Rise and shine, eða svoleiðis

Klukkan sjö og ég var að vakna, vann til rúmlega 2 en fór þá heim í smá nap, afar þægilegt. er nú að horfa á Ellý Ármanns segja frá dagskrá kvöldsins, er búinn að gleyma því jafn óðum. Held að þetta hafi verið passlega langur nap, svona 4 tímar, kemur í ljós á eftir. Ég held að menningarnótt sé næstu helgi, ég er ekkert spenntur yfir risatónleikum rásar2 og Landsbankans, sennilega aldurinn. Hlakka hins vegar til miðvikudags, ætla þá að vinna aðeins fram yfir hádegi en ná þá í minime og fara í Jórsali til að horfa á fótbolta, Liver í undankeppni meistaradeildarinnar 14.30, Arsenal eftir það og síðan Chelski í deildinni. Ekki leiðinlegt að boltinn sé byrjaður aftur.

Styttist annars í skólann, ég er farinn að hlakka til, tveir kúrsar núna og svo tveir eftir áramót. Eftir það ferð til Afríku til að rannsaka fullorðinsfræðslu. Er að spá í að setja öll verkefni vetrarins hérna inn, sennilega bara Fjóla sem hefur einhvern áhuga á þeim en hún verður líklega búin að fá að lesa þau öll yfir hvort eð er áður en ég skila þeim, gott að eiga góða að Smile

Stendur á msn-inu hennar Maju að hún sé í Reykjavík City, hef ekki séð hana samt, merkilegt

Kveð ykkur með Alanis Morissette, af einni af uppáhaldsplötunum mínum, Jagged Little Pill. Hún er skemmtilega lítið pirruð í þessu lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband