Færsluflokkur: Enski boltinn
![]() |
Solano segist jafnvel á förum til West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 14.8.2007 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hann er í sterkri stöðu. Er með fínan samning við Barcelona og á 3 ár eftir af honum. Af hverju ætti hann að fara eitthvað án þess að fá hækkun þegar það eru nokkur lið sem vilja fá hann. Það er allt önnur spurning hvort hann eigi skilið að vera á svona háum launum en ég sé ekkert að því, hann hefur vissulega verið varamaður en það hefur þó verið í góðum liðum, ekki eins og að hann hafi verið á bekknum hjá Stoke.
Þetta verður væntanlega síðasti stóru samningurinn sem hann gerir og sniðugt hjá honum að nýta þetta tækifæri til að hækka aðeins launin og væntanlega lengja samninginn aðeins. Miðað við launin sem West Ham er að borga gaukum eins og Lucas O´Neill þá sé ég ekki annað en að Eiður endi þarna með 4-5 ára samning og 100þús pund á viku. West Ham á líka slatta pening inni eftir að Newcastle bjargaði þeim frá því að kaupa Kieron Dyer og sjúkraþjálfarann hans, hann átti eflaust að fá 60 þús á viku þannig að West Ham er þá í raun að fá Eið á 40 þús pund á viku sem er nokkuð vel sloppið fyrir góðan leikmann í ensku úrvalsdeildinni.
![]() |
Segir launakröfur Eiðs Smára háar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 13.8.2007 | 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Tíu leikmenn Reading héldu jöfnu á Old Trafford |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 12.8.2007 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Staðsetning: Jórsalir 4, ekkert saltnammi og ekkert kók, drasl en ég nenni ekki útí sjoppu.
14.47 Reynir Leós og Pétur Hafliði í stúdíóinu hjá Heimi Karls, Pétur sagði eigandann há Reading vera full mikinn gyðing, meinti að hann væri nískupúki en svona segir maður ekki í TV
14.49 nú sagði Pétur Liver ekki verða með í toppbaráttunni, ég þarf að ræða þetta við hann. Hann er annars klókur og segir það sem honum finnst, sem er gott, allavega þegar menn vita eitthvað um fótbolta
14.58 Skipt yfir til Hödda Magg og Loga, báðir vita þeir helling um fótbolta þannig að þetta ætti að verða skemmtilegt
15.05 Brynjar og Ívar báðir í liðinu, það verður þá allavega tekið á því í dag. Leroy lita er meiddur, meiddist í rúminu, Logi náttúrulega stóðst ekki mátið og spurðu Hödda hvað hann hefði verið að gera. Evra á vinstri kantinum, gæti verið gagnlegt að vita fyrir draumaliðsleikinn
15.11 liðið hjá ManU: Van der Sar, brown, vidic, ferdinand, silvestre, ronaldo, scholes, carrick, evra giggs og shrek. Enginn af nýju köllunum í byrjunarliðinu
15.16 Höddi lætur okkur vita að Ívar sé 29 ára frá Stöðvarfirði, Logi lét að sama skapi vita að hann væri þá stöddari
15.20 Ronaldo reyndi snúningstrix á eigin vítateigslínu, sniðugur, fékk reyndar aulaaukaspyrnu, það á hins vegar ekki að dæma þegar menn reyna svona þvælu
15.26 fyrri hálfnaður, 0-0 ennþá en ManU miklu betri, Reading reyndar fengið 2 horn , það er líklega helst þannig sem þeir skora, eftir horn eða auka
15.29 Höddi og Logi að ræða markmenn frá USA, Loga finnst líklegt að þetta sé útaf körfunni þar, þeir séu svo góðir að grípa
15.31 Ronni er búinn að vera góður, skapar helling, verst að geta ekki keypt hann í varaliðið með Voronin og Yossi. Shrek tók einhvers konar utanfótarstökkmóttöku, hann er góður ennþá, hlakka til að sjá hann eftir 3-4 ár þegar hann verður eins og Fowler varð, góður fram til ca. 25ára, þeir lifa held ég svipuðu lífi
15.37 Shrek lét sig detta inní teig, hörmuleg tilraun til að fá víti, slapp reyndar við gult núna, það kemur sennilega á eftir
15.42 Shrek næstum búinn að skora, meiddi sig eitthvað við það, HöddLogi voru nýbúnir að tala um hvað hann væri í góðu formi, hann virðist reyndar vera það en fitnar væntanlega fljótlega og verður Shreklegur aftur, hann er eitthvað haltur, gott að vera þá með Pique, Nani, Fletcher og O´Shea á bekknum, 2 varnarmenn og tveir miðjumenn, ef Shrek fer útaf þá er enginn senter inná, það var sennilega ágætt að þeir keyptu Quasimodo
15.46 Shrek að rífast við dómarann, kemur á óvart, hann er afskaplega pirraður náungi
15.48 Scholes er víst með, hef ekki séð hann ennþá en restin af liðinu er að spila vel. Þeir eru að labba yfir Reading en það vantar senter þarna inná, ágæt sókn hjá ManU rétt fyrir hálfleik en Shrek missti vald á boltanum. Rétt á eftir flautað til hálfleiks, ManU töluvert betri og ég sé ekki betur en að þeir vinni þetta frekar létt, lið halda yfirleitt ekki svona lengi út. Logi er búinn að koma að sínum skammti af 5 aurum, sem er gott. Vonandi bráðum skipt yfir í stúdíóið til Heimis, ætli Pétur sé þar ennþá eða ætli þeir séu búnir að kæla hann svipað og þeir gerðu við Loga eftir að hann missti útúr sér einu sinni eitthvað um "rauðhærðan niggara", spennó
15.56 Pétur er þarna ennþá, gott mál. Þeir eru ánægðir með Reading, hafa varist vel sem er svo sem rétt en það er erfitt að verjast í 90 mín, þú þarft að sækja eitthvað, er ekki sammál Heimi um að Ronni sé búinn að vera þokkalegur, finnst hann hafa verið góður þó ég þoli hann ekki
15.59 Þeir félagar Reynir og Pétur eru myndarlegir, spurning um að ManU fái þá lánaða á liðsmyndina í staðinn fyrir Shrek og Quasimodo, það þyrfti þá ekki að taka hana í myrkri
16.05 Pétur vill færa Evruna niður í bakvörðinn og setja Nani inná fyrir Silvestre, Reynir var búinn að kommenta á það og þeir því sammála. Nani er núna að koma inná en reyndar fyrir Shrek.
16.07 Shrek meiddist eitthvað og fór þess vegna útaf. Vorkenni honum lítið, hann er of pirruð týpa til að maður geti vorkennt honum, Sýnist Giggs núna vera eini senterinn, spes
16.10 Ferdinand, Vidic eru aftarlega, flestir aðrir í sókn. ManU má eiga það að þeir sækja á mörgum mönnum, Carrick er góður þarna og mér líst satt að segja ekki allt of vel á þetta þegar Hargreaves verður kominn þarna líka. Hann og Quasimodo voru akkúrat kallarnir sem þeir þurftu
16.14 Brilli togaði með báðum, það má ekki en ekkert dæmt, Ronni komst næstum í færi uppúr því en það slapp fyrir horn, stutt í mark sýnist mér
16.16 Nú er Ferdinand kominn líka í sóknina, það voru 5 Man kallar inní þegar fyrirgjöfin kom, Evra fékk frítt skot á vítapunkti en skaut næstum í innkast
16.18 O´Shea að koma inná, kannski inní til að taka eitthvað af þessum 600 fyrirgjöfum en sýnist hann fara á miðjuna
16.20 og þó, svei mér þá ef O´Shea er ekki orðinn senter, það var sennilega eina staðan sem hann átti eftir að spila, hann skorar reyndar öðru hvoru og er ágætur skallamaður, sennilega ágætis lausn hjá Ferguson, auki hjá ManU rétt fyrir utan teig
16.22 Aukinn rétt framhjá hjá Giggs, Ronni stóð þarna líka og var kominn í splitt held ég, þetta átti sennilega að vera gríðarlegur snúningur ef hann hefði tekið þetta
16.25 Góður punktur hjá Hödda eftir að O´Shea var í færi, það er heldur dapurt að kaupa menn fyrir 50-60 mills en vera svo með O´Shea sem senter í fyrsta leik, þó hann sé fjölhæfur þá fer hann seint á lista yfir topp 10 sentera í heiminum
16.31 Loga finnst að Van Der Sar hefði átt að borga sig inn, það sé svo lítið að gera hjá honum. Gott að Loga leiðist ekki. 20 mín eftir og þetta er einstefna, Duberry eitthvað meiddur, kannski að þeir skipti honum þá útaf áður en hann gefur mark, skipting hjá Reading, rauðhærðasti maður sem ég hef séð var að koma inná, veit ekki hvað hann heitir, ég fékk ofbirtu í augun
16.34 Hann heitir víst Dave Kitson, veit það því það var verið að reka hann útaf eftir 1 mínútu, hann fór of hátt með löppina og í Evra, það mátti alveg reka hann útaf en tómt kjaftæði þarna því þeir eru endalaust að sleppa svona í Englandi. Annars staðar er þetta hins vegar rautt
16.38 nú er enginn frammi hjá Reading, það er vænlegt til árangurs, korter eftir
16.40 Vidic henti Ívari í burtu og fékk ekki spjald, það má víst í Englandi, allavega á heimavelli. Logi segir að markmenn í teignum sér fuglar sem séu friðaðir allt árið.
16.45 cirka 10 eftir og ManU eru í reit fyrir utan teiginn hjá Reading, veit ekki hvað veldur markaleysinu, kannski það tengist því eitthvað að þeir eru ekki með neinn senter í hópnum, Shrek er meiri svona sóknarmaður en fyrir utan hann er restin miðju og varnarmenn
16.49 Ronni kominn inní teig og reyndi að gefa fyrir, Brilli renndi sér og stoppaði það, skulum bara segja að það er ágætt að það er ekki hendi á liggjandi mann, 3 eftir og ManU að fá ódýran auka
16.52 Gott skot hjá Ronna úr aukaspyrnunni, Scholes fékk síðan skallafæri eftir það en náði engum krafti í þetta. Held að það sé eins gott fyrir ManU að skora núna, annars er ég hræddur um að þeir vinni ekki deildina, þú þarft einfaldlega að vinna lið eins og Reading heima. 2 eftir
16.56 auki og leiktíminn búinn, hvað gerist
16.57 Ronni skaut yfir og flautað af, það vantar senter í ManU og það var eina ástæðan fyrir því að þeir töpuðu stigum, þeir voru inná vallarhelmingnum hjá Reading allan leikinn en voru að mestu að reyna langskot. Þeir voru að vinna þessa leiki í fyrra og unnu deildina á því, ManU blikkaði fyrst í störukeppninni hjá stóru liðunum, mér leiddist það ekki
17.02 yfir í stúdíóið til Heimis, Reynis og Péturs, bæði Pétur og Reynir Manchester menn, vorkenni þeim ekkert víst Ferguson gat ekki verið með sóknarmann á bekknum. Vonandi getum við fengið Pétur og Reyni oftar í stúdíóið þegar ManU spilar, það er greinilega happa.
17.07 Búinn í bili, best að leggja sig aðeins fyrir næturvaktina. Fín fyrsta umferð búin, skemmtilegur vetur framundan
Enski boltinn | 12.8.2007 | 14:49 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jórsalir 4, enginn bjór, reyndar til í ísskápnum en vinna á eftir, saltnammið búið sem er verra
tek bara seinni, sá lítið af fyrri en Gaupi að lýsa þannig að ég stóðst ekki mátið
13.43 Essien að koma Chelski í 3-2, Gaupi missti sig og sagði þetta hafa verið gjörsamlega óverjandi fyrir markmanninn, í endursýningunni sást svo að þetta var lélegt hjá markmanninun og þá segir Gaupi að hann hefði átt að verja þetta, gaman að því hjá handboltaliðsstjóranum, ætli það sé ekki handboltaæfing einhvers staðar sem hann getur vierð að fylgjast með. Gaupi reynir dáldið suðurameríkuaðferðina, að æsa sig sem mest. Höddi Magg gerir þetta reyndar líka en hann veit þó eitthvað um fótbolta þannig að hann æsir sig yfir einhverju sem skiptir máli.
13.48 Fyrirgjöf hjá Chelski, ósköp venjuleg fyrirgjöf en Gaupi sagði hana þrisvar vera lúmska, stuttu seinna sólaði Glen Johnon einhver og þá var hann víst að reyna að smyrja sig í gegn, hvað ætli þetta þýði?
13.52 "Það er ekki spurning" er búið að koma nokkrum sinnum á síðustu mínútum, var að pæla í að telja hversu oft hann notar þennan frasa þegar hann kom með "það er spurning" hvort Drogba komi ekki inná fyrir Pizzarro. Ætli hann sé með svona lítil spjöld með frösum sem hann notar fyrir lýsingarnar? og ætli hann hafi síðan týnt flestum frasaspjöldunum sínum og eigi bara svona 3 eftir?
13.59 Hvers vegna er ekki bara hægt að lækka niður í þulinum, það er hálf furðulegt að mute-a alveg þegar maður horfir á fótbolta, sennilega orðinn vanur að hafa hljóðið af vellinum. Mikel kominn inná fyrir Essien, Mikel er víst "enginn aukvisi í þessum fræðum"
14.10 Carvalho gult, hann er svona eins og Keown var, ætti að fá gult í hverjum leik, leiðindaleikmaður en góður. Birmingham búnir að fá nokkur hálffæri núna, verst að þeir geta ekki grísað inn einu í viðbót. Gaupi hefur ekkert minnst á Svetchenko, furðulegt!
14.13 Malouda útaf, hann átti að vera í Liver. Gaupi að segja að Shaun Wright Phillips hafi verið langbesti maður vallarins, " það er ekki nokkur spurning", ég sá reyndar ekki nema hluta af fyrri hálfleik en SWP hefur aðallega átt lélegar fyrirgjafir eftir ágætis hlaup, sem er nokkurn veginn par hjá honum
14.19 Sidwell átti ágætis skot rétt áðan, hvað er hann að gera númer 9?
14.20 Drogba er kominn með sárabindi um hausinn, hann hefur samt ekkert dottið í dag, ætlar hann að láta Sævar Gísla vinna sig í dett oftast og kveinka mér keppninni? Óþarfi að gefa Sævari titilinn þetta árið, hef reyndar ekki séð einn leik hjá Ungmennafélaginu í strípubænum þetta árið en grunar að Sævar hafi dottið aðeins og meitt sig, vona að þeir eigi töfrasvamp til að lækna hann
14.25 Landa sigri og vinna aukaspyrnu eru ekki góðir frasar, mætti skipta þeim frasaspjöldum út. Chelsea eru taplausir í 64 heimaleikjum í röð, það er hellingur
Leik lokið: 3-2 fyrir Chelsea, þeir voru miklu betri en þetta Birmingham plebbalið. Malouda er góður og Wright-Phillips væri toppleikmaður ef hann gæti gefið fyrir
Enski boltinn | 12.8.2007 | 13:53 (breytt kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ætti staðan að vera en ekki 0-1 í hálfleik. Arsenal er búnir að vera miklu betri en hafa einhvern veginn ekki skorað. Tony Warner búinn að verja slatta í markinu hjá Fulham, hann var einu sinni í Liver eins og fleiri markmenn, í fljótu bragði man ég eftir David James hjá Portsmouth, Brad Friedel hjá Blackburn, Kirkland hjá Wigan, Carson hjá Aston Villa.
Styttist í ManU og Chelski, þeir ættu að vinna létt þannig að ágætt að Liver vann í gær.
Stórmót í golfi á Leirunni á eftir en ég missi af því, tek næturvakt á eftir hjá Voda og síðan vinna á morgun. Líklega betra að ná þá að dotta sofa aðeins áður en ég fer í vinnuna í kvöld, ef einhver er með skemmtilega linka til að tékka á í nótt þá megið þið gjarnan setja þá í komment.
Uppfært: Arsenal vann í lokin, sanngjarnt en þeir voru heppnir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri mörk áður en þeir jöfnuðu, Arsenal voru samt góðir, 2-2 í hálfleik hjá Chelski-Birmingham, verst a birmingham getur ekki neitt þannig að það eru litlar líkur á því að Chelski tapi stigum
![]() |
Hleb tryggði Arsenal sigur á Fulham á síðustu stundu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 12.8.2007 | 12:03 (breytt kl. 13:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 11.8.2007 | 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætla að skrifa niður það sem mér dettur í hug á meðan ég horfi á leikina í vetur, er að mestu leyti fyrir Jón Bjarna til að hann læri eitthvða um fótbolta. Mun kommenta á lýsendur og það sem fyrir augu ber. Eflaust mikið að local bröndurum og "þú þurftir að vera þarna" sögum. Uppfæri jafn óðum þannig að Jón getur horft á leikina og refreshað með reglulega millibili til að skilja hvað er að gerast.
Allavega, fyrsti leikur Aston Villa-Liverpool á VIlla Park í Birmingham, ég er í Jórsölum, með saltnammi og bjór, búinn að borða slatta af saltnammi en var að opna fyrstabjórinn fyrir stuttu þannig að ég þarf víst að leggja saltnamminu, fer afar illa saman.
16.10 Patrick Berger er bráðmyndarlegur, það er stutt í leik og verið að fara yfir sumarið hjá liðunum, væri til í að kaupa Berger aftur bara fyrir liðsmyndina. Lýsendur Gummi Ben og Óli Kristjáns, lofar góðu, GUmmi er bright gaukur og Óli veit allt, ætli það sé hægt að mute-a bara Óla?
16.28 Pennant er idjót, var að láta boltann fara á miðjunni án þess að pæla sérstaklega í því að það var enginn Liver maður þar til að taka boltann heldur Villa gaukur, Carra reddaði honum
16.31 Liðið er Reina, Finnan, Carra, Agger, Arbeloa, Pennant, Gerrard, Alonso, Riise(afar gott fyrir draumaliðið mitt), Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres, hann er sérstaklega vel greiddur í dag
16.32 Eftir 15 mínútur er framlag Pennant eitt misheppnað lát´ann fara og ein bakhrinding inní teig
16.36 Torres með skot yfir, hann er snöggur kallinn. Markmaðurinn hjá Villa er í búning sem er eins og karamellubúðingur á litinn
16.38 Gerri með skot sem karamellan ver ágætlega, Pennant með eitt af sínum stefnulausu hlaupum sem að þessu sinni endaði reyndar í því að Gerri fékk boltann. Wilfried Bouma er vinstri bakvörður hjá Villa, hann var miklu betri en þetta í Manager
16.40 Óli að segja okkur að Pennant sé ekki mesti og besti skallamaður í heimi, takk fyrir það Óli
16.44 Shit, Torres straujaður og Mellberg AIK gerpi fær gult. Auki hjá Liver 10 metrum fyrir utan teig, kom lítið útúr því. Torres heill samt, sem er gott. 27 búnar og Liver er heldur sterkara
16.48 Torres snéri sér við, klobbaði einn inní teig og skaut rétt framhjá, trix
16.50 30 mín búnar, 1-0 Liver, Torres brenndi af í dauðafæri, Kuyt sett´ann fyrir og Martin Laursen afgreiddi hann vel í netið. Samkvæmt Óla eru Kuyt og Torres greindir knattspyrnumenn(bætti svo við þ.e.a.s. ef hægt er að segja svo)
16.53 Það er ágætis harmónía hjá Gumma og Óla, kommenta yfirleitt um eitthvað sem actually er að gerast í leiknum en taka ekki Arnar Björns á þetta og bulla, bara til að segja eitthvað
16.56 Liver í enn einni sókninni, Gerri með skot yfir eftir fínt spil, var næstum búinn að gleyma hvað Kuyt hleypur mikið, hann er að allan tímann
16.58 Reo-Coker varði skot frá Barry, Bellamy, sú mikla mannvitsbrekka sagði að Dyer væri líkur Reo-Coker nema að Dyer gæti eitthvað í fótbolta
17.01 Óli að gagnrýna langa bolta hjá Villa, góður punktur hjá honum, Villa eru að reyna taktíkina sem Inspector Clouseau notaði hjá Liver, einn langan á stóra gaukinn, látum svo litla manninn hlaupa í kringum hann, áferðarfallegt
17.06 Hálfleikur-Liver búnir að vera töluvert betri, Villa ekki gengið sérstaklega með einn langan kerfið sitt, þeir áttu reyndar 2-3 ágætis sóknir í lokin á hálfleiknum, það gerðist, merkilegt nokk, þegar þeir tóku boltann niður og reyndu að spila smá. Óli benti á ágætis punkt sem var búinn að vera að bögga mig allan hálfleikinn og reyndar alltaf þegar Pennant spilar. Hann hjálpar bakverðinum ekki neitt, hleypur yfirleitt á vitlausum tíma og á vitlausa staði. Þetta þarf ekki að vera flókið, hliðarlínan sér um helminginn af vinnunni fyrir hann og ef hann kæmi sér bara strax til baka og lokaði sendingarleiðinni á kantmanninn þá þyrfti hann ekki að vera að þessum sprettum sínum þegar hann fattar að hann er kominn úr stöðunni. Kuyt og Torres virka ágætlega saman, Torres að reyna dáldið að spila miðsvæðis en Kuyt hleypur útum allt, dáldið eins og Sindri vinur minn sem gat líka hlaupið endalaust. Er ekki viss um að Kuyt verði myndarlegt gamalmenni hann er eitthvað skakkur í framan. Ekki á Rooney/Tevez level-i en samt eitthvað skakkur. Líst vel á seinni hálfleikinn, Liver er að spila ágætlega, verst að Villa -Liver á Villa Park fer alltaf 1-1
17.16 Pétur Jóhann er rugl fyndinn í þessum Thulse auglýsingum. "erum á svo mikilli ferð að þessi belti gera ekkert gagn"
17.21 Seinni að byrja, mikið vildi ég að Rafa tæki Pennant útaf eða fengi hann allavega til að hjálpa Finnan
17.23 Riise með skot ágætt skot fyrir utan teig og svo strax á eftir skalla fyrir utan teig, skotið var betra
17.25 Pennant var að sóla 3, nei annars, þetta var sami gaukurinn þrisvar af því að Pennant snýr sér dáldið mikið í hringi
17.28 John Carew er svona 3 metrar og 300 kíló
17.30 Gummi Ben að segja okkur að það vantaði meiri greddu í þá sem eru í kringum Carew, vel orðað
17.31 Pennant missti boltann og hljóp svo á eftir Young og sparkaði aftan í hann. Þetta er trix sem Hörður Már (HK maður) notaði dáldið á Ólafsfirði, held að hann hafi fengið 6 spjöld fyrir að missa boltann og hlaupa svo aftan á manninn þegar hann var að elta hann, fékk svo 2 gull fyrir að sparka bolta í burtu, það er alltaf töff
17.35 Pennant að reyna að láta reka sig útaf, ætli Rafa sé að hvíla Voronin og Yossi fyrir varaliðsleikinn og þess vegna vilji hann ekki taka Pennant útaf?
17.37 hálftími eftir, Villa búnir að vera miklu betri í seinni, styttist í 1-1 sýnist mér, lítið að gerast hjá Liver
17.39 Gerri í dauðafæri eftir fínt spil, ég veit eiginlega ekki hvernig hann skoraði ekki, fór á "viðkvæman" stað á Gardner, miðað við eymdarsvipinn á honum þá hefði hann líklega viljað fá boltann í markið frekar en á þennan stað
17.42 Kuyt tók þríhyrning við Mike Riley, sem er ekki óvenjulegt nema fyrir þær sakir að Riley er dómarinn
17.43 Barry spjaldaður fyrir leikaraskap, fyrir utan teig. Man ekki eftir því að hafa séð það áður
17.44 Gerri með skot eftir hratt upphlaup sem karamellan varði vel, Riise með rauða hárið með hvítu strípunum að taka horn
17.48 Liver búnir að vera heldur skárri síðustu mínútur, tæpar 20 eftir, enn bólar ekkert á skiptingu fyrir Pennant
17.50 skipting á 73 mín, Ryan Babel inná fyrir Pennant, Babel er varla mikið verri varnarmaður. Pennant er ágætur sóknarmaður og gefur fantafyrirgjafir en spurning hvort að maður geti lifað með svona skelfilegum varnarleik
17.54 Carragher er skemmtilega þvælinn, hann er einhvern veginn alltaf fyrir köllunum í hinu liðinu. Babel virðist vera trukkur, stór og sterkur náungi og í þeim töluðu orðum kemur Voronin inná fyrir Torres. Rafa greinilega búinn að ðákveða að gefa skít í varaliðsleikinn og láta Voronin spila þennan leik
17.58 Babel virðist ekkert vera að farast úr tækni, hann er kannski stressaður
18.00 Víti á Liver, Carra tók hann með báðum höndum
18.01 1-1 Barry úr víti, það var engin hætta þegar Carra tók hann með báðum, þessi leikur á hvort eð er að fara 1-1 á hverju ári þannig að þetta kom ekki mikið á óvart
18.02 Gerri að fá aukaspyrnu eftir að ekki var brotið á honum en hann vildi fá auka, tók síðan aukaspyrnuna og smellti honum í skeytin, 2-1 fyrir Liver. Fáránlega flott mark en Liver átti samt ekki að fá aukaspyrnuna, we´ll take it
18.07 Momo inná fyrir Kuyt, 90 mínútur búnar, 4 mínútum bætt við.
18.09 2 mínútur eftir, það er dáldil pressa á Liver núna. Momo missti boltann á fáránlegan hátt þegar hann gat komið honum uppí hornið og tafið, merkilegt að menn læri þetta ekki.
18.12 Leik lokið - Aston Villa-Liver 1-2. Ágætis leikur sem við erum ánægðir með. Captain fantastic vann þetta eins og svo oft áður. Í heildina þá spilaði Liver þokkalega vel. Vörnin var solid og kláraði það ágætlega að díla við Carew og félaga. Finnan átti í smá vandræðum með Young en fékk reyndar ekki mikla hjálp. Arbeloa er svona leiðindavarnarmaður, hann gerir sjaldan mistök og spilar stöðuna sína vel. Carra og Agger skiluðu sínu, vítið sem Carra fékk á sig var reyndar dáldið fyndið, honum tókst að þvæla boltanum fyrst í hægri höndina og síðan þá vinstri og það má ekki taka með báðum höndum. Miðjan var betri í fyrri en seinni, Alonso miðlar boltanum yfirleitt vel og Gerri er kraftmikill, þeir áttu reyndar í smá vandræðum með aukamanninn á miðjunni enda fengu þeir litla hjálp frá Pennant. Riise spilaði vel, hann skilar yfirleitt sínu þó hann kunni reyndar ekki að sóla menn, hann notar dáldið reynaðhlaupígegnumhann trixið. Þetta var síðan nokkuð hefðbundinn leikur hjá Pennant, hann á 2-3 góðar sendingar en ef þær skila ekki mörkum þá er eiginlega ekki hægt að nota hann því færslurnar hans eru ekki góðar, hann er yfirleitt lengi að koma sér á réttan stað og virðist ekki almennilega meðvitaður um hvar hann á að vera eða hvað hann eigi að gera varnalega. Torres og Kuyt spiluðu vel, báðir virkilega duglegir og hættulegir, líst vel á þetta senterapar okkar. Varamennirnir voru ágætir nema hvað Momo má ekki reyna að sóla, hann hlýtur að fatta það á endanum. Babel átti ágæta spretti en virtist stressaður eða eitthvað, sést stundum á því hvernig menn þvælast með boltann þegar þeir eru að rekj´ann, hann virkar fljótur og sterkur en það reyndi svo sem ekki á fyrirgjafir hjá honum. Voronin fékk ágætis upphitun fyrir varaliðsdeildina þar sem hann á klárlega heima. Í heildina sem sagt ágætur leikur sem við áttum skilið að vinna miðað við færi en megum þakka fyrir þrjú stig eftir vítið. Óli og Gummi Ben voru fínir í lýsingunni, þeir þekkja báðir fótbolta og því var aukabullinu haldið í lágmarki. Góður dagur sem sagt
Enski boltinn | 11.8.2007 | 16:15 (breytt kl. 18:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var nú ágætt season hjá þeim, þeir duttu ekki úr séns fyrr en 11. ágúst. Er að horfa á WH-City, staðan er 0-1, rúmar 20 eftir, það er reyndar viðeigandi tala því einhverra hluta vegna hefur Arnar Björnsson minnst cirka 20 sinnum á það hvað Kasper Smeichel sé óöruggur, veit ekki alveg hvað hann er að fara, það hefur lítið reynt á vinalega drauginn og hann hefur afgreitt sín mál alveg ágætlega.
Innan við klukkutími í fyrsta stórleikinn, verst að leikurinn fer 1-1 en Torres skorar þó allavega
![]() |
Keane ánægður með afmælisgjöfina gegn Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 11.8.2007 | 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Væri þetta getraunaseðill vikunnar:
Kerfi S3-3-24
kr. 240
1. Kalmar-Gautaborg 1
2. AV-Liv X2
3. Bol-Newc 1X2
4. Derby-Portsm 1
5. Everton-Wigan 1
6. M´boro-Blackburn 1X2
7. WH-Man City 1X
8. Barnsley-Cov 1
9. Burnley-WBA 1X2
10. Cardiff-Stoke 1
11. Ipsw-Sh.W 1
12. Prest-Norw 1
13. South-CryPal 1X
Enski boltinn | 11.8.2007 | 12:20 (breytt kl. 12:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |