Áhugavert

virðist það vera allavega að fá 2500 kall á tímann fyrir að þrífa íbúðina mína, fjórir búnir að lýsa yfir áhuga á þessu, reiknaði satt að segja ekki með að þurfa að velja úr, fer í það eftir helgina, ætti þá að vera hægt að fara í þetta næsta laugardag eða mánudag. Tekur ekki meira en 2 tíma þannig að ég reikna með að þetta sé þá auðvelddur 5000 kall, ég verð allavega feginn að þurfa ekki að standa í því. Hmm, gleymdi að tékka á því hvort ég þurfi þá að fara að kaupa fötu og stöff, ég uppgötvaði áðan að ég á moppu, veit ekki alveg hvenær ég keypti hana, læt venjulega duga að ryksuga.

Er annars að horfa á 60 mínútur á st2+, það er grunsamlega heitt hérna inni, hitaleiðslurnar í gólfi og veggjum í stað hefðbundinna ofna, það væri betra að hitastilligismoinn virkaði þá almennilega, sem hann gerir ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband