Boltahelgi

hjá okkur feðgum núna. Við erum staddir í Naustabryggju og gamla settið er farið eina ferðina enn í sumarbústaðinn, best að segja þeim frá því að það er ekki sumar lengur. Í fyrramálið kl 11.45 er það ManU-Wigan, sem ætti að verða svona 8-0. Klukkan 2 er síðan bikarúrslitaleikur Fjölnis og FH, við höldum með Fjölni en ljóst að Fjölnir vinnur ekki nema að þeir stoppi Tryggva frá því að skora. Já, vel á minnst, þar sem Hraunbrúnargengið er ekki í bænum lengur þá á ég 3 aukamiða á leikinn ef einhver hefur áhuga, þið sem þekkið mig getið sent sms í 8202056 eða skilið eftir komment ef þið náið mér ekki á msn fyrir leik. Þið getið sem sagt fengið þessa miða þar sem að ég þarf bara 1, það er víst frítt fyrir 10 ára og yngri.

Á sunnudag er síðan Liver-Tottingham, stórleikur væntanlega hjá Torres, kominn tími á að hann taki eins og eina þrennu á Anfield, bara svo að þið vitið þá verður hann fyrirliði hjá draumaliðinu mínu um helgina.

Þar til síðar,

Boltafeðgar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband