Hann er í sterkri stöðu. Er með fínan samning við Barcelona og á 3 ár eftir af honum. Af hverju ætti hann að fara eitthvað án þess að fá hækkun þegar það eru nokkur lið sem vilja fá hann. Það er allt önnur spurning hvort hann eigi skilið að vera á svona háum launum en ég sé ekkert að því, hann hefur vissulega verið varamaður en það hefur þó verið í góðum liðum, ekki eins og að hann hafi verið á bekknum hjá Stoke.
Þetta verður væntanlega síðasti stóru samningurinn sem hann gerir og sniðugt hjá honum að nýta þetta tækifæri til að hækka aðeins launin og væntanlega lengja samninginn aðeins. Miðað við launin sem West Ham er að borga gaukum eins og Lucas O´Neill þá sé ég ekki annað en að Eiður endi þarna með 4-5 ára samning og 100þús pund á viku. West Ham á líka slatta pening inni eftir að Newcastle bjargaði þeim frá því að kaupa Kieron Dyer og sjúkraþjálfarann hans, hann átti eflaust að fá 60 þús á viku þannig að West Ham er þá í raun að fá Eið á 40 þús pund á viku sem er nokkuð vel sloppið fyrir góðan leikmann í ensku úrvalsdeildinni.
Segir launakröfur Eiðs Smára háar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Enski boltinn | 13.8.2007 | 19:41 | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Málið er að Eiður er framherji á niðurleið,það er bara staðreynd og þess vegna eru kröfur í þessa átt óraunhæfar..menn sem fara frá stórliðum lækka venjulega í launum..Nokkuð víst að það væri best að Eiður fengi helmingslækkun á launum..það myndi kannski vera það spark í rassinn á honum sem dugar til að hann berjist eitthvað á vellinum...Menn eins og Eiður og Ronaldino ofl. hafa alltof gott..safna bara peningum og nenna engu...Þannig fór t.d. fyrir Ronaldo hinum brasilíska...sem var útbrunninn á svipuðum aldri og Eiður nú..
Kári Elíson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 19:53
Kári, ég vil benda þér á að Ronaldo er langt frá því að vera útbrunninn! Ég efast um að þú hafir horft eitthvað á hann spila undanfarið fyrst að þú segir þetta, eða þá að þú hafir þá ekkert á milli eyrna þinna
Jebbi (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:29
heimskulegt komment Jebbi, öll komment þar sem þú þarft að nota orðalag eins og að einhver hafi ekkert á milli eyrnanna verða eiginlega marklaus, ég er reyndar alls ekki sammála Kára en hann færir þó einhver rök fyrir máli sínu, sama hversu góð mér þykja þau
Pétur Björn Jónsson, 13.8.2007 kl. 23:56
tek nú ekki nærri mér þótt jabbi sýni gáfur sínar með þessu kommenti sínu...Það er hinsvegar kannski fullmikið að segja hjá mér að Ronaldo sé útbrunninn en hann byrjaði mikið að dala fyrir 2-3 árum osfrv. Það er hinsvegar mörgum ljóst að Eiður er líka byrjkaður að dala..framherjar sem nálgast þrítugt dala fyrr en t.d. markmenn og varnarmenn. Eftir 1 ár eða svo er ekki víst að Eiður komist í verulega gott lið...(West Ham telst reyndar ekki í þeim hópi!)
Kári Elíson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.