Langir dagar

en skemmtilegir þessa vikuna. Búinn að vinna 12, 14 og 16 tíma síðustu þrjá daga en hef gaman af því enda við búin að koma kerfi í gang sem beðið hefur verið eftir lengi. Smá hnökrar en allt að ganga stóráfallalaust fyrir sig, vel þess virði að vera nokkra aukatíma til að koma þessu almennilega af stað. Byrja fljótlega í nýju vinnunni og gott að þetta kerfi er komið í gang.

Skólinn byrjaði í gær, kenningar í þróunarfræðum er þriðjudagskúrsinn. Það er dáldið öðruvísi stemning en í kúrsunum í vor, verður fróðlegt að sjá hvernig umræðurnar verða. Áhugavert efni en ég hef einhverra hluta vegna meiri trú á fimmtudagskúrsinum, hagnýtingu mannfræðinnar, kannski bara vegna þess að það er minni hópur. Ætla að setja verkefnin mín hérna inn í haust, þó ekki fyrr en að Fjóla vinkona mín er búin að lesa yfir þau, hún hefur alltaf nægan tíma í svoleiðis enda flutt á herstöðina, þar getur varla verið mikið að gerast Smile

Jón Bjarni, eða Jón kæfa eins og hann ætlar víst að kalla sig á Bifröst, og Maja eru nágrannar í sveitinni, mér skilst á þeim að það sé ekkert djamm þarna, stífur lærdómur alla daga og öll kvöld. Þau rúlla þá skólanum upp. Maja, þú mátt annars fara að flytja í bæinn aftur, þetta er að verða orðið ágætt af sveitalífi hjá þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe já, það er nú bara ár eftir - spurning hvað maður gerir það. 

Annars sást hann Jón Bjarni með bjór í hönd í gærkvöldi eftir að hafa legið fyrir dauðanum í sólarhring... þannig að bifrastarlífið er alveg einn tveir bjórar sko ...  

majae (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband