Hættur

í öðrum kúrsinum sem ég var skráður í. Fannst hann einfaldlega ekki skemmtilegur, sýnist ég taka hann seinna þar sem hann er skylda, þetta eru hvort eð er 6* 1000 orða verkefni og ein ritgerð upp á ca. 4000 orð. Veit allavega núna hvaða verkefni á að gera í þessu fagi þannig að ég hef ár til að klára þau, það er þá væntanlega ekki nema tæpt ár að ég byrji Smile, stefnan ennþá að taka 2 kúrsa eftir áramót. Ég held svei mér þá að ég hefði hætt alveg í náminu ef ég hefði haldið áfram í Kenningum í Þróunarfræðum að þessu sinni.

Það styttist annars í að við Maja flytji aftur til byggða, óneitanlega skemmtilegra að hafa hana á höfuðborgarsvæðinu.

Pabba/Boltahelgi framundan, best að við horfum dáldið á bolta og prófum nýja fótboltavöllinn í Bryggjuhverfinu. Verður skemmtileg helgi allavega.

Búinn að vinna hjá Valitor í 2 vikur núna, er aðeins farinn að komast inní þetta og skemmtilegt fólk að vinna þarna þannig að þetta lítur vel út.

Í stuttu máli sem sagt gaman að vera til og fullt af skemmtilegu stöffi framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband