekki almennilega hvert vandamálið er ef Voronin er lausnin
13.18 Clichy inná fyrir Armand Traore, vissi ekki að hann hefði verið inná
13.19 sjötíuogþrjár búnar, Plessis er með fína tækni, Liver með innkast viðhornfánann hjá Arsenal, Yossi með millilangt innkast, Crouch með bakfallsspyrnu, Voronin inná fyrir Yossi, fínt að Voronin sé orðinn heill, erfitt að losna við hann öðruvísi
13.21 Hratt upphlaup hjá Liver en Riise kom upp með boltann þannig að upphlaupið varð síðan ekkert sérlega hratt, Riise missti boltann og svo missti Flamini boltann
13.22 Crouch á miklum spretti uppí hornið á eftir boltanum, ekki mjög hratt en hann rembdist slatta allavega
13.23 Gallar kominn í sóknina, meiddi sig eitthvað og fór að gráta, ágætt run hjá Bendtner annars áðan
13.25 Fabregas á leið innfyrir en Arbeloa tæklaði, hratt upphlaup hjá Liver, Voronin í dauðafæri en ákvað að vippa yfir, Hinn gullfallegi Fernando Torres að koma inná fyrir Crouch, 10 eftir
13.26 Hleb inná fyrir Flamini,ég held ða samningurinn hans Flamini við djöfulinn sé útrunninn, hann er ekki góður lengur
13.28 Arsene Wenger er í úlpu með rautt bindi, það sést sjaldan í Herragarðinum, Voronin að komast inní sendingu tli baka en datt, dæmt síðan á Plessis
13.29 Hleb með minirun en Finnan tókann, Torres að breika en kom ekki boltanum á Gerra, tæpt samt
13.30 Torres með hæl en Gerri hélt að hann ætlaði að látann fara, Torres með fyrirgjöf, horn
13.31 Lucas klókur að brjóta á Walcott í breiki, forðaði sé svo hratt og fékk ekki gult, fjórar+ eftir
13.33 Riise með þröngt skot, varð gleitt samt því það fór í innkast við vítateigslínu hinum megin, kom eftir breik hjá Torres, hann er fljótari en Crouch
13.34 Arbeloa braut á Bendtner en ekkert dæmt, var ekki mikið á það en kannski smá
13.35 Walcott á smá fundi með dómaranum, Riise skýldi boltanum útaf og var með olnbogann frekar hátt, Walcott var ekki sáttur
13.36 Carra að hreinsa þrisvar á einni mínútu, níutíu búnar
13.37 Lucas vann boltann vel, eða hreinsaði vel í innkast, þetta er að verða safe jafntefli, ásættanlegt miðað við að Liver hvíldi slatta, Hleb reyndar fékk boltann einn rétt innan við vítapunkt en klúðraði móttökunni svaðalega, var algjörlega einn og hefði haft korter í að skora, búið að flauta af núna, endaði 1-1 og Arsenal ekki sérlega sáttir, þetta var hins vegar nokkurn veginn par hjá Liver, deildin er hvort eð er búin, árangur á móti stóru liðunum á þessu tímabili, jafntefli í báðum við Arsenal og Chelski en tap í báðum fyrir ManU, ekki mikið um sigra þetta árið
13.41 bæ
Aftur 1:1 hjá Arsenal og Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 5.4.2008 | 11:43 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari Aron Freyr, Dagur á leiðinni
15.00 Liðið er Reina, Carra, Sami, Skrtel, Riise, Lucas, Alonso, Gerri, Kuyt, Babel og hinn gullfallegi Fernando Torres.
15.01 Arnar Björnsson er einn í settinu, greinilega enginn sérfræðingur verið á lausu. Everton fengu að velja helming, Liver spilar að Kopend í fyrri. Liver fær hins vegar að byrja með boltann, það er eiginlega það sama.
