Einn sá besti

sem við höfum átt, allavega þessi ca. 20 ár sem ég hef fylgst með boltanum hér heima. Hef þekkt hann ansi lengi og hann dæmdi oft hjá mér. Eiginlega það besta sem hægt er að segja um dómara er að þeir hafi litla þörf fyrir sviðsljósið og séu samkvæmir sjálfum sér. Það á klárlega við um Gylfa. Hann dæmdi meðal annars síðasta "alvöru" leikinn minn, bikarúrslitin 2001. Hörkuleikur sem fór 2-2 eftir framlengingu. Liðin tóku vel á því en Gylfi hélt leiknum frá því að fara í dellu, ekkert gult spjald í leiknum og það var aldrei neitt stórvesen. Við áttum síðan stutt spjall í vítakeppninni, á meðan ég var að laga vítapunktinn eftir að KA maðurinn tætti hann upp í vítinu á undan(Hreinn sennilega). Eftir að ég var búinn að dunda mér við að laga holuna í kringum punktinn spurði Gylfi hvort við ættum ekki að halda þessu áfram, sem ég og gerði.

Ásamt Kristni Jakobs besti íslenski dómari sem ég man eftir, fínn ferill hjá þér Gylfi.


mbl.is Gæsahúð á Celtic Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband