Einu númeri stærri

FH-ingar voru einu númeri stærri í dag en það var ekki mikið meira en það. Þeir voru reyndar miklu betri fyrstu 25 mínúturnar en gátu síðan eiginlega ekki mikið eftir það. Reyndar áttu þeir ágætis sprett í framlengingunni, sem var nóg. Tryggvi lagði upp bæði mörkin og gerði það reyndar nokkuð vel. Sýnist sá ágæti fótboltamaður ekki eiga mikið eftir, sennilega svona eitt gott ár í viðbót en svo hættir hann líklega. Fjölnismenn komust ágætega frá þessum leik, gerðu sitt besta og ekki hægt að biðja um meira, þeir voru að keppa við næstbesta lið landsins og stóðu vel í þeim.

Fjölni vantaði því miður hins vegar eins og eitt númer í viðbót. Bæta vonandi úr því í vetur og verða með gott lið á næsta ári. Þeir eiga allavega nægan efnivið í félaginu. Eins hallærislegt og það er þá er líklega hægt að óska báðum til hamingju með þennan leik, FH-ingar voru betri og eia sigurinn skilinn en Fjölnismenn sýndu að þeir eiga eftir að spjara sig vel á næsta ári í efstu deild. 


mbl.is FH er bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband