Eins og sennilega margir þá ólst ég að hluta til upp hjá ömmu og afa. Þau bjuggu á Háaleitisbraut, stutt í Framheimilið þar sem ég var ósjaldan á sumrin. Afi vann hjá Landsvirkjun og kom heim aðra hvora helgi, ég reyndi að að vera sem oftast hjá þeim þá helgi. Afi kenndi mér að tefla og spila. Hellingur af helgum þar sem að við spiluðum eða tefldum, að mér fannst, alla helgina. Reyndar þó ekki fyrr en við vorum búnir að fara í bíltúr á laugardagsmorgninum, oftast þá með viðkomu á umferðarmiðstöðinni þar sem að hann ræddi við menn um allt og ekkert.
Afi keyrði rútu lengi og ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt sögur af því hversu langan tíma það tók að keyra norður á veturna í gamla daga. Reyndar er ég nokkuð viss um að þegar ég var ca. 10 ára þá hafði það tekið um 15 tíma en einhverra hluta vegna lengdist tíminn smám saman og þegar ég var tuttugu og eitthvað þá heyrði ég sömu sögur en tíminn var þá kominn yfir sólarhring. Afi sagði nefnilega sögur og hliðarsögur af þeim. Án nokkurs vafa er þaðan kominn hinn einstaki hæfileiki minn að segja fólki sögur sem enda á einhverju allt öðru efni en þær byrjuðu. Ég byrja sem sagt á sögu sem á að vera tiltölulega stutt en fæ einhverja hugmynd um einhverja hluta sögunnar sem ég þarf þá að útskýra, að mér finnst. Eftir að þetta hefur gerst nokkrum sinnum þá er ég löngu búinn að gleyma um hvað upphaflega sagan var.
Ég hef ekki tölu á þeim prestsonum úr einhverjum sveitum sem eru skyldir sýslumannsfrændum sem unnu með afa eða hann hafði hitt. Hann hafði merkilegt lag á því að segja manni sögur. Ég veit satt að segja ekki hvort þessar sögur voru alltaf skemmtilegar en þær voru eftirminnilegar og klárlega líflegar.
Ég get hins vegar sagt að við vorum alltaf félagar, við höfðum alltaf eitthvað að tala um og það var gaman að hitta hann.
Hann var búinn að vera veikur í nokkur ár og ekki alveg alltaf með fulle fem en það var stutt í góða skapið. Hann var húmoristi og góður kall. Hann dó í dag og ég á eftir að sakna hans.
Bless afiMeginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | 5.7.2007 | 21:12 | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
takk vinur minn
Pétur Björn Jónsson, 6.7.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.