15.02 Aron heldur að þetta fari 2-1 fyrir Liver, ég spái 4-0 fyrir Liver.
15.03 Arteta með þokkalegt vinstriskot, ekki mikil hætta samt. Ætli Mascherano sé ennþá pirraður?
15.04 Spái 2 rauðum, Kuyt með lélega fyrirgjöf eftir að Carra kom með overlap, Sami með langan á Torres sem reyndi að skalla á sjálfan sig, meira að segja hann er ekki það fljótur
15.06 Arnar að segja að honum finnist Hibbert ekkert sérlega góður bakvörður, byggir það á leik sem hann sá á Craven Cottage, fínt að vita. Carra með stökkrennitæklingu, hann tekur yfirleitt nokkrar slíkar
15.07 Yngri Neville systirin er fyrirliði hjá Everton, Liver að fá fyrsta hornið
15.09 Yakubu að reyna að sóla fyrir utan teig, Xabi með tána í boltann, Kuyt til Torres, 1-0 og þessi líka fína afgreiðsla. Lee Carsley með stökktæklingu á Torres, fékk gult og Liver fær auka við vítateigslínu
15.11 Gerri með skot framhjá úr aukanum. Ekki gott skot
15.13 Dagur mættur og Árny Eik með honum, hún heldur líka með Liver
15.13 Luces reyndi labba20metrameðboltanntrix, boltinn var tekinn af honum
15.14 Babel með run og fyrirgjöf með vinstri, Liver fékk horn sem lítið varð úr
15.15 Verið að endursýna markið, fín afgreiðsla en einhver reyndi að taka löppina af honum í skotinu, það má ekki, Everton að mjakast framar þesar mínúturnar, korter búið
15.17 Ætli Pienaar sé minni en Osman og Mascherano, verst að þeir eru ekki inná til að maður geti séð það, Torres og Kuyt í teignum, Kuyt með skot í bakið á einum
15.18 Neville fékk gult fyrir að salt Lucas, réttilega. Phil er annars með strípur, ætli hann hafi verið á Selfossi? eða í Gautaborg?
15.20 Xabi er ekki fljótur, hvernig ætli sprettur hjá Sami og Xabi væri?
15.21 Skrtel hreinsaði svona 40 metra uppí stúku. Dæmt á Yakubu, Arnar ekki alveg að fatta að það var á rangstöðu
15.23 Carra sparkaði í horn, skildi ekkert í því að Liver fékk ekki útspark. Lescott með fína laumufyrirgjöf, reyndar ekki á neinn en laumulega flott samt
15.25 Yakubu hljóp á Sami og fékk dæmt á sig, það var ekki skrýtið, klaufalegt hjá Yak
15.26 Riise með fasta utanfótarfyrirgjöf, Liver fékk horn sem fór í gegnum allan teiginn, klaufalegt að skora ekki úr því, ekki skrýtið miðað við að þetta var Kuyt, hann er meiri kantari
15.28 Kuyt að sóla á miðjum eigin vallarhelmingi, missti boltann, var annars að sjá Osman, hann er sem sagt inná, Riise með fína fyrirgjöf en Babel hitti ekki boltann, skil ekki hvernig hann fór að því að hitta ekki boltann, já og þetta var af þriggja metra færi
15.31 Arnar er greinlega með heilan bunka af tölfræðiblöðum, var að segja okkur núna að flestir sigrara Everton á Anfield koma þegar fyrri leikur tímabilsins er á Anfield
15.32 Jagielka að brjóta klaufalega á Torres til hliðar við teiginn, Gerri tekur aukann
15.33 Góður auki hjá Gerri, Everton tókst að skalla yfir, horn Liver sem Gerri tekur líka. Það er nú verið að gera aðeins lítið úr Babel sem skallamanni, Pienaar er að dekka hann í hornum, menn á stærð við Pieenar eru yfirleitt á stöngunum í hornum
15.36 Gerri með stökkrennitæklingu, honum leiðast þær ekki
15.38 Liver eru búnir að vera töluvert hættulegri, tíu eftir af fyrri og það er helst Yakubu hlaupandi þvert sem er að gerast hjá Everton
15.40 Gerri að reyna Mihajlovic horn, best að skjóta bara beint úr þeim
15.41 Gerri með skot í stöng, verulega tæpt
15.43 Tempó í leiknum, kemur ekki mikið á óvart, varamarkvörðurinn hjá Everton heitir Vessels, þessi skeggjaði sagði Arnar okkur rétt í þessu
15.44 Yakubu reyndi alveg svaðalega lélega sendingu, hún tókst. Reina fékk boltann sem sagt
15.46 Gerri með langa sendingu og Carra með skallafyrirgjöf, Torres lagði út til Kuyt sem skaut slatta framhjá, lélegt skot, sér í lagi miðað við að þetta var með ristinni
15.47 Liver með horn sem varð lítið úr, fast horn sem sagt
15.48 Hálfleikur, Liver betri og reyndar lítið gerst hjá Everton. Aftur eftir korter
16.05 Seinni að byrja, gleymdi að minnast á varamennina áðan, Itandje, Benayoun, Finnan, Crouch og listamaðurinn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant
16.07 Torres með spes skot, ætlaði að vippa eitthvað. Arnar hélt að þetta hefði átt að vera sending, veit ekki alveg á hverni það hefði þá átt að vera því Torres var fremstur
16.08 Babel er fljótur, Pienaar felldi hann og fékk gult, Lucas er eitthvað meiddur, vonandi getur hann haldið áfram því ég veit ekki alveg hver ætti að koma inná fyrir hann, Yossi kannski
16.10 Yakubu með fínan hæl útaf, það var reyndar enginn Everton maður þar en hællinn var beinn og fínn, auki á Carsley
16.12 Kúl, hæll/hæll hjá Torres og Gerra, kom reyndar ekkert útúr því en hællhæll á samherja samt
16.13 Skólastjóraþjálfaradómaranum Leifi Garðarsyni finnst Arteta vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar, mér finnst Torres, Gerri og Carra allir vera töluvert betri, skal þó fallast á að Arteta er einn af 10 bestu leikmönnunum sem eru inná núna
16.16 Hibbert er eiginlega alveg eins og Luke Chadwick væri ef hann væri bólulaus, nú sást Osman aftur, léleg sending hjá Lucas, Gerri var ekki sáttur, þetta er sennilega daprasti leikurinn sem ég hef séð hjá Lucas
16.18 Tæpt korter búið, það eru þá svona 7 mínútur í skiptingu hjá Rafa, Everton eru sprækir núna, Osman með skalla rétt framhjá eftir auka frá Arteta, hvernig er hægt að leyfa Leon Osman að skalla, Manuel Fernandes á leið inná, útspark samt fyrst
16.21 Yakubu að reyna að henda sér niður í teignum, mátti reyna, skulum kalla þetta Ronaldotrix
16.22 Carra að reyna vonlaust trix, það tókst ekki enda var það vonlaust
16.24 Everton að tefja, dáldið spes að tefja þegar maður er undir, anywho....
16.25 Babel með fínt tækifæri til að gefa fyrir, reyndi þá lágan á fyrsta varnarmann, það tókst
16.28 Lucas í færi, fór í Yobo og í horn, lítið varð úr horninu, það er dáldið þannig í þessum leik hjá Liver, ekki mikið orðið úr hornunum í þessum leik
16.29 Skrtel með töff svona rennitæklingu, hreinsaði boltanum 40 metra í tæklingunni, tuttugu eftir og ennþá 1-0
16.32 Baines inná fyrir neville, Rafa búinn að gleyma sér eins og venjulega, Lucas í smá tæklingu
16.34 Hraðupphlaup hjá Everton, hraðupphlaup hjá Liver, hraðupphlaup hjá Everton, horn Everton, auki Liver og Reina brosti, það fannst Arnari skemmtilegt
16.35 Babel að hlaupa, ekkert kom uppúr því, ekki fyrsta skipti í þessum leik, honum hefur gengið dáldið brösuglega að klára rönnin sín, korter eftir
16.37 Carra þyrfti að fara í Pilates, hann var að taka innkast og kemur ekki höndunum afturfyrir hausinn
16.40 Hraðupphlaup hjá Liver, Torres að þvælast með boltan, hjálpaði ekki að Kuyt fór fyrir hann, Osman hljóp með boltann en þá fékk Everton innkast, spes
16.42 Og þá eru tíu eftir, Rafa ekki mikið að skipta, er að bíða eftir öðru marki kannski, sama hvort það er Liver eða Everton sem skorar, nú kom þá Yossi inná fyrir babel
16.43 Alonso að brjóta á einhverjum, auki Everton 35 metra frá marki, verður fyrirgjöf allavega
16.45 Kuyt hleypur og hleypur, hoppar og hleypur, það er dáldið hans leikur, sem er ágætt hjá kantara, Skrtel hreinsar í horn
16.47 Kuyt með skot framhjá sem fór ekki marga sentimetra framhjá, horn allavega
16.49 Torres að fá spjald fyrir að sparka boltanum í burtu, heimskulegt spjald, ólíklegt honum, samt annar leikurinn í röð sem hann fær gult fyrir rugl.
16.50 níutíu mínútur búnar, þremur bætt við eða svo
16.52 Hibbert með eina stökkninja, dæmt á það, Crouching Tiger á leið inná fyrir Gerra, hann fær þá bónusinn
16.54 Búið að flauta af, Liver vann sanngjarnan sigur
Enski boltinn | 30.3.2008 | 15:02 (breytt kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |