Skýrslan góða - 3

Er sem sagt búinn með fyrsta bindið, rúmlega 300 síður það.

Af lestri dagsins er fyrst að nefna allt að því skondna yfirferð yfir ummæli stjórnmálamanna misserin fyir hrun, skulum bara segja sem svo að ummælin samræmist ekki alveg þeim upplýsingum sem þessir sömu aðilar bjuggu yfir(211-220)

Þessar síður sem ég las í dag fjalla annars að mestu um sölu bankanna. Fram kemur að skilyrðin sem sett voru til að velja kaupendur voru mögulega sérsniðin að ákveðnum kaupendum(263+302)

Árið 2005 hafði fme áhyggjur af sjálfslánum eigenda landsbanka, sendi bréf en hætti svo bara við að fylgja því eftir(bls.289)

Á bls 303 er síðan rifjuð upp ankannaleg viðbrögð þegar kaupendur búnaðarbanka stóðu ekki við hluta kaupsamnings

Þema dagsins aftur afar sérstök stjórnsýsla, vantaði dáldið bein í nefið sýnist mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband