Ætla að skrifa niður það sem mér dettur í hug á meðan ég horfi á leikina í vetur, er að mestu leyti fyrir Jón Bjarna til að hann læri eitthvða um fótbolta. Mun kommenta á lýsendur og það sem fyrir augu ber. Eflaust mikið að local bröndurum og "þú þurftir að vera þarna" sögum. Uppfæri jafn óðum þannig að Jón getur horft á leikina og refreshað með reglulega millibili til að skilja hvað er að gerast.
Allavega, fyrsti leikur Aston Villa-Liverpool á VIlla Park í Birmingham, ég er í Jórsölum, með saltnammi og bjór, búinn að borða slatta af saltnammi en var að opna fyrstabjórinn fyrir stuttu þannig að ég þarf víst að leggja saltnamminu, fer afar illa saman.
16.10 Patrick Berger er bráðmyndarlegur, það er stutt í leik og verið að fara yfir sumarið hjá liðunum, væri til í að kaupa Berger aftur bara fyrir liðsmyndina. Lýsendur Gummi Ben og Óli Kristjáns, lofar góðu, GUmmi er bright gaukur og Óli veit allt, ætli það sé hægt að mute-a bara Óla?
16.28 Pennant er idjót, var að láta boltann fara á miðjunni án þess að pæla sérstaklega í því að það var enginn Liver maður þar til að taka boltann heldur Villa gaukur, Carra reddaði honum
16.31 Liðið er Reina, Finnan, Carra, Agger, Arbeloa, Pennant, Gerrard, Alonso, Riise(afar gott fyrir draumaliðið mitt), Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres, hann er sérstaklega vel greiddur í dag
16.32 Eftir 15 mínútur er framlag Pennant eitt misheppnað lát´ann fara og ein bakhrinding inní teig
16.36 Torres með skot yfir, hann er snöggur kallinn. Markmaðurinn hjá Villa er í búning sem er eins og karamellubúðingur á litinn
16.38 Gerri með skot sem karamellan ver ágætlega, Pennant með eitt af sínum stefnulausu hlaupum sem að þessu sinni endaði reyndar í því að Gerri fékk boltann. Wilfried Bouma er vinstri bakvörður hjá Villa, hann var miklu betri en þetta í Manager
16.40 Óli að segja okkur að Pennant sé ekki mesti og besti skallamaður í heimi, takk fyrir það Óli
16.44 Shit, Torres straujaður og Mellberg AIK gerpi fær gult. Auki hjá Liver 10 metrum fyrir utan teig, kom lítið útúr því. Torres heill samt, sem er gott. 27 búnar og Liver er heldur sterkara
16.48 Torres snéri sér við, klobbaði einn inní teig og skaut rétt framhjá, trix
16.50 30 mín búnar, 1-0 Liver, Torres brenndi af í dauðafæri, Kuyt sett´ann fyrir og Martin Laursen afgreiddi hann vel í netið. Samkvæmt Óla eru Kuyt og Torres greindir knattspyrnumenn(bætti svo við þ.e.a.s. ef hægt er að segja svo)
16.53 Það er ágætis harmónía hjá Gumma og Óla, kommenta yfirleitt um eitthvað sem actually er að gerast í leiknum en taka ekki Arnar Björns á þetta og bulla, bara til að segja eitthvað
16.56 Liver í enn einni sókninni, Gerri með skot yfir eftir fínt spil, var næstum búinn að gleyma hvað Kuyt hleypur mikið, hann er að allan tímann
16.58 Reo-Coker varði skot frá Barry, Bellamy, sú mikla mannvitsbrekka sagði að Dyer væri líkur Reo-Coker nema að Dyer gæti eitthvað í fótbolta
17.01 Óli að gagnrýna langa bolta hjá Villa, góður punktur hjá honum, Villa eru að reyna taktíkina sem Inspector Clouseau notaði hjá Liver, einn langan á stóra gaukinn, látum svo litla manninn hlaupa í kringum hann, áferðarfallegt
17.06 Hálfleikur-Liver búnir að vera töluvert betri, Villa ekki gengið sérstaklega með einn langan kerfið sitt, þeir áttu reyndar 2-3 ágætis sóknir í lokin á hálfleiknum, það gerðist, merkilegt nokk, þegar þeir tóku boltann niður og reyndu að spila smá. Óli benti á ágætis punkt sem var búinn að vera að bögga mig allan hálfleikinn og reyndar alltaf þegar Pennant spilar. Hann hjálpar bakverðinum ekki neitt, hleypur yfirleitt á vitlausum tíma og á vitlausa staði. Þetta þarf ekki að vera flókið, hliðarlínan sér um helminginn af vinnunni fyrir hann og ef hann kæmi sér bara strax til baka og lokaði sendingarleiðinni á kantmanninn þá þyrfti hann ekki að vera að þessum sprettum sínum þegar hann fattar að hann er kominn úr stöðunni. Kuyt og Torres virka ágætlega saman, Torres að reyna dáldið að spila miðsvæðis en Kuyt hleypur útum allt, dáldið eins og Sindri vinur minn sem gat líka hlaupið endalaust. Er ekki viss um að Kuyt verði myndarlegt gamalmenni hann er eitthvað skakkur í framan. Ekki á Rooney/Tevez level-i en samt eitthvað skakkur. Líst vel á seinni hálfleikinn, Liver er að spila ágætlega, verst að Villa -Liver á Villa Park fer alltaf 1-1
17.16 Pétur Jóhann er rugl fyndinn í þessum Thulse auglýsingum. "erum á svo mikilli ferð að þessi belti gera ekkert gagn"
17.21 Seinni að byrja, mikið vildi ég að Rafa tæki Pennant útaf eða fengi hann allavega til að hjálpa Finnan
17.23 Riise með skot ágætt skot fyrir utan teig og svo strax á eftir skalla fyrir utan teig, skotið var betra
17.25 Pennant var að sóla 3, nei annars, þetta var sami gaukurinn þrisvar af því að Pennant snýr sér dáldið mikið í hringi
17.28 John Carew er svona 3 metrar og 300 kíló
17.30 Gummi Ben að segja okkur að það vantaði meiri greddu í þá sem eru í kringum Carew, vel orðað
17.31 Pennant missti boltann og hljóp svo á eftir Young og sparkaði aftan í hann. Þetta er trix sem Hörður Már (HK maður) notaði dáldið á Ólafsfirði, held að hann hafi fengið 6 spjöld fyrir að missa boltann og hlaupa svo aftan á manninn þegar hann var að elta hann, fékk svo 2 gull fyrir að sparka bolta í burtu, það er alltaf töff
17.35 Pennant að reyna að láta reka sig útaf, ætli Rafa sé að hvíla Voronin og Yossi fyrir varaliðsleikinn og þess vegna vilji hann ekki taka Pennant útaf?
17.37 hálftími eftir, Villa búnir að vera miklu betri í seinni, styttist í 1-1 sýnist mér, lítið að gerast hjá Liver
17.39 Gerri í dauðafæri eftir fínt spil, ég veit eiginlega ekki hvernig hann skoraði ekki, fór á "viðkvæman" stað á Gardner, miðað við eymdarsvipinn á honum þá hefði hann líklega viljað fá boltann í markið frekar en á þennan stað
17.42 Kuyt tók þríhyrning við Mike Riley, sem er ekki óvenjulegt nema fyrir þær sakir að Riley er dómarinn
17.43 Barry spjaldaður fyrir leikaraskap, fyrir utan teig. Man ekki eftir því að hafa séð það áður
17.44 Gerri með skot eftir hratt upphlaup sem karamellan varði vel, Riise með rauða hárið með hvítu strípunum að taka horn
17.48 Liver búnir að vera heldur skárri síðustu mínútur, tæpar 20 eftir, enn bólar ekkert á skiptingu fyrir Pennant
17.50 skipting á 73 mín, Ryan Babel inná fyrir Pennant, Babel er varla mikið verri varnarmaður. Pennant er ágætur sóknarmaður og gefur fantafyrirgjafir en spurning hvort að maður geti lifað með svona skelfilegum varnarleik
17.54 Carragher er skemmtilega þvælinn, hann er einhvern veginn alltaf fyrir köllunum í hinu liðinu. Babel virðist vera trukkur, stór og sterkur náungi og í þeim töluðu orðum kemur Voronin inná fyrir Torres. Rafa greinilega búinn að ðákveða að gefa skít í varaliðsleikinn og láta Voronin spila þennan leik
17.58 Babel virðist ekkert vera að farast úr tækni, hann er kannski stressaður
18.00 Víti á Liver, Carra tók hann með báðum höndum
18.01 1-1 Barry úr víti, það var engin hætta þegar Carra tók hann með báðum, þessi leikur á hvort eð er að fara 1-1 á hverju ári þannig að þetta kom ekki mikið á óvart
18.02 Gerri að fá aukaspyrnu eftir að ekki var brotið á honum en hann vildi fá auka, tók síðan aukaspyrnuna og smellti honum í skeytin, 2-1 fyrir Liver. Fáránlega flott mark en Liver átti samt ekki að fá aukaspyrnuna, we´ll take it
18.07 Momo inná fyrir Kuyt, 90 mínútur búnar, 4 mínútum bætt við.
18.09 2 mínútur eftir, það er dáldil pressa á Liver núna. Momo missti boltann á fáránlegan hátt þegar hann gat komið honum uppí hornið og tafið, merkilegt að menn læri þetta ekki.
18.12 Leik lokið - Aston Villa-Liver 1-2. Ágætis leikur sem við erum ánægðir með. Captain fantastic vann þetta eins og svo oft áður. Í heildina þá spilaði Liver þokkalega vel. Vörnin var solid og kláraði það ágætlega að díla við Carew og félaga. Finnan átti í smá vandræðum með Young en fékk reyndar ekki mikla hjálp. Arbeloa er svona leiðindavarnarmaður, hann gerir sjaldan mistök og spilar stöðuna sína vel. Carra og Agger skiluðu sínu, vítið sem Carra fékk á sig var reyndar dáldið fyndið, honum tókst að þvæla boltanum fyrst í hægri höndina og síðan þá vinstri og það má ekki taka með báðum höndum. Miðjan var betri í fyrri en seinni, Alonso miðlar boltanum yfirleitt vel og Gerri er kraftmikill, þeir áttu reyndar í smá vandræðum með aukamanninn á miðjunni enda fengu þeir litla hjálp frá Pennant. Riise spilaði vel, hann skilar yfirleitt sínu þó hann kunni reyndar ekki að sóla menn, hann notar dáldið reynaðhlaupígegnumhann trixið. Þetta var síðan nokkuð hefðbundinn leikur hjá Pennant, hann á 2-3 góðar sendingar en ef þær skila ekki mörkum þá er eiginlega ekki hægt að nota hann því færslurnar hans eru ekki góðar, hann er yfirleitt lengi að koma sér á réttan stað og virðist ekki almennilega meðvitaður um hvar hann á að vera eða hvað hann eigi að gera varnalega. Torres og Kuyt spiluðu vel, báðir virkilega duglegir og hættulegir, líst vel á þetta senterapar okkar. Varamennirnir voru ágætir nema hvað Momo má ekki reyna að sóla, hann hlýtur að fatta það á endanum. Babel átti ágæta spretti en virtist stressaður eða eitthvað, sést stundum á því hvernig menn þvælast með boltann þegar þeir eru að rekj´ann, hann virkar fljótur og sterkur en það reyndi svo sem ekki á fyrirgjafir hjá honum. Voronin fékk ágætis upphitun fyrir varaliðsdeildina þar sem hann á klárlega heima. Í heildina sem sagt ágætur leikur sem við áttum skilið að vinna miðað við færi en megum þakka fyrir þrjú stig eftir vítið. Óli og Gummi Ben voru fínir í lýsingunni, þeir þekkja báðir fótbolta og því var aukabullinu haldið í lágmarki. Góður dagur sem sagt
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkar: Enski boltinn, Íþróttir | 11.8.2007 | 16:15 (breytt kl. 18:23) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.