Carpe diem

sögðu þeir í dead poets society, yawp var herópið þeirra ef ég man rétt. Fór að spá aðeins í þetta í gær eftir að ég horfði á mynd sem heitir Peaceful Warrior, já ég veit það er ótrúlegt en ég var að horfa á vídjó í gær. Kóðinn benti mér á þessa mynd og ég hef verið að geyma hana aðeins. Hún er um fimleikagauk en fjallar um mikilvægi þess að líta ekki of langt fram á veginn heldur staldra við og njóta dagsins i dag. Kjartan vinur minn er gott dæmi um einstakling sem fer eftir þessu og skrifar reyndar töluvert um það og ég man alltaf eftir því þegar Pétur Hafliði talaði um að hann og Unnur Anna gerðu í því að njóta þess hversdagslega í lífinu, fara saman útí búð og þess háttar.

Ég stend mig gjarnan að því að líta langt yfir skammt, velta því fyrir mér hvert ég sé að fara, hvað ég sé að gera. Ekki það að ég geti sagt að ég fari alltaf eftir því en ég hef alltaf gert dáldið af því að spá í því hvað sé framundan í stað þess að njóta dagsins. Held reyndar að það sé dáldið íslenskt, að vinna mikið til að geta farið í frí seinna. Vinna 12 tíma á dag og pompa síðan í það um helgar.

Týpískt reyndar að ég fari að pæla í þessu eftir að hafa horft á mynd en sennilega skárra en að pælingar um lífsgæði og stefnu ættu sér stað eftir standup með Dice Clay eða þátt af Walker,Texas Ranger.

Myndin minnir mig annars dáldið á aðra virkilega góða mynd, Touching the Void, sem fjallar að sama skapi um lífið og tilveruna, hvað það er sem skiptir mann máli. Hvers vegna við fókusum svona lítið á daglegt líf vegna þess að við erum svo upptekin af einhverjum markmiðum. Einhver gáfumaðurinn sagði eitthvað á þá leið að lífið væri það sem gerðist á meðan maður væri á leiðinni að markmiðum sínum. Satt að segja ekki það vitlausasta sem ég hef heyrt.

Markmið dagsins er því carpe diem, Yawp eða allavega þegar ég er búinn að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband