Leikjadagbók ManU-Wigan 6.10

Naustabryggja 29, viðstaddir PBJ og AFP. Horfum líklega á allt nema síðustu 10 mínúturnar, förum þá á bikarúrslitin

11.43 Carrick er með brotinn olnboga. Vissi ekki að olnboginn gæti brotnað og þó ég hef heyrt um að úlnliðsbrotna, þetta er samt sennilega ekki alveg réttnefni, það eru einhver bein rétt við þetta sem brotna held ég

11.45 Höddi Magg einn að lýsa, hann hóf þetta brosandi á því að bjóða góðan daginn og bjóða áhorfendur velkomna á leikinn. Allt voðalega sætt eitthvað, sérkennilegt að sjá kallinn svona vel vakandi, hann hefur fengið eitthvað í morgun held ég

11.48 Höddi segir að Vidic hafi beðið um skiptingu, það er ekki jafn gott fyrir ManU. Hann virkar allavega eitthvað ringlaður en er kominn inná

11.49 Quasimodo er inná, það er gott fyrir draumaliðið mitt. Man í furðulegu drauðafæri, eða eiginlega klafsi sem verð til þess að Kirkland þurfti að verða gríðarlega vel. Ronni vildi fá víti í kjölfarið, sennilega rétt hjá honum en ekkert dæmt

11.54 Aron skilur ekkert í því hvernig hægt er að fá olnbogaskot í augað, heldur að það sé ekki gott, það er rétt hjá honum. Hann var sem sagt að spá í glóðaraugað hans Ronna, eftir endursýningu er þetta afar augljóst víti.

11.55 Aroni Frey finnst Tevez vera búinn að vera ágætur í leiknum

11.57 O´Shea er sem sagt á miðjunni, Piquet er bakvörður, hann er þó allavega að spila eitthvað. ManU eru annars að rúlla yfir Wigan, það er ennþá 0-0 en það endist ekki lengi

12.01 korter búið og Vidic er víst ekki ánægður, hann er reyndar með hellings kúlu á smettinu, hann fer þá víst útaf. Alex er reyndar eitthvað að þrasa við hann fyrir utan völlinn, frekar skondið allt saman, hann fer samt varla aftur inná

12.04 Skil ekki alveg þetta skiptingavesen, Piquet er hafsent og ætti að geta farið beint þangað inná, O´Shea eða einhver getur þá farið í bakvörðinn. Vidic er farinn inní klefa. Anderson kemur inná fyrir hann, fleiri í sóknina sem sagt

12.06 Nú heldur Evra um andlitið, hann má ekki fara útaf samt, hann er í draumaliðinu mínu

12.08 Hey kúl, Anderson var í Porto og er fæddur í Porto Allegre í Brasilíu.

12.10 Aron spyr hvort hann sé ekki stór, hann er 1,23 eða réttara sagt meira en 1,23 segir hann. Aron Freyr er þá stærri en Quasimodo

12.14 Nú er O´Shea að fara útaf, það eru á 2 farnir útaf á dyrstu 30 mínútunum. Danny Simpson að koma inná

12.15 Nú er dæmt vitlaust innkast, það gerist ekki oft, í þeim töluðu orðum fékk Shrek gult fyrir að fara með takkana í Bramble, gott á hann, hann á það yfirleitt skilið

12.17 Jamms, Nú er Shrek í fýlu og er farinn að rífast í dómaranum

12.22 Piquet er þá orðinn hafsent, Simpson er hægri bakvörður. Það er brotið á Ronna á svona 5 mínútna fresti, dæmt í svona fimmta hvert skipti, reyndar yfirleitt frekar þegar ekkert er á það

12.27 Fyrirgjöf í mjaðmahæð, Quasi hoppaði en náði ekki nógu hátt til að skall´ann

12.38 Hálfleiksgreining Arons Freys: Ronaldo var mjög góður, það hefði átt að vera víti þegar það var brotið á Ronaldo. Góð vörn hjá Patrice Evra. Honum líst vel á seinni hálfleikinn, hann heldur að United vinni 2-1.

12.49 SJáum hinn enska leikinn á eftir, Villa-WH, skemmtileg tölfræði um Wigan í efstu deild, þeir hafa aldrei fengið stig á móti 4 stóru liðunum

12.53 Pique heitir hann víst, veit þar af leiðandi ekki hver þessi Piquet er sem ég er búinn að vera að tala um, samt bannað að breyta

12.56 Þessi leikur er búinn að vera dáldið blah síðust mínútur, merkilegt nokk þá átti Giggs skot í slá á meðan ég var að skrifa þetta

12.59 Tevez með gott mark 1-0 fyrir ManU og nokkur stig í draumaliðspottinn minn, hann mætti þá skora 3 í viðbót

13.00 Upplýsingar frá Aroni Freyr, þetta var mjög flott mark og Tevez lék á Kirkland.

13.02 Gott skot hjá Koumas, rétt framhjá, hann má skora þó hann sé ekki í draumaliðinu mínu

13.03 Ronni að skora með skalla, ágætt að eg var að setja hann í draumaliðið mitt

13.05 Hvernig ætli golfvöllurinn í Hveragerði sé, svona víst ég er nú að fara að flytja þangað næsta sumar

13.06 Ronni með liggjandi hæl, meira að segja ég hef ekki reynt það. ManU hefur ekki fengið á sig mark síðan Köben brann. Wigan er 2-0 undir en er ennþá með 8 í vörn, ég ætla að spá því að þeir fái ekki stig í þessum leik heldur

13.19 Þá er best að fara að leita að hlýjum fötum fyrir leikinn. ef það á tilfinningunni að það verði ekki sérlega hlýtt þarna. SGÓ fer með okkur á völlinn, það er ekki slæmt, skotið frá Koumas rétt í þesus var hins vegar slæmt

13.20 Auf wienerschnitzel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt að hafa þig þegar maður er í vinnunni ;-)

 Flytja til Hveragerðis???????

Hver flytur til Hveragerðis Pétur!!!

Birna (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hehe, það er annað hvort að flytja þangað eða í 101, ekki hægt að búa lengst úti í Kópavogi allavega til lengdar, það er úti í sveit en telst samt til borgarinnar

Pétur Björn Jónsson, 6.10.2007 kl. 17:07

3 identicon

það er mjög hipp og kúl að búa í hveragerði

majae (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 01:16

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

það er klárlega hipp og kúl að búa í Hveragerði, verður það allavega eftir að við flytjum þangað

Pétur Björn Jónsson, 7.10.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband