Leikjadagbók Manchester United-Reading 12.8

Staðsetning: Jórsalir 4, ekkert saltnammi og ekkert kók, drasl en ég nenni ekki útí sjoppu.

14.47 Reynir Leós og Pétur Hafliði í stúdíóinu hjá Heimi Karls, Pétur sagði eigandann há Reading vera full mikinn gyðing, meinti að hann væri nískupúki en svona segir maður ekki í TVSmile

14.49 nú sagði Pétur Liver ekki verða með í toppbaráttunni, ég þarf að ræða þetta við hann. Hann er annars klókur og segir það sem honum finnst, sem er gott, allavega þegar menn vita eitthvað um fótbolta

14.58 Skipt yfir til Hödda Magg og Loga, báðir vita þeir helling um fótbolta þannig að þetta ætti að verða skemmtilegt

15.05 Brynjar og Ívar báðir í liðinu, það verður þá allavega tekið á því í dag. Leroy lita er meiddur, meiddist í rúminu, Logi náttúrulega stóðst ekki mátið og spurðu Hödda hvað hann hefði verið að gera. Evra á vinstri kantinum, gæti verið gagnlegt að vita fyrir draumaliðsleikinn

15.11 liðið hjá ManU: Van der Sar, brown, vidic, ferdinand, silvestre, ronaldo, scholes, carrick, evra giggs og shrek. Enginn af nýju köllunum í byrjunarliðinu

15.16 Höddi lætur okkur vita að Ívar sé 29 ára frá Stöðvarfirði, Logi lét að sama skapi vita að hann væri þá stöddari

15.20 Ronaldo reyndi snúningstrix á eigin vítateigslínu, sniðugur, fékk reyndar aulaaukaspyrnu, það á hins vegar ekki að dæma þegar menn reyna svona þvælu

15.26 fyrri hálfnaður, 0-0 ennþá en ManU miklu betri, Reading reyndar fengið 2 horn , það er líklega helst þannig sem þeir skora, eftir horn eða auka

15.29 Höddi og Logi að ræða markmenn frá USA, Loga finnst líklegt að þetta sé útaf körfunni þar, þeir séu svo góðir að grípa

15.31 Ronni er búinn að vera góður, skapar helling, verst að geta ekki keypt hann í varaliðið með Voronin og Yossi. Shrek tók einhvers konar utanfótarstökkmóttöku, hann er góður ennþá, hlakka til að sjá hann eftir 3-4 ár þegar hann verður eins og Fowler varð, góður fram til ca. 25ára, þeir lifa held ég svipuðu lífi

15.37 Shrek lét sig detta inní teig, hörmuleg tilraun til að fá víti, slapp reyndar við gult núna, það kemur sennilega á eftir

15.42 Shrek næstum búinn að skora, meiddi sig eitthvað við það, HöddLogi voru nýbúnir að tala um hvað hann væri í góðu formi, hann virðist reyndar vera það en fitnar væntanlega fljótlega og verður Shreklegur aftur, hann er eitthvað haltur, gott að vera þá með Pique, Nani, Fletcher og O´Shea á bekknum, 2 varnarmenn og tveir miðjumenn, ef Shrek fer útaf þá er enginn senter inná, það var sennilega ágætt að þeir keyptu Quasimodo

15.46 Shrek að rífast við dómarann, kemur á óvart, hann er afskaplega pirraður náungi

15.48 Scholes er víst með, hef ekki séð hann ennþá en restin af liðinu er að spila vel. Þeir eru að labba yfir Reading en það vantar senter þarna inná, ágæt sókn hjá ManU rétt fyrir hálfleik en Shrek missti vald á boltanum. Rétt á eftir flautað til hálfleiks, ManU töluvert betri og ég sé ekki betur en að þeir vinni þetta frekar létt, lið halda yfirleitt ekki svona lengi út. Logi er búinn að koma að sínum skammti af 5 aurum, sem er gott. Vonandi bráðum skipt yfir í stúdíóið til Heimis, ætli Pétur sé þar ennþá eða ætli þeir séu búnir að kæla hann svipað og þeir gerðu við Loga eftir að hann missti útúr sér einu sinni eitthvað um "rauðhærðan niggara", spennó

15.56 Pétur er þarna ennþá, gott mál. Þeir eru ánægðir með Reading, hafa varist vel sem er svo sem rétt en það er erfitt að verjast í 90 mín, þú þarft að sækja eitthvað, er ekki sammál Heimi um að Ronni sé búinn að vera þokkalegur, finnst hann hafa verið góður þó ég þoli hann ekki

15.59 Þeir félagar Reynir og Pétur eru myndarlegir, spurning um að ManU fái þá lánaða á liðsmyndina í staðinn fyrir Shrek og Quasimodo, það þyrfti þá ekki að taka hana í myrkri

16.05 Pétur vill færa Evruna niður í bakvörðinn og setja Nani inná fyrir Silvestre, Reynir var búinn að kommenta á það og þeir því sammála. Nani er núna að koma inná en reyndar fyrir Shrek.

16.07 Shrek meiddist eitthvað og fór þess vegna útaf. Vorkenni honum lítið, hann er of pirruð týpa til að maður geti vorkennt honum, Sýnist Giggs núna vera eini senterinn, spes

16.10 Ferdinand, Vidic eru aftarlega, flestir aðrir í sókn. ManU má eiga það að þeir sækja á mörgum mönnum, Carrick er góður þarna og mér líst satt að segja ekki allt of vel á þetta þegar Hargreaves verður kominn þarna líka. Hann og Quasimodo voru akkúrat kallarnir sem þeir þurftu

16.14 Brilli togaði með báðum, það má ekki en ekkert dæmt, Ronni komst næstum í færi uppúr því en það slapp fyrir horn, stutt í mark sýnist mér

16.16 Nú er Ferdinand kominn líka í sóknina, það voru 5 Man kallar inní þegar fyrirgjöfin kom, Evra fékk frítt skot á vítapunkti en skaut næstum í innkast

16.18 O´Shea að koma inná, kannski inní til að taka eitthvað af þessum 600 fyrirgjöfum en sýnist hann fara á miðjuna

16.20 og þó, svei mér þá ef O´Shea er ekki orðinn senter, það var sennilega eina staðan sem hann átti eftir að spila, hann skorar reyndar öðru hvoru og er ágætur skallamaður, sennilega ágætis lausn hjá Ferguson, auki hjá ManU rétt fyrir utan teig

16.22 Aukinn rétt framhjá hjá Giggs, Ronni stóð þarna líka og var kominn í splitt held ég, þetta átti sennilega að vera gríðarlegur snúningur ef hann hefði tekið þetta

16.25 Góður punktur hjá Hödda eftir að O´Shea var í færi, það er heldur dapurt að kaupa menn fyrir 50-60 mills en vera svo með O´Shea sem senter í fyrsta leik, þó hann sé fjölhæfur þá fer hann seint á lista yfir topp 10 sentera í heiminum

16.31 Loga finnst að Van Der Sar hefði átt að borga sig inn, það sé svo lítið að gera hjá honum. Gott að Loga leiðist ekki. 20 mín eftir og þetta er einstefna, Duberry eitthvað meiddur, kannski að þeir skipti honum þá útaf áður en hann gefur mark, skipting hjá Reading, rauðhærðasti maður sem ég hef séð var að koma inná, veit ekki hvað hann heitir, ég fékk ofbirtu í augun

16.34 Hann heitir víst Dave Kitson, veit það því það var verið að reka hann útaf eftir 1 mínútu, hann fór of hátt með löppina og í Evra, það mátti alveg reka hann útaf en tómt kjaftæði þarna því þeir eru endalaust að sleppa svona í Englandi. Annars staðar er þetta hins vegar rautt

16.38 nú er enginn frammi hjá Reading, það er vænlegt til árangurs, korter eftir

16.40 Vidic henti Ívari í burtu og fékk ekki spjald, það má víst í Englandi, allavega á heimavelli. Logi segir að markmenn í teignum sér fuglar sem séu friðaðir allt árið.

16.45 cirka 10 eftir og ManU eru í reit fyrir utan teiginn hjá Reading, veit ekki hvað veldur markaleysinu, kannski það tengist því eitthvað að þeir eru ekki með neinn senter í hópnum, Shrek er meiri svona sóknarmaður en fyrir utan hann er restin miðju og varnarmenn

16.49 Ronni kominn inní teig og reyndi að gefa fyrir, Brilli renndi sér og stoppaði það, skulum bara segja að það er ágætt að það er ekki hendi á liggjandi mann, 3 eftir og ManU að fá ódýran auka

16.52 Gott skot hjá Ronna úr aukaspyrnunni, Scholes fékk síðan skallafæri eftir það en náði engum krafti í þetta. Held að það sé eins gott fyrir ManU að skora núna, annars er ég hræddur um að þeir vinni ekki deildina, þú þarft einfaldlega að vinna lið eins og Reading heima. 2 eftir

16.56 auki og leiktíminn búinn, hvað gerist

16.57 Ronni skaut yfir og flautað af, það vantar senter í ManU og það var eina ástæðan fyrir því að þeir töpuðu stigum, þeir voru inná vallarhelmingnum hjá Reading allan leikinn en voru að mestu að reyna langskot. Þeir voru að vinna þessa leiki í fyrra og unnu deildina á því, ManU blikkaði fyrst í störukeppninni hjá stóru liðunum, mér leiddist það ekki Smile

17.02 yfir í stúdíóið til Heimis, Reynis og Péturs, bæði Pétur og Reynir Manchester menn, vorkenni þeim ekkert víst Ferguson gat ekki verið með sóknarmann á bekknum. Vonandi getum við fengið Pétur og Reyni oftar í stúdíóið þegar ManU spilar, það er greinilega happa.

17.07 Búinn í bili, best að leggja sig aðeins fyrir næturvaktina. Fín fyrsta umferð búin, skemmtilegur vetur framundan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki að segja að léleg byrjun,góður endir á tímabilinu!:)

Jakuxi (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 21:27

2 identicon

Það er svona það sem við Poolarar erum búnir að gera undanfarin ár. Hefur ekkert virkað neitt vel í deildinni.

 Annars var þetta hressandi lesning.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband