Já takk

Loksins eitthvað um nothæfa leikmenn.

Aðrir leikmenn sem eru velkomnir:

Kaka - augljóslega

David Villa, Milito systurnar, Simao Sabrosa, Daniel Alves, Malouda, Henry, Mancini. Allir Brassar eða leikmenn sem eiga ættir sínar að rekja til Brasilíu.

Minna velkomnir:

Darren Bent(endi), Defoe(höfum ekkert að gera við varamenn frá Tottingham), Eto´o(vælukjói), Varaliðsmenn frá Real/Barca eða öðrum spænskum liðum sem Rafa ætlar að "uppgötva" og gera að góðum leikmönnum. Man ekki hvað hægri kantmaðurinn heitir sem kom í Owen skiptunum(búinn að blokka eins og slæma bernskuminningu) en hann er líklega besta dæmið um þessar "uppgötvanir". Leikmenn með nöfn sem ekki er hægt að bera fram(svokölluð ónöfn, þekkt vandamál úr Manager). Leikmenn frá fyrrum ríkjum Sovétríkjanna eða löndum þar sem markaðsöfl ráða kaupunum(lesist: langtíburtistaníasíu/Bandaríkjunum)

Alls ekki velkomnir:

Morientes/Pellegrino týpur(gamlar hetjur úr spænsku deildinni, lesist:Raul/Ayala)

Ég skipti yfir í West Ham ef:

Þessi kemur í Liver(var að æla aðeins uppí mig við tilhugsina)


mbl.is Benítez vill fá Torres til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband