NFL byrjar eftir 3 tíma

Verst að geta ekki séð stórleikinn í kvöld, verð að láta textalýsingu og útvarp duga í kvöld. Hlakka annars til að sjá leikina á snilldarstöðinni Sýn í vetur. Hlakka líka meira til þegar seinni hálfleikur í þeim byrjar því þá er það beint og hægt að mute-a og hlusta á útvarpið á netinu. Reggie Bush spilar með Saints, smá vídjó með honum hér, hann er ekki seinn.

Þar sem ég er ekki alltaf allt of skýr þá er ég með í Pick´em leik hja Bill Simmons, þeim mikla snilldarpenna. Hér er mín spá fyrir fyrstu umferð, ég skal útskýra fyrir þér Halli ef þú skilur þetta ekki

NO +6,5

Denver -3,5

Pittsburgh -3,5

Green Bay +2,5

Houston -2,5

Jacksonville -5,5

Minnesota -2,5

New England -5,5

St.Louis -2,5

Washington -3,5

Detroit +2,5

San Diego -5,5

Seattle -6,5

Dallas -3,5

Baltimore +3,5

San Fran -3,5

Verði ykkur tveimur að góðu sem nenntuð að lesa alla leið hingað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki allir Bush-arar vitleysingar!
Snillingur og ekkert annað!
Kv,

Kristín H. Hálfdánard.

Bowwow (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 10:21

2 identicon

Sýn er ekki snildarstöð þegar kemur að NFL einn leikur niður klitur á viku. Meðan Lönd sem ná NFL út sendingum Sky sports og NASN (North American Sports Network)
Fá alltað því  4-7 leiki beinnt á viku en það fer 
að sjálfsögðu því hvenær leikirnir eru tíma setir.  Og svo eru 2 leikir sýndir í heildi sinni daginn eftir. Þannig að það gerir 79 leiki beinnt. og 34 sem sýndir eru í heild í upptöku eða 113 leikir sem eru einhvern tíman sýndir af 256 leikjum deildarinnar frá því í Sept fram til 31. Desember
Sem og að sýn sýnir heldur ekki alla 11 leikinna í úrslita keppninni. Sem er alveg stór furðulegt helvíti. Þegar ég leifi mér nánast að fullirða það að flesst önnur lönd sína alla úrslita keppninna.
Að lokum þá mæli ég með nfl.informe.com sem er íslensk spjall síða og þar eru menn  að ræða deildinna og þessa dular fullu þjónustu sýnar á NFL.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Sæll Kristján og takk fyrir ágætis ábendingar. Ég held að við séum farin að gera heldur miklar kröfur til Sýnar. Veit svo sem ekki hversu mikið áhorf NFL fær en það er ekki langt síðan ég fór á Hard Rock að horfa á Super Bowl af því að það var eini staðurinn sem sýndi Super Bowl, það var síðan eini leikurinn sem hægt var að sjá hér. Miðað við allt annað stöff sem er sýnt þar þá held ég að verðið færi að hækka heldur mikið ef þeir færu að sýna 2-3 leiki beint vikulega, hvað þá fleiri. Miðað við það að maður þarf að borga á nfl.com fyrir útvarpsútsendingar þá reikna ég ekki með að það verði ódýrt fyrir Sýn að fá sýningarrétt að mikið fleiri leikjum. Þeir borga helling fyrir Liverdeildina, úbbs, meinti meistardeildina og síðan borga þeir slatta fyrir golfið held ég. Ég er sáttur við að fá allavega að sjá eitthvað frá NFL en væri vissulega til í að sjá meira, er bara ekki til í að borga mikið meira fyrir Sýn og Sýn2

Pétur Björn Jónsson, 7.9.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband