Kvennalistinn

Ég þoldi ekki kvennalistann. Á lokaárinu í MR var ég í félagsfræði hjá Helga Gunnlaugssyni. Vorönnin var tekin í það að fjalla um stjórmálafræði og aðallega þá stjórnmálaflokka á Íslandi. Kvennalistinn var stofnaður ´83 og því nokkur reynsla komin á hann vorið ´92 þegar ég var í þessum félagsfræðitímum.

Það voru 19 í bekknum ef ég man rétt, allavega vorum við strákarnir þrír. Ólíkt því sem er í dag þá átti ég það til að tala dáldið mikið og einstaka sinnum án þess að hugsa fyrst. Ég hafði gagnrýnt kvennalistann eftir kosningarnar ´91 fyrir merkingarlítil kosningaloforð og þegar kom að því að skrifa um flokka þá valdi bekkurinn merkilegt nokk að ég skyldi skrifa um kvennalistann. Álitið batnaði ekki mikið við það enda fannst mér þetta vera uppfullt af loforðum um hærri bætur fyrir allt og alla. Niðurgreidda leikskóla og elliheimili og hallalaus fjárlög án þess að tiltaka hvaðan peningarnir ættu að koma til að borga fyrir þetta allt.

Ég þoldi ekki kvennalistann. Hann stóð jú umfram allt fyrir femínisma. Mér fannst femísnismi vera jafn vitlaust fyrirbæri og karlremba. Jafnrétti meikar sens fyrir mér en ekki femínismi eins og hann virkaði á mig þarna. Fannst jafnrétti kynjanna vera frekar augljós krafa og trúði ekki öðru en að hlutir eins og launamisrétti kynja væri fyrirbæri sem myndu leiðréttast sjálfkrafa með tíð og tíma.

Var allavega að lesa þetta áðan. Stelpa úr vinstri grænum sem er að skora á fólk að vera í einhverju bleiku til að minna á að 19.júní 1915 fengu konur kosningarétt. Fékk mig einhverra hluta vegna til að hugsa um kvennalistann aftur. Ekki síst í ljósi þess að launamunur kynjanna hefur lítið breyst síðan ég kláraði MR 1992. Þetta gerist þá kannski ekki sjálfkrafa.

Kvennalistinn hafði þá kannski eitthvað til síns máls eftir allt saman, ekki það að stefnuskráin hafi fyrir mér meikað mikið sens sem slík heldur voru þetta ef til vill pælingar um hvað betur mætti fara í samfélaginu. Ef til vill þurfum við að minna okkur á það reglulega að hlutirnir breytast ekki sjálfkrafa heldur þurfum við hugsanlega að hafa fyrir þeim.

Mér finnst allavega hallærislegt að launamunur kynjanna fyrirfinnist í dag. Ef eitt skref í þá átt að leiðrétta hann er að mála bæinn bleikan þá er ég ekkert of góður til að taka þátt í því. Það gera það vonandi sem flestir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Til hamingju með að vera kominn í bloggheimana og ég þakka þann sýnda heiður að vera þinn fyrsti moggabloggsvinur...

Helga Dögg, 18.6.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hehe, takk, ég á þá allavega einn vin

Pétur Björn Jónsson, 18.6.2007 kl. 20:04

3 identicon

Pétur mér finnst þú sýna augljós þroskamörk :-)

Kv. Birna

Birna Kristín (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 09:30

4 identicon

Velkominn í bloggheiminn gamli.

Ella (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband