Plebbalegt

 

Þetta fatta ég ekki.

Það hefur svo sem verið rætt um að þetta sé svona en ágætt að búið sé að rannsaka þetta. Staðreyndin er þá sú að konur biðja um lægri laun og reyndar að þeim sé ráðlagt að biðja um lægri laun.

Fór að pæla í því eftir kosningar hvaða skilaboð stjórnmálaflokkar senda. Jákvæð skilaboð eða neikvæð. Ég er sjálfstæðismaður og treysti þeim flokki best til að stjórna landinu en skilaboðin sem þjóðinni voru send voru heldur plebbaleg.

Ekki bætti svo úr skák þegar þessi afar furðulegu skilaboð komu frá Sjálfstæðiskonum um að þetta væri allt gott og blessað, konur yrðu örugglega formenn nefnda.

Formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna segist síðan hafa viljað fá tvær konur en sætti sig við val formannsins. Hún vildi sem sagt ekki einu sinni fá helming.


mbl.is Bæði kynin reikna með því að konur sætti sig við lægri laun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband