Smá lúr

Ég kom heim úr vinnunni áðan og var með alls konar plön fyrir kvöldið. Hafði upphaflega ætlað í bjór með SGÓ og manninum hennar Ólafar en frestaði því meira að segja af því að ég ætlaði í heimsókn. Kom heim heim rétt fyrir hálf sjö og var á leiðinni í sturtu. Fór aðeins í lazyboy-inn og hallaði mér aftur yfir tv. Var sem sagt að vakna nú kl hálf tíu. Er eiginlega orðinn of seinn í heimsókn og er svo myglaður að ég nenni ekki í safa, sjit hvað ég er orðinn gamall. Mætti halda að ég hefði verið í gleði í gær en ég sofnaði um miðnætti yfir tv og vaknaði hálf tíu þannig að ég var útsofinn.

Ef niðurhal væri löglegt væri ég búinn að ná í Simpson myndina og væri að kveikja á henni núna, ef niðurhal væri löglegt þá væri þetta fáránlega þægilegt.

Samt dáldið fúll að komast ekki í safann með SGÓ og manninum hennar Ólafar, það er orðið allt of langt síðan við ræddum heimsins mál saman. Talaði aðeins við Maju áðan, hún er á leiðinni heim frá Köben, sem er gott. Verst að hún fer væntanlega beint aftur í sveitina þannig að ekki hitti ég hana mikið.

Minime er í Svíþjóð með ömmu sinni og Unni Maríu frænku sinni, hefur það afskaplega fínt en er kominn með nokkra furðulega takta. Er greinilega að tékka á því hversu langt hann kemst þannig að hann er farinn að prófa sig áfram með orð seme eru ekkert sérlega sniðug, hann er venjulega kurteis þannig að hann lærir fljótlega að þetta er ekkert spes. Reyndar í þessum tilraunum hans kemur öðru hvoru upp hitt og þetta sem er skemmtilega skondið, áðan voru mamma og Eva að vaska upp og mamma spurði hann hvort hann ætlaði ekki að hjálpa þeim. Hann leit víst frekar hneykslaður á þær og sagðist ekki vera stelpaSmile, ágætt að ég var ekki á staðnum, hefði sennilega sprungið úr hlátri.

Best að drösla sér í korter í ellefu til að finna eitthvað snarl, aldrei þessu vant tómlegur ísskápurinn hérna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband